miðvikudagur, desember 14, 2005
Gott kvöld, þið þarna nær og fjær
Ég sit hér við kertaljós, hlusta á Bing Crosby syngja 'Rudolph the Red Nosed Reindeer' og er það vel. Nei, nú eru The Platters byrjaðir á 'Please Come Home for Christmas', það er jafnvel enn meira viðeigandi. Prófið mitt í Breskri menningarsögu var hins vegar algjörlega óviðeigandi, ég fer hjá mér, svo djúpt er blygðunarkennd mín særð.
Í dag fór ég í Bónus og gekk ágætlega. 357 kr þar varið í nauðsynleg næringarefni.
Nei, þetta var slæm saga. Hér kemur ein góð: Á morgun verður lokað fyrir kalda vatnið hjá mér milli 8:30 og 14:00. Þá má ég ekki reyna að kveikja á þvottavél. Ég ætla að vera fyrirhyggjusöm og setja vatn á brúsa fyrir svefninn í kvöld. The End.
Hvað get ég sagt? Það er ósköp lítið að gerast um þessar mundir. Hápunktur dagsins yfirleitt þegar ég opna jóladagatalið mitt og fæ ekki vinning.
En... Ég á graflax! Oggulítinn bita sem var á 40% afslætti. Hvað ætli greyið hafi gert af sér til að vera lítillækkaður svona ógurlega? Ég er búin að máta bitann á hrökkbrauðsneið og hann smellpassar, svei mér þá. Hver þarf sósu? Þær eru bara fyrir veimiltítur og kónga.
Ef ég væri kóngur þá mundi ég fá mér mangó á hverjum degi. Svo myndi ég líka kaupa mér Manolo Blahnik (eða hvernig sem það er stafsett) skó og ganga í þeim alltaf.
Nú, skyldi einhver þarna úti þrá að gefa mér jólagjöf upp á 6000 kr þá væri Blackadder The Complete Series vel þegið.
Takk og bless
Í dag fór ég í Bónus og gekk ágætlega. 357 kr þar varið í nauðsynleg næringarefni.
Nei, þetta var slæm saga. Hér kemur ein góð: Á morgun verður lokað fyrir kalda vatnið hjá mér milli 8:30 og 14:00. Þá má ég ekki reyna að kveikja á þvottavél. Ég ætla að vera fyrirhyggjusöm og setja vatn á brúsa fyrir svefninn í kvöld. The End.
Hvað get ég sagt? Það er ósköp lítið að gerast um þessar mundir. Hápunktur dagsins yfirleitt þegar ég opna jóladagatalið mitt og fæ ekki vinning.
En... Ég á graflax! Oggulítinn bita sem var á 40% afslætti. Hvað ætli greyið hafi gert af sér til að vera lítillækkaður svona ógurlega? Ég er búin að máta bitann á hrökkbrauðsneið og hann smellpassar, svei mér þá. Hver þarf sósu? Þær eru bara fyrir veimiltítur og kónga.
Ef ég væri kóngur þá mundi ég fá mér mangó á hverjum degi. Svo myndi ég líka kaupa mér Manolo Blahnik (eða hvernig sem það er stafsett) skó og ganga í þeim alltaf.
Nú, skyldi einhver þarna úti þrá að gefa mér jólagjöf upp á 6000 kr þá væri Blackadder The Complete Series vel þegið.
Takk og bless
Kveðja,
Linda
<< Home