föstudagur, desember 16, 2005
Kannski ég leggist í dvala
þangað til kl. 16:00 á mánudaginn. Þá verður lífið aftur þess virði að lifa því.
Ég gerði mér kíló af túnfisksalati áður en ég hóf lesturinn í dag, og þarf því ekki að elda neitt það sem eftir er hér í prófakör.
1 dós túnfiskur
1 dós maísbaunir
1/2 stór dós kotasæla
1/2 rauðlaukur
Krydd Lífsins (án gríns, það er heitið)
Þetta er gott með brauði eða hrökkbrauði eða hrísgrjónum eða hafrakexi eða bara því sem er í skápnum hjá fátækum námsmanni. Bragðast örugglega ekki illa á piparkökum.
Málvísundurinn er ekkert að yfirgefa mig enn - ég hef verið andsetin síðan í gærmorgun og hugsa í syntagm og paradigm, asymptomaticity og modality, lexiacal innovation, structural ambiguity, philology, circumfix og allomorphy af því að bölvaður tuddinn er með sjálfseyðingarhvöt á háu stigi, enda í bráðri útrýmingarhættu.
Nú ætla ég að svíða nokkur hár á kertaloganum mínum og sniffa. Það er svona um það bil það fjörlegasta sem mér flýgur í hug. Svo er það bara heit sturta og klippa táneglur.
Ég gæti kannski reynt að safna afskurðinum og smíða skip eins og þeir gerðu þarna í jötunheimum eða Hel, einhverntíma í fornöld. Sigldu svo inn í Ásgarð og brytjuðu niður goðin -
en spennandi!
Ég gerði mér kíló af túnfisksalati áður en ég hóf lesturinn í dag, og þarf því ekki að elda neitt það sem eftir er hér í prófakör.
1 dós túnfiskur
1 dós maísbaunir
1/2 stór dós kotasæla
1/2 rauðlaukur
Krydd Lífsins (án gríns, það er heitið)
Þetta er gott með brauði eða hrökkbrauði eða hrísgrjónum eða hafrakexi eða bara því sem er í skápnum hjá fátækum námsmanni. Bragðast örugglega ekki illa á piparkökum.
Málvísundurinn er ekkert að yfirgefa mig enn - ég hef verið andsetin síðan í gærmorgun og hugsa í syntagm og paradigm, asymptomaticity og modality, lexiacal innovation, structural ambiguity, philology, circumfix og allomorphy af því að bölvaður tuddinn er með sjálfseyðingarhvöt á háu stigi, enda í bráðri útrýmingarhættu.
Nú ætla ég að svíða nokkur hár á kertaloganum mínum og sniffa. Það er svona um það bil það fjörlegasta sem mér flýgur í hug. Svo er það bara heit sturta og klippa táneglur.
Ég gæti kannski reynt að safna afskurðinum og smíða skip eins og þeir gerðu þarna í jötunheimum eða Hel, einhverntíma í fornöld. Sigldu svo inn í Ásgarð og brytjuðu niður goðin -
en spennandi!
En það er satt sem ég sagði ég get ekki beðið nú er sem sagt stutt í jólin og þríburarnir í bókadeildinni eru að fara yfir um af stressi, þær bölva yfir öllu, eru alltaf brjálaðar í skapinu og æsa sig yfir öllu, snúast svo í hringi, panikka og biðja svo næstu manneskju að bjarga sér... á meðan dreg ég djúpt andann brosi og tel upp að tíu og tala svo: auðvitað, farðu nú og fáðu þér gott kaffi...
<< Home