mánudagur, febrúar 06, 2006
Ég gerði mér
ís í dag. Hann er að frjósa í litla frystihólfinu mínu og ég hlakka ferlega til að smakka. Mér finnst þetta gerast afar hægt, eiginlega allt of hægt, og er farin að óttast að ég verði að lifa kvöldið án hans. Þessar framkvæmdir áttu sér stað vegna þess að ég nennti ekki að skrifa ritgerð. Ég bakaði líka brauð í þeim eina tilgangi að forðast téð ritgerðarskrif. Svo þurfti ég að stroka helling út úr stílabókinni minni og mátti því ekki vera að því takast á við ritsmíðir. Allt í einu var klukkan orðin 7 og tími á að fá sér í gogginn. Það tók laaaaaaangan tíma að vaska upp og ganga frá, og loks var röðin komin að OC. Reyndist þáttur dagsins var einkar ánægjulegur og að honum liðnum fann ég mig knúna til að skera niður brauðið mitt og stinga í poka. Núna er pokinn í frystihólfinu mínu hjá ísnum. Blogg? Kannski smá, takk. Ég held að nú væri ráð að skella sér í heita sturtu og nota allar sápurnar sem fyrirfinnast á þessum bæ. Ég reikna líka fastlega með að þvo á mér hárið og klippa allar mínar neglur vel og vandlega. Á morgun er kjördagur til Háskólaráðs og ég þyrftiþví að kynna mér málefnaskrá allra framboða eins gaumgæfilega og kostur er. Svo eins og einn Blackadder, hringja í einhvern skemmtilegan, skrifa e-mail til Kunihiko og þá hugsanlega, HUGSANLEGA gæti ég séð mér fært að skrifa ritgerð. Myndi þó ekki stóla á það. American History & Culture kl 9:40 í fyrramálið svo maður verður líkega að koma sér í bælið fyrir sólarupprás.
Linda
<< Home