þriðjudagur, desember 13, 2005
Mig langar í ASBO
eða Anti-Social Behaviour Order, sem bannar manni að taka próf.
Pant -
ekki vaska upp pottinn. Hann er ömurlega skítugur eftir andskotans soðnu ýsuna sem ég hafði enga lyst á. Það var bara það fljótlegasta sem mér datt og var ekki skyr eða hafragrautur eða eggjakaka.
Á morgun á að vera hvasst og því nenni ég ekki, þar sem ég þarf að lalla upp í HÍ og leggjast undir fallöxina öðru sinni. Svo hafði ég líka hugsað mér að póstleggja eins og 1, 2 jólapakka sem eru orðnir of seinir. Ó. En ljótt af mér, slæmur jólasveinn!
Mig vantar líka stílabók og 18 kynþokkafulla skylmingaþræla sem kunna að yrkja ljóð og nudda.
Pant -
ekki vaska upp pottinn. Hann er ömurlega skítugur eftir andskotans soðnu ýsuna sem ég hafði enga lyst á. Það var bara það fljótlegasta sem mér datt og var ekki skyr eða hafragrautur eða eggjakaka.
Á morgun á að vera hvasst og því nenni ég ekki, þar sem ég þarf að lalla upp í HÍ og leggjast undir fallöxina öðru sinni. Svo hafði ég líka hugsað mér að póstleggja eins og 1, 2 jólapakka sem eru orðnir of seinir. Ó. En ljótt af mér, slæmur jólasveinn!
Mig vantar líka stílabók og 18 kynþokkafulla skylmingaþræla sem kunna að yrkja ljóð og nudda.
Allt tekur enda um síðir, elskan mín.
Og síðan koma jól.
og sýni ei mikinn þokka
og stefni svo burt í ókunn lönd
og fer aldrei með þér að skokka
Um nudd ég veit þó eitthvað af viti
reyndar um börnin smá
Hvað ljóðlist varðar: blóð, tár og sviti
afrakstur hérna má sjá
Já nei. En ég reyndi þó ;op Mér til varnar þá er klukkan eitt um nótt og þetta er straight from the heart! Hlakka til að hitta þig eftir, tja, minna en viku!
<< Home