sunnudagur, febrúar 05, 2006
Gvendur og Baunagrasið (fyrir einn)
Nei, ég nennti ekki að læra svo ég hannaði mér bara geðveikt góðan og ofurfljótlegan kvöldmat.
- 150 g tófú
- teryaki sósa (eða sojasósa)
- olía til steikingar
- 1/2 rauðlaukur
- 1/4 laukur
- 2 hvítlauksrif
- 5 þurrkaðar apríkósur
- 1 tsk engiferduft
- smá svartur pipar (eða venjulegur)
- smá salt
- 1 msk sítrónusafi
- 1/2 dós nýrnabaunir
- 1 msk sólblómafræ
Skerið tófú í 1x1 bita og marínerið í teryakísósunni á meðan eftirfarandi er framkvæmt:
Skerið rauðlauk og lauk í þunnar sneiðar, pressið hvítlauk og brúnið allt á pönnu upp úr olíunni. Skerið apríkósur í ræmur, skolið baunirnar og bætið þessu út á pönnuna. Kryddið með engiferdufti, svörtum pipar og salti og slettið sítrónusafanum með. Blandið loks tófúbitunum út í og látið krauma þangað til þeir hafa brúnast smá á köntunum. Þurrristið sólblómafræ og sáldrið yfir réttinn á diskinum.
Berið fram með sýrðum rjóma eða kotasælu eða hreinum fetaosti, og fersku grænmeti ef það er til í ísskápnum. Annars er þetta hreinn grænmetisréttur svo það þarf enginn að hafa samviskubit yfir því að sleppa salatinu (alla vega gerði ég þar ekki).
Þetta er svo góður réttur að Gvendur og Bauna eiga alls ekki skilið að hann heiti eftir þeim. Ég er bara búin að hamast svo mikið við skítagagnrýnina mína að þessar kennaraómyndir eiga hug minn allan. En sorglegt.
Alla vega, þá er þetta líka mjög ódýrt. 500 g af tófú kostar 145 kr í Bónus og baunadós eithvað mjög lítið. Poki af Hagver-apríkósum kostar rúmlega hundraðkall og laukur er örugglega ódýrasta grænmeti í heimi. Það má jafnvel láta eina lauktegund duga ef maður vill spara en annars er hvítlauksbúnt lítilmótleg en góð fjárfesting. Ég nota hvítlauk sem krydd í næstum allt og það fara bara 1 eða 2 rif í hvern rétt. Svo geymist þetta líka að eilífu. Engiferduft er snilld í allar kássur og steikta rétti og bakstur líka svo það þarf ekki að fara til spillis. Kostar á milli 120 og 200 kr. Sama máli gegnir um sítrónusafa úr belg (hræódýrt) og sólblómafræ (159 kr fyrir 500 g) getur maður notað í allskonar bakstur, út á salöt og grauta, í skyrboozt eða sem snakk.
Ég setti þetta saman á tímapunkti þegar var "ekkert" til hjá mér af hráefni nema einn tófúklumpur og svo baunadósin. Hitt er allt saman eitthvað sem er ævinlega til í skápnum mínum því það má nota í hvað sem er.
Svo, sýnið smá viðleitni og gefið tófú séns! Ég var um korter að malla þetta svo það gerist nú varla fljótlegra.
- 150 g tófú
- teryaki sósa (eða sojasósa)
- olía til steikingar
- 1/2 rauðlaukur
- 1/4 laukur
- 2 hvítlauksrif
- 5 þurrkaðar apríkósur
- 1 tsk engiferduft
- smá svartur pipar (eða venjulegur)
- smá salt
- 1 msk sítrónusafi
- 1/2 dós nýrnabaunir
- 1 msk sólblómafræ
Skerið tófú í 1x1 bita og marínerið í teryakísósunni á meðan eftirfarandi er framkvæmt:
Skerið rauðlauk og lauk í þunnar sneiðar, pressið hvítlauk og brúnið allt á pönnu upp úr olíunni. Skerið apríkósur í ræmur, skolið baunirnar og bætið þessu út á pönnuna. Kryddið með engiferdufti, svörtum pipar og salti og slettið sítrónusafanum með. Blandið loks tófúbitunum út í og látið krauma þangað til þeir hafa brúnast smá á köntunum. Þurrristið sólblómafræ og sáldrið yfir réttinn á diskinum.
Berið fram með sýrðum rjóma eða kotasælu eða hreinum fetaosti, og fersku grænmeti ef það er til í ísskápnum. Annars er þetta hreinn grænmetisréttur svo það þarf enginn að hafa samviskubit yfir því að sleppa salatinu (alla vega gerði ég þar ekki).
Þetta er svo góður réttur að Gvendur og Bauna eiga alls ekki skilið að hann heiti eftir þeim. Ég er bara búin að hamast svo mikið við skítagagnrýnina mína að þessar kennaraómyndir eiga hug minn allan. En sorglegt.
Alla vega, þá er þetta líka mjög ódýrt. 500 g af tófú kostar 145 kr í Bónus og baunadós eithvað mjög lítið. Poki af Hagver-apríkósum kostar rúmlega hundraðkall og laukur er örugglega ódýrasta grænmeti í heimi. Það má jafnvel láta eina lauktegund duga ef maður vill spara en annars er hvítlauksbúnt lítilmótleg en góð fjárfesting. Ég nota hvítlauk sem krydd í næstum allt og það fara bara 1 eða 2 rif í hvern rétt. Svo geymist þetta líka að eilífu. Engiferduft er snilld í allar kássur og steikta rétti og bakstur líka svo það þarf ekki að fara til spillis. Kostar á milli 120 og 200 kr. Sama máli gegnir um sítrónusafa úr belg (hræódýrt) og sólblómafræ (159 kr fyrir 500 g) getur maður notað í allskonar bakstur, út á salöt og grauta, í skyrboozt eða sem snakk.
Ég setti þetta saman á tímapunkti þegar var "ekkert" til hjá mér af hráefni nema einn tófúklumpur og svo baunadósin. Hitt er allt saman eitthvað sem er ævinlega til í skápnum mínum því það má nota í hvað sem er.
Svo, sýnið smá viðleitni og gefið tófú séns! Ég var um korter að malla þetta svo það gerist nú varla fljótlegra.
:) Býstu ekki við svona svari frá mér, sérstaklega út af nafninu!
<< Home