miðvikudagur, janúar 25, 2006

 

hvernig getur það tekið andskotans 5 klukkutíma að byrja á einu súru ritunarverkeni? Ég tel það engan vegin eðlilegt, neineinei.

Það er linur köggull syndandi um í plasti inni í ísskápnum mínum. Mikið ferlega er tofu ljótur matur en hvað get ég sagt? Er sökker fyrir rakadrægum klessum.

Því miður hefur orðasambandið "sucker for" ekki enn verið íslenskað sómasamlega og því mun ég notast við samsetninguna "sökker fyrir". Það er að sjálfsögðu skítalykt af þess háttar málnotkun en í dag er svona dagur þegar mér finnst ég vera óhrein, sama hversu mikið ég sturta, skrúbba og skola kroppinn. Tilfinning: menguð eins og Ganges um miðsumar.

Ef ég mætti óska mér einhvers væri það dvöl í allsherjarafvötnun einhvers staðar í Tíbet hjá afabróður Dalai Lama. Mig langar svo að losna við allan viðbjóðinn sem stíflar kerfin í mér og rásirnar, allt
stressið
málfræðina
sjálfsfyrirlitninguna
e-efnin
plastið
samviskubitið
svefnleysið
dægurtónlistina
vöðvabólguna
glútenið
pólitíkina
flúorinn
hnattvæðinguna
fjárhagsáhyggjurnar
ábyrgðina
koffínið
lífsleiðann
koldíoxíðið
heimþrána -

mig langar að fá lífræna avakadósúpu í æð og stunda jóga í friði. Mig langar líka til að fólki finnist það allt í lagi að ég sé full af ofmetnaði sem skýtur mig endalaust í fótinn svo ég enda á því að vafra um althingi.is fram á rauðanótt. Og að engum þyki óeðlilegt við að mér líði illa á djamminu og þrái bara kaffibolla við kertaljós, innan um fólk sem ég treysti mér til að skiptast á alvöru orðum við. Mér leiðist þegar allir tala en enginn segir neitt, og menn eru svo uppteknir af einhverjum tilgerðarlegum samskiptareglum að þeir týna sjálfum sér.

Blóðnasir! Þær eru alltaf ekta.

Comments:
"Always look on the bright side of life!" :) (eða var það kannski: "...look at the bright side..." ?)

Annars hefur það tekið mig örlítið meira en fimm klst. að byrja á ritþjálfunarcompostitionsútúrsnúningsútdrættinum - er sem sagt ekki enn byrjuð á þessu blessaða verkefni, þrátt fyrir fögur fyrirheit.

Og ég skal alveg drekka kakó með þér meðan aðrir sjá um áhrifameiri drykkina á djamminu.

Bestu kveðjur,
Linda
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?