laugardagur, febrúar 04, 2006

 

Ónefnd góðvinkona mín

benti mér óbeðin á að ég er alveg að komast á þrítugsaldurinn.
You just made my day, hon.

Annars getur þessi dagur ekki orðið mikið verri. Félagi Gvendur heimtar að ég skrifi gagnrýni um einhverja 14 bls grein um framúrstefnulegar aðferðir í kennslufræði. Það er frekar leiðinlegt, get sagt ykkur, þó téð grein sé ekki svo slæm, bara ogguponsulítið of löng. Ég hef aðrar hugmyndir um góð laugardagskvöld en að kveljast við ritgerðarskrif. Þrjóskupúkinn í mér afréð líka að þessu skyldi lokið fyrir mánudag svo ég geti sinnt öðrum og meira gefandi störfum í komandi viku, eins og til dæmis að sofa út á afmælisdaginn minn.

Hér koma niðurstöður liðinna daga:
- síld er ekki góð í óhófi
- Margaret Fuller dó
- amma Helga er að ljúka við lopapeysu handa mér
- ég er lélegur pennavinur
- http://www.blog.central.is/volmer
- 399 kr eru ekki mikið fyrir Ben&Jerry's ís
- skammdeginu fer að linna
- maður á ekki að sofna með maskara
- Rachel Barton Pine er einn góóóóóóður fiðluleikari
- sojamjólk veldur ekki ófrjósemi
- ég og pabbi erum andlega tengd
- maður á ekki að raka á sér fótlegina nema hafa gleraugu
- ég geri unaðslegan hummus
- Pride & Predjudice er svo slæm að ég kúgast við tilhugsununa - svínslegt!
- maður ekki að vera í opnum skóm í rigningu
- Prokofíev var í tilvistarkreppu
- maður á ekki að nudda vellyktandi kremi ofan í skurði eftir rakvélablöð
- ég sakna vina minna frá Heidelberg
- Intelligent Design er jafn vísindaleg og naflalóin mín
- mig vantar nýjan pönnukökuspaða
- rúsínur eru þurrkuð vínber
- Sylvía Nótt er ædolið mitt
- það er vont að fá deig upp í nef

Comments:
Já, það er rétt, það verður seint sagt að þessi útgáfa af "Pride & Prejudice" sé tímamóta-meistaraverk í kvikmyndasögunni! En það var samt alltaf hægt að hlæja, bara kannski ekki alltaf á "réttum" stöðum. :)
Gott gengi í comps-erfiðinu,
sjáumst,
Linda
 
Don't mention it, I'm always ready to help. En hvað er þetta með nefið og degið?
 
Sammála kríunni: nef + deig = ?
Linda
 
Það er margt verra en þrítugsaldurinn... ja til dæmis fertugsaldurinn
 
Já áfram Silvía Nótt!
Töff töff töff í Eurovision!

Og ég þoli ekki ID þetta eru bara gervivísindi í fjöldaframleiðslu.

Haltu áfram að baka með (ekki eftir?) nefinu góða mín.

Luv að norðan,
Anna
 
Ég sakna þín svo ægilega, að ég ákvað að hringja í þig í vinnuna í dag og trufla þig með góðri samvisku og fá að tala við þig, en úpps, neinei Helga er í fríi þessa helgi
GRÍÐARLEGT SVEKKELSI!!!
 
Elsku Valdís, það er aldrei nein hreyfing á vöktunum mínum en þær eru ekki ÞESSA helgi heldur SÍÐUSTU og NÆSTU...
 
ég veit ég mundi það alltaf þegar ég var 2 helgar í mán, en núna þegar ég er 3 helgar í mán og var nótabenið að vinna 5 helgina mína í röð um helgina, þá er þetta alveg komið í rugl!!!:( get ómögulega munað hvenær þú ert að vinna og hvenær ekki...
En pointið var að segja þér hvað ég sakna þín gríðarlega!! og vil að þú farir að koma til akureyrar í heimsókn!!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?