laugardagur, desember 17, 2005
Áðan
reyndi ég að sjóða frosinn spínatköggul í von um að fá vöðva eins og Stjáni blái.
Nei, þetta er lygi. Ég reyndi að sjóða frosinn spínatköggul í örvæntingarfullri tilraun til að borða eitthvað sem vex, en er ekki mjólkað/hleypt/niðursoðið. Spínatið varð að ógeðslegri grænni drullu sem samsamaðist vatninu í pottinum, slepjulegt eins og rotinn froskur.
Í morgun vaknaði ég extra snemma til að læra hljóðfræði fyrir vinnu, en eyddi þess í stað klukkutímum í taugastrekkjandi og afar slítandi fjárhagsáhyggjur - smooooooooth.
Á vaktinni minni tók ég þátt í samtali dagsins:
(h)eldri maður: Ég þarf að fá bókina um Harry Potter.
Helga-svör-við-öllu: Já, viltu þá nýjustu bókina?
(h)eldri maður: NEI!!! Þessa númer 3...
Úff.
Þessa stundina er ég á eftir áætlun með hljófræðina og afréð því að storka örlögunum með því að blogga út í eitt. Ég spái því að fyrir miðnætti muni ég hafa misst glóruna endanlega.
Einn dagur eftir. Svo er það bara heimsyfirráð eða dauði.
Nei, þetta er lygi. Ég reyndi að sjóða frosinn spínatköggul í örvæntingarfullri tilraun til að borða eitthvað sem vex, en er ekki mjólkað/hleypt/niðursoðið. Spínatið varð að ógeðslegri grænni drullu sem samsamaðist vatninu í pottinum, slepjulegt eins og rotinn froskur.
Í morgun vaknaði ég extra snemma til að læra hljóðfræði fyrir vinnu, en eyddi þess í stað klukkutímum í taugastrekkjandi og afar slítandi fjárhagsáhyggjur - smooooooooth.
Á vaktinni minni tók ég þátt í samtali dagsins:
(h)eldri maður: Ég þarf að fá bókina um Harry Potter.
Helga-svör-við-öllu: Já, viltu þá nýjustu bókina?
(h)eldri maður: NEI!!! Þessa númer 3...
Úff.
Þessa stundina er ég á eftir áætlun með hljófræðina og afréð því að storka örlögunum með því að blogga út í eitt. Ég spái því að fyrir miðnætti muni ég hafa misst glóruna endanlega.
Einn dagur eftir. Svo er það bara heimsyfirráð eða dauði.
((má ég vera svona no.1, eins og í Bond-myndunum fyrir þig?))
Hlakka orðið sjúklega til að sjá þig!:)
Annars borgar sig ekkert að vera með Fjárhagsáhyggjur, að hafa áhyggjur bætir ekki ástandið. En annars skil ég alveg hvar þú er og hvernig þér líður. Been there done that, and most likely doing it again next fall.
<< Home