mánudagur, desember 05, 2005
Hversu ömurlegt?
Hárið á mér er þurrt og slitið.
Sjampóið mitt og hárnæringin eru búin.
Ég á ekki pening til að kaupa nýtt sjampó og hárnæringu.
Húðin á mér er þurr.
Neglurnar á mér eru þurrar.
Ég get ekkert gert í því.
Maskarinn minn er að klárast.
Ég verð að bíða fram til 19. des. með að kaupa nýjan.
Ég vaki fram til klukkan 3 á næturnar.
Ég hef ekki ástæðu til að vaka, bara get ekki sofið.
Sauðdrukkið og leiðinlegt fólk öskrar hástöfum í götunni minni að næturlagi allar helgar.
Ég er með rauðsprengd og þrútin augu og fjólubláa bauga.
Baugahyljarinn minn er búinn.
Ég verð að bíða fram til 19. des. með að kaupa nýjan.
Nýju náttbuxurnar mínar hlupu í þvotti.
Það er kalt úti og ég á engan bíl.
Það er aðventa óg ég er fangi í herberginu mínu með ekkert að gera nema læra.
Ég nenni ekki að læra.
Ég kvíði svo mikið fyrir prófunum að ég tárast núna.
Það er ekki einu sinni dimmt svo ég geti haft kveikt á kerti.
Ég kemst ekki á neina jólatónleika.
Ég er úrvinda eftir vinnuna þessa helgi.
Næsta vinnuhelgi verður helmingi verri.
Þá ætti ég líka ekki að vinna heldur lesa fyrir síðasta prófið.
Ég get ekki lesið neina jólabók og varla kynnt mér þær að nokkru leyti.
Því er ég lélegur starfskraftur.
Maður var barinn í spað fyrir utan vinnustað minn 3 klst áður en ég mætti þangað til vinnu síðastliðinn laugardag.
Ég á ekki jólaföt.
Ég er hrædd um að ég finni ekki jólaföt á þessu eina kvöldi sem ég hef til að redda þeim.
Mér er búið að vera illt í maganum í 3 daga.
Mjólkin er búin.
Ég þarf að senda pakka til Taílands og Japan sem kostar mikinn pening sem ég á bara ekki.
Það er aftur komin sprunga í hælinn minn.
Ég sakna mömmu og pabba hræðilega.
Ég vil ekki að Valdís fari burt til Austurríkis í marga mánuði og Þórunn til Noregs og Una til Frakklands og að Inga búi í Þýskalandi.
Ég skrifaði ömurlega lokaskýrslu fyrir Composition.
Ég get ekki hugsað mér að læra hljóðfræði núna.
Ég kíkti óvart í ógeðslega bók um barnaperra, morðhund, nauðgara og drulluhala sem lét mér líða illa í sálinni.
Sæti viðskiptavinurinn sem ég ætlaði að reyna við reyndist vera höfundur sóðabókarinnar.
Mér varð óglatt eftir þau kynni og fæ velgju enn við að hugsa um þau.
Ég á ekkert súkkulaði.
Ég á engar smákökur.
Það fást engar góðar smákökur í Krambúðinni.
Why?
Sjampóið mitt og hárnæringin eru búin.
Ég á ekki pening til að kaupa nýtt sjampó og hárnæringu.
Húðin á mér er þurr.
Neglurnar á mér eru þurrar.
Ég get ekkert gert í því.
Maskarinn minn er að klárast.
Ég verð að bíða fram til 19. des. með að kaupa nýjan.
Ég vaki fram til klukkan 3 á næturnar.
Ég hef ekki ástæðu til að vaka, bara get ekki sofið.
Sauðdrukkið og leiðinlegt fólk öskrar hástöfum í götunni minni að næturlagi allar helgar.
Ég er með rauðsprengd og þrútin augu og fjólubláa bauga.
Baugahyljarinn minn er búinn.
Ég verð að bíða fram til 19. des. með að kaupa nýjan.
Nýju náttbuxurnar mínar hlupu í þvotti.
Það er kalt úti og ég á engan bíl.
Það er aðventa óg ég er fangi í herberginu mínu með ekkert að gera nema læra.
Ég nenni ekki að læra.
Ég kvíði svo mikið fyrir prófunum að ég tárast núna.
Það er ekki einu sinni dimmt svo ég geti haft kveikt á kerti.
Ég kemst ekki á neina jólatónleika.
Ég er úrvinda eftir vinnuna þessa helgi.
Næsta vinnuhelgi verður helmingi verri.
Þá ætti ég líka ekki að vinna heldur lesa fyrir síðasta prófið.
Ég get ekki lesið neina jólabók og varla kynnt mér þær að nokkru leyti.
Því er ég lélegur starfskraftur.
Maður var barinn í spað fyrir utan vinnustað minn 3 klst áður en ég mætti þangað til vinnu síðastliðinn laugardag.
Ég á ekki jólaföt.
Ég er hrædd um að ég finni ekki jólaföt á þessu eina kvöldi sem ég hef til að redda þeim.
Mér er búið að vera illt í maganum í 3 daga.
Mjólkin er búin.
Ég þarf að senda pakka til Taílands og Japan sem kostar mikinn pening sem ég á bara ekki.
Það er aftur komin sprunga í hælinn minn.
Ég sakna mömmu og pabba hræðilega.
Ég vil ekki að Valdís fari burt til Austurríkis í marga mánuði og Þórunn til Noregs og Una til Frakklands og að Inga búi í Þýskalandi.
Ég skrifaði ömurlega lokaskýrslu fyrir Composition.
Ég get ekki hugsað mér að læra hljóðfræði núna.
Ég kíkti óvart í ógeðslega bók um barnaperra, morðhund, nauðgara og drulluhala sem lét mér líða illa í sálinni.
Sæti viðskiptavinurinn sem ég ætlaði að reyna við reyndist vera höfundur sóðabókarinnar.
Mér varð óglatt eftir þau kynni og fæ velgju enn við að hugsa um þau.
Ég á ekkert súkkulaði.
Ég á engar smákökur.
Það fást engar góðar smákökur í Krambúðinni.
Why?
Gangi þér vel í prófunum og farðu vel með þig!
Go Helga, she's our (wo)man,
if she can't do it, no one can! :o)
ég á súkkulaði og kaffi, það bíður eftir þér uppí skáp
Jæja, þetta nær ekki öllu, en sumu, vonandi bætir þetta eitthvað.
Sökum anna gat ég ekki lesið þetta fyrr en núna.
Ég sendi þér samt stórt knús yfir hafið (vildi að ég gæti gert það í persónu), súkkulaðið sem ég sendi þér er á leiðinni (getur einhver sagt Hussel (bara venjuleg plata samt)).
Láttu þér líða sem best á aðventunni.
<< Home