fimmtudagur, febrúar 16, 2006
Nærbuxur
eru ein mikilvægasta flíkin þegar maður er pilsakona sem fer allra sinna ferða fótgangandi.
Í morgun gerði ég þau afdrifaríku mistök að velja dökkbláan blúnduhipster í staðinn fyrir einangrandi bómullarboxer innan undir sokkabuxurnar mínar. Þar sem ískaldur næðingur hristi og skók borgarbúa í -3°C kuldakasti dagsins saup ég seyðið af hégóma mínum, og bý ekki lengur yfir rasskinnum.
Nei, svona án spaugs, þá hefði það gert gæfumuninn.
Téð bómullarbrók er ekkert ófrýnileg, það er reginmisskilningur að allar nærbuxur sem gerðar eru úr yfirborðsmeira hráefni en bómullarhnoðra og tveimur tvinnaspottum eigi ekki heima utanum sæmilega meðvitaðan kvenmansbotn. Géstrengir eru oft afar smekklegir og fínir til síns brúks en engan vegin viðeigandi öllum stundum - ekki myndi ég klæðast sömu gallabuxunum hvernig sem vindáttin stæði. Reyndar tel það skyldu hverrar konu sem þykist hafa frambærilegan fatastíl að eiga minnst fjögur snið af nærbuxum úr mismunandi efni. Og jafnframt að vanda sig við að velja réttu brókina við dress dagsins.
Persónulega þá þykir mér fátt skemmtilegra en að kaupa mér nærbuxur. Og rétt eins og röng undiföt geta eyðilagt góðan dag þá er gríðargaman að klæðast vel heppnuðum. Stundum vel ég meira að segja brókina fyrst þegar ég fer í föt á morgnana og bæti svo smám saman utan um.
Hér koma nokkur atriði sem vert er að hafa í huga hvað viðkemur nærbuxum:
- setjið þær í óhreinatauið að kvöldi dags, alltaf og ÞÚ LÍKA! Óhreinar nærbuxur eru alveg jafn óskemmtilegar á rassi sem gólfi
- hendið þeim götóttu - það eru fleiri fiskar í sjónum
- ef þær skerast einhvers staðar inn í hold þá passa þær ekki
- ef þær duga ekki til að hylja pípulagningarmanninn þá passa þær ekki
- ef þær eru af maka þínum þá passa þær ekki
- ekki einu sinni reyna að þvo hvítar nærbuxur með dökku taui (nema þú viljir afsökun fyrir að kaupa nýjar)
- búið ykkur undir að allt sem heitir pallíettur muni á einhverjum tímapunkti detta af
- klippið miða sem standa alltaf upp úr
- og munið það sem maðurinn sagði: Skapadulur, ekki axlabönd!
Í morgun gerði ég þau afdrifaríku mistök að velja dökkbláan blúnduhipster í staðinn fyrir einangrandi bómullarboxer innan undir sokkabuxurnar mínar. Þar sem ískaldur næðingur hristi og skók borgarbúa í -3°C kuldakasti dagsins saup ég seyðið af hégóma mínum, og bý ekki lengur yfir rasskinnum.
Nei, svona án spaugs, þá hefði það gert gæfumuninn.
Téð bómullarbrók er ekkert ófrýnileg, það er reginmisskilningur að allar nærbuxur sem gerðar eru úr yfirborðsmeira hráefni en bómullarhnoðra og tveimur tvinnaspottum eigi ekki heima utanum sæmilega meðvitaðan kvenmansbotn. Géstrengir eru oft afar smekklegir og fínir til síns brúks en engan vegin viðeigandi öllum stundum - ekki myndi ég klæðast sömu gallabuxunum hvernig sem vindáttin stæði. Reyndar tel það skyldu hverrar konu sem þykist hafa frambærilegan fatastíl að eiga minnst fjögur snið af nærbuxum úr mismunandi efni. Og jafnframt að vanda sig við að velja réttu brókina við dress dagsins.
Persónulega þá þykir mér fátt skemmtilegra en að kaupa mér nærbuxur. Og rétt eins og röng undiföt geta eyðilagt góðan dag þá er gríðargaman að klæðast vel heppnuðum. Stundum vel ég meira að segja brókina fyrst þegar ég fer í föt á morgnana og bæti svo smám saman utan um.
Hér koma nokkur atriði sem vert er að hafa í huga hvað viðkemur nærbuxum:
- setjið þær í óhreinatauið að kvöldi dags, alltaf og ÞÚ LÍKA! Óhreinar nærbuxur eru alveg jafn óskemmtilegar á rassi sem gólfi
- hendið þeim götóttu - það eru fleiri fiskar í sjónum
- ef þær skerast einhvers staðar inn í hold þá passa þær ekki
- ef þær duga ekki til að hylja pípulagningarmanninn þá passa þær ekki
- ef þær eru af maka þínum þá passa þær ekki
- ekki einu sinni reyna að þvo hvítar nærbuxur með dökku taui (nema þú viljir afsökun fyrir að kaupa nýjar)
- búið ykkur undir að allt sem heitir pallíettur muni á einhverjum tímapunkti detta af
- klippið miða sem standa alltaf upp úr
- og munið það sem maðurinn sagði: Skapadulur, ekki axlabönd!
og takk elsku rúsinan mín fyrir frábæran dag á sunnudaginn, ég hef sjaldan skemmt mér eins vel í kringlunni!!! verðum algjörlega að gera þetta aftur:)
- já...bara uppá sportið...
<< Home