miðvikudagur, janúar 18, 2006

 

Í dag dró til tíðinda

og ég ákvað að verða trancendentialisti. Þeir sem furða sig á slíkri ákvörðun ættu að lesa Self-Reliance eftir Ralph Waldo Emerson og sjá ljósið. Það gerði ég og lo! Hér sit ég og blogga þetta.

Í öðrum fréttum er þetta helst: ég elska Rauða Krossinn. En er ég evangelisti? Mamma, við spyrjum okkur en gleymdum að ræða málin við prest.

Um helgina ætla ég að skemmta mér í góðum félagsskap. Þá meina ég alla helgina, frá fimmtudagskvöldi held ég bara og eins lengi og mögulegt er. Unnur mín og Siggi ætla hingað suður og sofa á vindsæng á gólfinu hjá mér í nokkrar nætur. Óhugnaðurinn sem mun eiga sér stað þegar ég og Bestasta tökum stefnuna á búðir borgarinnar verður að líklega nóg til að murrka líftóruna úr öllum karlmönnum með snefil af testósteróni í æðum sér. Nánar um það síðar, en getur einhver sagt KJÓLLINN? Svo er það þorrablót Royelítunnar á laugardagskvöldið, að öllum líkindum pizza - ekki orð! Jafnvel eins og eitt Trivial Pursuit. Klárlega ætla ég að bursta ykkur allar stelpur. Múhahaha. Það er kannski vafasamt að fyrstu kynni Unnar af royalistunum mínum verði á slíkri stundu bullandi endorfínsflugeldasýningar en við eigum ekki annarra kosta völ. Nú, verður kvöldverður með Unu fiski á sunnudag og eins og ein bíómynd. Sú stutta stefnir langt af landi brott til bananalýðveldisins Frankaríkis þar sem hún mun trúlega giftast einhverju kynþokkafullu baguettebrauði.

En alla vega, LÍN! Námslán, takk.

Comments:
Mig langar til reykjavíkur...
Valdís
 
Er Lín-ið þitt búið að skila sér í hús?
Linda
 
Ég að giftast brauði? Það er svo, svo, svo... viðeigandi! :o)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?