mánudagur, desember 12, 2005
Helga 1 - Háskóli Íslands 0
One down, three more to go...
Veit ekki hvort það telst jákvætt að byrja á eina faginu sem maður getur eitthvað í - vissulega hressandi fyrir andann en þeir kraftar duga skammt þegar framundan er svartnættið eitt.
Nei, ég segi bara svona.
Það er yfir mér einhver eftir-prófs-doði, Linda, þú veist hvað ég meina. En þetta var gott próf af minni hálfu, þótt kennarinn fljóti sofandi að feigðarósi hvað vinnubrögð varðar.
Annað mál, hvar eru þessir jólasveinar eiginlega? Ég er búin að vera þvílíkt góð stelpa og læra rugl mikið í marga, marga, alltof marga daga, en fékk ekki einu sinni lambasparð í skóinn í nótt. Og ég á sko helling af skóm - hér í þessu herbergi eru 8 pör og meira til fram í forstofu. Ég er heldur ekkert að fá vinning í jóladagatali Íslandsbanka og mánuðurinn hálfnaður. Dagatalskertið bregst hins vegar ekki og enska jólakakan er hamingjukaka.
Ég er víst búin að skuldbinda mig til að birta hin og þessi netkeðjubréf hér en það verður að bíða fram yfir próf, núna nöldra ég bara um það sem mér sýnist. Já, nú og nú sýnist mér sem svo að löngu tímabært sé að nöldra yfir veðrinu í þessarri borg; fjandinn hafi það, það rignir endalaust! Eins og það sé ekki nógu þungbúið yfir sálartetrinu í mér um þessar mundir. Hún Amma Helga sendi mér reyndar andlega lopapeysu með símtalinu sínu áðan, það var bara nokkuð ánægjulegt. Pant verða nákvæmlega eins og hún þegar ég verð gömul kona. Og ég ætla að eiga gamlan mann eins og Pétur Knútsson, ekki hann þó, því Kristín var fyrst, en alla vega þannig manneskju og gjarnan með hár í allar áttir líka. Svo væri ágætt ef hann kynni að meta Yeats og Joyce og Lawrence og Tennyson, já, og auðvitað Keats kallinn. En ég fer svo sem ekkert sérstaklega fram á það. Bara hárið.
Veit ekki hvort það telst jákvætt að byrja á eina faginu sem maður getur eitthvað í - vissulega hressandi fyrir andann en þeir kraftar duga skammt þegar framundan er svartnættið eitt.
Nei, ég segi bara svona.
Það er yfir mér einhver eftir-prófs-doði, Linda, þú veist hvað ég meina. En þetta var gott próf af minni hálfu, þótt kennarinn fljóti sofandi að feigðarósi hvað vinnubrögð varðar.
Annað mál, hvar eru þessir jólasveinar eiginlega? Ég er búin að vera þvílíkt góð stelpa og læra rugl mikið í marga, marga, alltof marga daga, en fékk ekki einu sinni lambasparð í skóinn í nótt. Og ég á sko helling af skóm - hér í þessu herbergi eru 8 pör og meira til fram í forstofu. Ég er heldur ekkert að fá vinning í jóladagatali Íslandsbanka og mánuðurinn hálfnaður. Dagatalskertið bregst hins vegar ekki og enska jólakakan er hamingjukaka.
Ég er víst búin að skuldbinda mig til að birta hin og þessi netkeðjubréf hér en það verður að bíða fram yfir próf, núna nöldra ég bara um það sem mér sýnist. Já, nú og nú sýnist mér sem svo að löngu tímabært sé að nöldra yfir veðrinu í þessarri borg; fjandinn hafi það, það rignir endalaust! Eins og það sé ekki nógu þungbúið yfir sálartetrinu í mér um þessar mundir. Hún Amma Helga sendi mér reyndar andlega lopapeysu með símtalinu sínu áðan, það var bara nokkuð ánægjulegt. Pant verða nákvæmlega eins og hún þegar ég verð gömul kona. Og ég ætla að eiga gamlan mann eins og Pétur Knútsson, ekki hann þó, því Kristín var fyrst, en alla vega þannig manneskju og gjarnan með hár í allar áttir líka. Svo væri ágætt ef hann kynni að meta Yeats og Joyce og Lawrence og Tennyson, já, og auðvitað Keats kallinn. En ég fer svo sem ekkert sérstaklega fram á það. Bara hárið.
<< Home