laugardagur, febrúar 11, 2006

 

Fjóluröndóttir tásusokkar

eru ástandið á mér í hnotskurn.

Þess utan
bleikar náttbuxur með litlum gulum slaufum
yfirskilvitlega þægilegur boxer
gulur hlýrabolur með grænni blúndu og bleikri slaufu
bleik nátttreyja
köflóttur náttsloppur
perlusaumaðar handstúkur
bleikir loðinniskór

mad hair
og bóla í uppsiglingu inn á milli háranna sem mynda augabrúnirnar á mér
að ógleymdum keppnisbaugum
og varaþurrki.

Enn er klukkan að sigla í eitt að næturlagi
án þess að ég sé byrjuð að lesa enska málsögu.

Sumir klæða sig eftir veðri - ég klæði mig eftir skapi.
Í dag leið mér asnalega, eins og ég væri hungover
eftir lífsgleði gærdagsins
sem var á heimsmælikvarða.

Ég er orðin ævaforn en því miður ekki nógu kát
til að treysta mér í hresst afmælisblogg.

Það kemur inn á morgun eða hinn,
ég lofa,
búin að skrifa
My Thank You Speech.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?