mánudagur, janúar 23, 2006

 

Yðar einlæg lifir

og daglegt amstur amerískrar menningarsögu þar sem "the executive power shall be vested in the President (capital!)", og enskrar málsögu sullast áfram yfir líðandi stund.

Veto!

Ég krefst þess að fá fleiri svona afburðahelgar eins og þá sem nú er að baki.
Takmarki mínu og Sigga var náð um miðjan laugardag þegar Unnur fjárfesti í afmælisgjöf sér til handa: Excessively Cool Leather Jacket of Unholy Doom! Nú kemst hún ekki hjá því að eignast mótorhjól og rúnta með mig, oft.

Kaup helgarinnar hljóta að teljast bronsskórnir mínir sem ónefndur karlkyns meðinnkaupandi virtist helst vilja stinga upp í óæðri endann á mér. Nú tek ég ekki marki á þér, Y-litningur, sem neitar að skilja að skóbúnaður er mín trúarbrögð.

Myndir þú taka vítaspyrnu í gúmmístígvélum?

Þorrablótið fór í alla staði vel fram og ég finn mig knúna til að hrósa Lindu sérstaklega fyrir framúrskarandi súkkulaðimousse. Ég vann ekki í Trival, og geri ráð fyrir að ástæðan sé sú að ég er bjáni.

Gúbbífiskurinn gerði mér svo ljótan grikk á sunnudagskvöldið. Nú hef ég þegar undir höndum 2 afmælisgjafir og hálfur mánuður í að ég klóri mig upp í 21. aldursárið. Báðir liggja pakkarnir undir rúmi og ákall þeirra smýgur inn í draumaland mitt eins og ilmurinn af nýju kaffi í morgunsárið. "Helga, Helga" segir annar, "ég er RISAstór og dularfullur og þú þráir mig" og hinn sönglar í sífellu "y-e-a-t-s-y-e-a-t-s-y-e-a-t-s"

Innri styrkur óskast.

Comments:
ég skal gefa þér innri styrk eftir bestu getu. má ég í staðinn fá pönnukökupönnuna þína aðeins í láni?
 
Verði þér mousse-ið að góðu! Og þakka kærlega fyrir pizzublótið. Það var sérlega gott. Til hamingju með bronsskóna, hljómar vel. Og þú varst reyndar í öðru sæti í Trivial ef ég man rétt, þannig að varla ertu mikill bjáni ;)
Sjáumst,
Linda
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?