fimmtudagur, janúar 19, 2006

 

Mánaðarmót?

Bring 'em on!
Hér með kveður taugahrúgan síkveinandi og ný og talsvert fjáðari Ég tek við stjórninni. Fjármálum heimilisins mun héðan af verða stjórnað með röggsemi, myndugleika og fyrirhyggju a la mamma, og mánaðarmótum ávallt heilsað með brosi á vör.

Það er stolt Independent Woman sem hefur nú lifað af fyrstu önnina sína að heiman, fullkomlega án yfirdráttarheimildar, já. Hún hefur staðið við einkunnarorð sín og Bjarts í Sumarhúsum, og skuldar ekki neinum neitt. Ekki einu sinni Visa.

Lín er gott.

Hins vegar er það firrtur og afspyrnu mótþróafullur háskólanemi sem stígur nú á gólfinu trylltan málfræðidans. Ég lýsi allri ábyrgð á þessum ósköpum á hendur Hljóðfræði-Kríu.

Vitur maður mælti svo í vikunni að aðeins lúnatíkerar læsu amerískar pjúrítanabókmenntir. Ég neita þessu alfarið, og vil meina að þið hin trúvillingarnir og babýlonshórurnar munið öll brenna til eilífðarnóns í eitruðum vítiseldi á meðan skósveinar Belsebúbs snúa upp á geirvörturnar á ykkur.

Líka þú, Þorgerður Katrín.

Yðar einlæg veltir því fyrir sér hvort reyktur lax teljist þorramatur. Ef svo er, þá blótaði ég Þrælinn hér rétt áðan en meintur lax var ofan á brauð, sko.

Í dag á hann pabbi minn afmæli og þess vegna sendi ég þúsund fingurkossa norður yfir heiðar. Ástarþakkir fyrir öll kvöldin sem þú kúrðir í minni holu og svæfðir sjálfan þig með sögum af því þegar þú varst lítill strákur og afi Maggi lá uppi í hjá þér og svæfði sjálfan sig með sögum fyrir svefninn sem miskunnar sig alltaf yfir þá sem síst mega við.

Comments:
Merkilegt nokk, um það leyti sem þú skrifaðir þessar línur vorum við faðir þinn stödd á sama veitingastað! Þó ekki í samfloti ;o)

Málfræðidansinn gæti nýst vel ef gerð yrði íslensk útgáfa af So you think you can dance (sé ekki af hverju það gæti ekki gerst, apparently eru engin takmörk fyrir því hverju við getum hermt eftir).

Kannski ég ljúki þessari ritgerð og fari að lulla svo ég hafi einhverja orku í tryllta pökkunardansinn sem ég mun trampa á morgun. lov jú!
 
Vá enginn yfirdráttur!! Helga ég er búin að segja það og ég segi það aftur!! þú er Ædolið mitt, hetjan mín, þú ert algjör gullmoli!!

p.s bið að heilsa sigga og unni
kvValdís
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?