þriðjudagur, janúar 10, 2006

 

Hvað get ég sagt?

Snúin aftur til Rökuvíkur.
Borgin heilsaði mér með indælisrigningu, tómri íbúð, tómum ísskáp og sprunginni peru inni í herberginu mínu. En einnig biðu mín síðbúin jólakort, tilkynningar um afvegaleiddar jólagjafir inni á pósthúsi, nýtt Gestjafablað og 3 indælisstúlkur á kaffiteríunni í Odda.

Sumir myndu segja að orðið væri full áliðið fyrir áramótaannála en ég fæ tæpast hamið mig...
- bók ársins: "William Shakespeare The Complete Works" 2x
- matur ársins: hafragrautur?
- tungumál ársins: engilsaxneska
- mörgæs ársins: Örn Þór Emilsson
- jakki ársins: appelsínuguli stúdentsjakkinn minn
- endurfundir ársins: ég og Carolyn í Ulm í Þýskalandsreisunni miklu
- gjöf ársins: Ljóðabækurnar sem amma Helga og afi Addi færðu mér úr eigin safni
- trend ársins: að flytja að heiman
- Dani ársins: Baunagrasið
- lag ársins: "Cold Water" með Damien Rice er mitt sálarlíf í hnotskurn
- meiðsli ársins: satans mjöðmin
- afslöppun ársins: allar heimsóknir mínar í Stekkjargerðið í jólafríinu
- höfuðfat ársins: stúdentshúfa
- ógeð ársins: grillað eggaldin (bragðast eins og gamalt Melroses te)
- bjánaskapur ársins: að borða grillað eggaldin
- bölvun ársins: Visa
- símanúmer ársins: heimasíminn minn í Bergstaðastrætinu en hann hef ég ekki enn náð að læra
- maður ársins: Pétur Knútsson með sín linking and intrusive Rs
- trúlofun ársins: Unnur og Siggi
- brúðkaup ársins: Kalli og Milla
- ritgerð ársins: "Globalisation", tileinkuð Gvendi vonda
- asni ársins: Gvendur vondi
- athæfi ársins: rope yoga
- illmenni ársins: Edmund Blackadder
- hetja ársins: mamma mín, fyrir að drífa sig aftur í háskólann
- kynni ársins: ég, Kunihiko, Hsin-Yi og Ingrid í Heidelberg
- ljóð ársins: "Spring and Fall - To a Young Child" eftir Gerald Manley Hopkins
- par ársins: Ljótur og Leiðinlegur
- vonbrigði ársins: að týna steininum úr hringnum sem afi gaf ömmu og amma gaf mér
- sjónvarpsefni ársins: The O.C... en bagalegt
- útrás ársins: ráðningarsamningur Steinlaugar í Ameríku
- tilfinning ársins: ástarsorg

Comments:
Jól ársins: Jólin hjá Reg í Veru Drake. Auk þess sem hann og Gollum koma sterk inn sem par ársins (nema þau séu Ljótur og Leiðinlegur, gæti passað).

Á maður að herma? Sé til.

Pant vera fiskur ársins! :o)
 
Hæ sæta sakna þín strax ótrúlega mikið... komdu fljótt aftur til akureyris;)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?