mánudagur, janúar 16, 2006

 

Return of the Killer Housewife

Myndarskap mínum eru sko engin takmörk sett. Framkvæmdagleðin gegnsýrði hverja einustu taug þessa helgina, svo svakalega að ég fann mig knúna til að hrjóta fram að hádegi í dag.

Oh, svo notalegt.
En já, síðan á föstudag hefur átt sér stað

eldhússtórhreingerning í nýja kjólnum II
a stepford wife í rallýgírnum
meira að segja uppsett hár (ekki túberað þó)
talsverðar bréfaskriftir en mestmegnis á rafrænu formi
óafsakanlegir tilburðir við lökkun á tánöglum
þrif á lakki af tánöglum og tám og gólfi og veggjum
nei þetta var kannski orðum aukið
lagfæringar á nýja kjólnum I, spretta og sauma, spretta og sauma
speltmjölsinnkaup á leið til vinnu
andlitssnyring
vinna vinna vinna
dularfullar tilraunir með augnblýant
þáttur í viðleitni við að öðlast 60s sex kitten augu eins og Birgit Bardot
kitchenaid
og hummus, ég gerði 2 uppskriftir af hummus, líka til að stinga í frystinn
og pönnuflatbrauð já, afskaplega ljótt en ó, svo gott
og fullur risa risa pottur af baunapottrétti sem mun endast mér fram á fimmtudag
og hér kemur uppskriftin:

-takið helling af mat
-setjið í stærsta pottinn
-sjóðið

Enjoy! Yours truly,
Ms Martha Stuart

Comments:
Dugleg þú! Ég dáist að þér, virkilega. Ekki fer ég í nýjan kjól til við tiltekt, ég tek bara til á náttfötunum! Hlakka til að hitta þig um helgina :o) En ekki til að kveðja þig :o(

(hey, ég vil ekki vera með leiðindi en mér sýnist eitt "t" hafa farið á flakk hjá þér)
 
Haha, no more, vinkona. Ég sveiflaði bara töfratuskunni og, lo, þetta óþekka "t" var komið á sinn stað á einu augabragði. En já, hlakka til á sunnudaginn...
 
Ef eg hefdi nu bara finan kjol til ad taka til i ta mundi eg glod gera tad ;o) En uppsett har...tad get eg (meira ad segja tuberad!)
 
í mötuneytinu í mínum skóla bragðast allir réttir eins. kannski af því þeir eru allir úr baunum? hehe, það er baunalasagne, baunatortillas... ágætt en frekar þreytt til lengdar.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?