sunnudagur, janúar 29, 2006

 

Hæstvirtir sambýlingar mínir

brugðu sér af bæ og út á land núna yfir helgina, og mér því frjálst að haga mér án almennrar tillitssemi. Það var nokkuð gaman. Ég poppaði í potti án þess að hafa lokið á, málaði stofuveggina með sultu og hoppaði á stígvélum í rúminu hennar Erlu með trylltan Whitesnake í græjunum - eða ekki.

Ég átti því miður vaktir í bókabúðinni svo það varð lítið um æst home-alone-fangbrögð. EN ég sleppti því hins vegar að sofa og horfði þess í stað á BLACKADDER inn í stofu fram undir klukkan 5 allar nætur. Stillti hljóðið hátt svo ég gæti hlegið brjálæðislega án þess að missa af svo mikið sem einni línu, oh, fyndnir þættir!

Ég vildi ég ætti einn svona Baldrick, illa þefjandi og heimskari en allt. Í hvert sinn sem ég lenti í vandræðum, sökum valdagræðgi minnar og krónískrar arfgengrar óheppni, þá myndum við ræðast við í þessum dúr:
Baldrick: Mah ladey-
Elga Blackadder: Yes, Balders?
Baldrick: I ov a cunnin' plan...
Elga Blackadder: Baldrick, your family's history in the Department of Cunning Plans is about as successful as President Bush's English career in junior high.
Baldrick: Does tha' mean you don't wish to hear it?
Elga Blackadder: What do you think, Baldrick?
Baldrick: Ah don' think, mah ladey.

Seint í gærnótt var ég orðin virkilega örvæntingarfull því ég fann alls ekki til syfju og átti að mæta klukkan 10 í búðina. Ég var samt eiginlega meira örvæntingarfull yfir því að þurfa að trítla niður í kjallara og hengja upp úr vélinni. Sko, nú ég ekkert sérlega myrkfælin kona en þegar vindurinn sveiflar húsinu mínu, en nú bý ég í gamalli risíbúð í Þingholtunum, og það rignir eins og í miðju syndaflóði, þá er ogguponsusmá óhugnalegt að vera alein. Að maður tali nú ekki um í skjóli nætur, þegar ekki heyrist múkk í öðrum íbúum byggingarinnar. Ævinleg, ÆVINLEGA, þegar ég þarf að leggast í svona næturleiðangra niður í þvottahús, þá kemst ég ekki hjá því að muna að nú er gaurinn á miðhæðinni stórskrýtinn piparsveinn, sem gæti vel verið kolóður ofbeldismaður sem situr fyrir ungum stúlkum á bak við þvottavélar. Svo fljúga mér líka gjarnan í huga einhverjar ljótar draugsögur um óvinveitta anda sem ásækja gömul fjölskylduhús, kannski einhver ógæfusál sem var myrt á hrottafengin hátt af gamla leigusalanum því hún vildi ekki gefa frá sér barnið sem hún átti með syni helsta keppinautarins í einhverjum viðskiptum... Æ. En ég hafði þetta af og líka að vakna tímanlega í vinnuna, þar sem ég er einmitt stödd núna, hress.

Comments:
En hvernig finnst þér veðrið í dag, nú hlýtur að braka í húsinu þínu, ég ligg bara undir sæng í afslöppun.
 
Það verður alldeilis upplitið á þeim við heimkomuna ;)
Og ó, já, Baldrick er æði og Blackadder frábær. Hvenær verður videokvöld?
Fleirum er ekkert allt of vel við myrkur og brak, samanber útvarpsmanninn sem kvaddi ávallt e-ð á þessa leið: "Fariði varlega og gætið ykkar á myrkrinu!".
Linda
 
Haha, þetta var eitt fyndnasta ímyndaða samtal sem ég hef lesið. Costume drama er líka ótrúlega fyndið.

Fáðu þér samt endilega nýtt kommentakerfi, þetta er byrjað að vera með einhverja nýja stæla...
 
Hey honeypie :) Kannast vid thetta, ad missa sig yfir dvd fram a naetur (i minu tilviki var thad Gilmore Girls). Hafdu thad gott, stay cool, stay in school ;)
 
Oh, dear, Una, þessi síðasta lína hjá þér drap aaaaalveg kúlið, hehe. Sakna þín! En Björk, já og allir, ef ykkur finnst þetta "word verification" vera leiðinlegt þá biðst ég forláts. Þetta er bara því miður eina leiðin til að hindra sjálfvirk auglýsingakommentaprógrömm í að kommenta... Sorry!
 
Blackadder-aðdáendur vonsviknir! Kíktu á mbl - fólk
Linda
 
AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAHAHAHAHAHAH,
já Baldrick er ekki skarpasti knífurinn í skúffunni!
Alltaf gaman þegar maður fer að hlægja upphátt við blogglestur - tákn um gott blogg.

Keep it up,
yah Anna (former known as the vampire-slayer)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?