sunnudagur, desember 11, 2005

 

Eruðekkjaðgrínast? (tilvitnun lýkur)

Var fyrirsögnin á seinasta bloggi virkilega titillinn á nýju Nylon-plötunni, og enginn benti mér á þetta HRYÐJUVERK!

Meira af slíku, því veröld versnandi fer - og til marks um það hlaut Íslendingur titilinn Ungfrú Heimur 2005, sem er neikvæðara en allt. Já, ég get ómögulega óskað grey stúlkunni til hamingju, einungis þess að hún skilji fyrr en síðar hvað hún er að gera sjálfri sér. Og þessir foreldrar hennar, í alvöru, er það þeim hjartans mál að einkadóttir þeirra verði seld sem lambakjöt á alheimsmarkaði? Þetta þykir mér ekki til marks um ást og umhyggju. Ég hélt að það væri hlutverk uppalenda kenna börnum hvað einkenni góða og mikilsverða manneskju, og að meta sjálfa sig á þeim forsendum. Ef einhvern langar að bæta heiminn þá getur hann farið í stjórnmál eða gengið til liðs við hjálparsamtök. Það breytir engu fyrir fólkið sem sveltur og frýs í Pakistan hvort einhver uppstríluð gervinagla-dúkka með kórónu segist finna til með þeim. Og mér finnst forseti Íslands ekki hafa neitt umboð til að óska stelpunni til hamingju, alla vega ekki frá mér - þetta er skammarlegt og ekki landi og þjóð til sóma. Síðan hvenær taldist það góð landkynning að auglýsa okkur sem yfirborðskennda og sjálfhverfa útlitsdýrkendur?

Lykla-Pétur: "Hvað hefur þú gert í lífinu?"
Unnur Birna: "Ég var sko fallegust."
Lykla-Pétur: "So?"
Unnur Birna: "En það var sko Beauty with a Purpuse..."

Á léttari nótum þá keypti ég mér ekta enska jólaköku í Bernhöfsbakaríi - skilst að sé ein sú frægasta sinnar tegundar í bænum. Nú finnst mér áfengisbragð vont og þessi ávaxtakaka er sko böðuð upp úr koníaki, en what the hell, maður lifir bara einu sinni, og mér leiddist. Kemur svo ekki upp úr krafsinu að kökuskömminn er geeeeeeeðveikt góð! Vá, hún verður sko jólahefð hjá mér héðan frá. Afgreiðslustúlkan sagði að ég mætti ekki keyra eftir að hafa borðað eina sneið, sem gæti útskýrt hví mér þótti svona voðalega gaman að læra eftir kaffi á föstudaginn.

Annars er ég ekkert svakalega hress. Fyrsta prófið á morgun og ég er búin að vera upp fyrir haus í lestri í næstum viku. Það góða við að láta svona langt líða milli bloggfærslna er reyndar hversu mörgum kommentum maður nær að safna... Það slæma er að maður hefur svo mikið að segja að það er ekki hægt að pikka það inn í einni stuttri lespásu.
Hér kemur því brot af því besta:

Búið að kaupa ALLAR jólagjafirnar
Unaðsleg verslun á Ingólfsstrætinu sem heitir Frú Fiðrildi
Kvöldheimsókn frá Siggu minni sem færði smákökur og kaffisúkkulaði
Uppgötvun: fólk getur kynnst mér á 3 mánuðum (sbr. kaffisúkkulaði)
Jólapakki frá Kunihiko í Japan - a.m.k. 7 bækur, já!
Engin vinna á milli jóla og nýárs
Menntamálaráðherra er að draga í land með samræmdu stúdentsprófin
Búið að gera upp baðherbergið heima
Ég og Valdís Anna saman á vakt á aðfangadagsmorgun, gleði gleði
Jóladagatal Íslandsbanka, þó ég sé ekki búin að vinna rassgat
Tilraun Adda til að borða smákökur hjá mér, nýkominn úr tannréttingum
Símtal frá elsku Ingu Steinunni með miklum umræðum um íslenska menntakerfið
Já, og enska jólakakan (hæ, hó og rommflaska með!)
Sarah-Mama á MSN
Fleiri kerti í kassanum en ég hélt
Mandarínur í Rope Yoga
Og Drífa frænka kemur heim milli jóla og nýárs!

Bless.

Comments:
Gosh Helga. Þú ert svo mikið laumu Nylon fan.

Sigur Íslands (já, ÍSLANDS) í Miss World fyllti mig undarlega miklu stolti! Maður spyr sig samt hvort að fegursta kona í heimi þurfi ekki að eiga að minnsta kosti ein svipbrigði til skiptanna? En þessi eini svipur skilaði henni kórónu þannig að líklega ekki...
 
Íhíhí, I'm off to bed now. Ég held ég sé að fara yfir um, heilinn er ofhlaðinn og yfirþaninn!
 
halló... *veif*
 
blessuð Helga mín... ég er svo sannarlega sammála þér með þessar fegurðar samkeppnir, er sko meira en alfarið á móti þessum! þetta er ekkert nema sjálfsblekking og kvöl að mínu mati...en nóg með það, það verður nú gott að fá þig heim að vinna um jólin;)
kv Ásta bókadama:)
 
Nei, Ásta "litla"! Hell, yeah, það verður gaman hjá okkur í bókadeild :-)
 
Sko ekki að mér sé ekki alveg sama um hvað heiminum finnst um Unni Birnu sem Miss World þá eru hér 2 hliðar á þessu máli sem hafa skal í huga.

1: Frekar að hafa unni birnu sem miss lambchop heldur en einhverja "I'm a model" beyglu frá Langtíburtistan. Hún má þó eiga það stelpu kindinn að hún vinnur fyrir sér og er að leggja fyrir sig lögfræði (eða ætlar). Hún er ung sjálfstæð kona, ekki er það verra en einhver kellingar beygla sem á sér þann draum æðstan að verða anorexiusjúklingur á runway í Milan.

2: Atkvæða tala var miðuð við höfðatölu.... miðað við höfðatölu... Kom það einhverjum á óvart að Ísland vann. Við erum best í öllu miðað við höfðatölu (eyðum meira í geimáætlun en allir miðað við magnið af flugeldum sem seljast hér á ári hverju).

Bara mínar 2 krónur
 
Ó, þrasarinn minn, mikið sakna ég þín elsku Siggi!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?