fimmtudagur, janúar 26, 2006

 

Það er aldrei góðs viti

þegar dagurinn heilsar manni með dúndrandi hausverk. Í morgun ætlaði ég að rísa úr rekkju eins og ævintýraprinsessa með tindrandi augu og silkimjúkt hár, en nei!

Einhver yfirskilvitlegur og illgjarn kraftur kýldi mig kalda niður á dýnuna aftur. Svo var ég líka með grjótharðar stýrur í augnkrókunum og dularfulla heysátu ofan á kollinum sem lafði niður hnakkann. Og bragðið í munninum, oj barasta, engu líkara en að tannkremsleifarnar hefðu stökkbreyst í sviðið gúmmí sem myndaði einkar ógeðfellda skán á sandpappírstungu.

Verð...að...komast...inn...á...bað... Var mín síðasta hugsun áður en mér sortnaði fyrir blóðhlaupnum augum og ég hlunkaðist öfug aftur inn í stríðshrjáð þróunarríki drauma minna.

Þessi óskemmtilegheit endurtóku sig svo um þrisvar sinnum fram að hádegi, nema hvað að mér tókst að skakklappast eins og kaldur kalkúnn fram á snyrtingu á einhverjum tímapunkti, og bögglast þar á bláa klósettinu mínu við athafnir sem ég kýs ekki að minnast.

Um eittleytið fann ég innri styrk í óskilamunum og kom mér inn í sturtuklefann, í föt og út úr húsi. Súrefni hafði góð áhrif á mín úldnu lungu, og smám saman fór að bera minna á ómannúðlegum kjarnorkutilraununum sem áttu sér stað inni í höfuðkúpu minni.

Ég hafði meira að segja af tollafyrirlestur í enskri málfræði og er búin að setja í tvær þvottavélar síðan heim kom. Hey, Kría! This would be a similar instance as the one where you ask for "annan kaffi", referring to another cup of the substance but not a different type. I didn't use two maschines for doing my laundry but the same one (my only one) twice. Although there's no ambiguity concerning the aggreement morphology here, this must count as a usage which could cause misunderstanding for a person speaking Icelandic as a foreign language.

Og hvort sem þið trúið því eða ekki þá er ég núna, eða var alla vega rétt áðan, að vinna í ritunarverkefninu óguðlega. Bara harka.

Og hungur, úff, ég er ekkert búin að borða í dag nema eina samloku rétt fyrir tímann í Háskólabíói. Kannski ég malli mér eitthvað áður en hörmungarnar halda áfram.

Comments:
Sæl og blessuð!
Hefur hausverkurinn ekki örugglega yfirgefið þig í bili?
Bölvað að þurfa að hugsa um Comps og vera þar að auki með dúndrandi hausverk.
Linda
 
Skemmtileg saga af oskemmtilegum morgni ;) Lattu ther lida vel saeta min!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?