miðvikudagur, janúar 11, 2006

 

Mér líkar vel

við Washington Irving og kennarann minn í amerískum bókmenntum en

það er of lítil kaffitería í Odda

svo eru samlokurnar þar líka seigar

en ég keypti kjól í dag

jibbí

fyrir 3500 krónur sem hefðu heldur átt að fara í lífsviðurværi mitt út mánuðinn

uns námslánin mín koma

hvenær veit ei neinn

og Tollinn er latur að lesa málvísindaprófið mitt yfir

sem er einkar óhagstætt með tilliti til að

einkunnir eru forsenda fjárveitinga frá LÍN

en varðandi kjólinn þá

er hann sætur

(ekki jafn sætur og sumir hverjir þó)

úr Gyllta kettinum í Austurstræti

æ æ

þar ég sem ætlaði að leita afmælisgjafar systu minni til handa

en fann ekki

frekar en pakka á pósthúsinu

sem ég reyndist þegar hafa sótt

en á nú von á einum frá Carolyn

svo skiljanlegt að hafi reynt

eins var nærbuxnaleit mín og Kötu ekki farsæl

og bara

grænar og gular brækur á útsölunni

svo var það Bónus vikunnar og Hagkaup

já og Penninn þar sem ég öðlaðist merkipenna til að skrifa

á hitakönnuna sem ég hef með í skólann

undir Svarta Kaffið

sem stúdentinn þarf til að halda út daginn

annars sofnar hann eða

breytist í geðvont og óspennandi

skapillskuskrýmsli

til alls ónothæft

og alls ekki vel til amerískrar menningarsögu fallið

en slíku stendur hann einmitt frammi fyrir á þessari stundu

good gracious me!

Comments:
Hey fórstu þá á útsölu... en þú ætlaðir ekki! Svikariiii!
 
Lánin eiga að koma 15. held ég. Tekurðu fíluna á þessari önn?
 
hahahaha good gracious me! og já ég hlakka til að fá námslánið... úff.
annars er ég löngu komin í bæinn, var veðurteppt en kom síðasta laugardag... kaffihús eða hvað?
 
...ehemm....
 
Nei Bergþóra sæl, ég verð ekki í fílu á komandi mánuðum. Það er alltaf góð lykt af mér. Og Björk, hæ og svei mér ef ég reyni ekki að koma á kaffihúsahittingi eftir helgina (þó ég verði líklega að lepja vatn) - hringi í þig, ljúfan.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?