sunnudagur, mars 05, 2006
Amma mín og nafna
er ædolið mitt.
Amma mín kenndi mér að mála mig - þegar ég var þriggja ára. Og aldrei setti hún út á að ég skyldi velja mér dökkbláan frúaraugnskugga og fjóluleitan varalit.
Amma mín kenndi mér að tyggja tyggjó. Það var svona amerískt plötutyggjó í gulum pappír með rauðum endum. Ég man ekkert hvað það heitir en sætubragðið gleymist seint.
Amma mín kenndi mér að baka. Einhverjar fyrstu minningar mínar eru af okkur tveim saman í eldhúsinu í Austurhlíð, þar sem hún kenndi mér að þrýsta með gaffli ofan á bóndakökurnar áður en platan rann inn í ofninn.
Amma mín kenndi mér að föndra pergamanó. Það veit örugglega enginn lengur hvað það er.
Amma mín kenndi mér að prjóna. Henni tókst þó ekki að kenna mér þolinmæði og þess vegna prjóna ég aldrei.
Amma mín kenndi mér að meta gamla hluti. Hennar vegna verð ég antíkunnandi að eilífu, stoltur eigandi ævafornar, dumbrauðrar kistu sem hefur gengið í nokkra ættliði og fylgir nafni.
Amma mín kenndi mér að fara í gönguferðir í skóginum. Það er skylda að hafa samlokur í nesti, helst með eggi, alltaf súkkulaðikex og svo smá nammi.
Amma mín kenndi mér að fara í berjamó. Mér finnst það hundleiðinlegt en ég fer með, bara til að vera hjá henni.
Amma mín kenndi mér að raula börn í svefn. Ég hef reynt á eigin skinni hvers konar lög henta best og hvaða raddbeiting er ákjósanlegust.
Amma mín kenndi mér að plata börn til að borða matinn sinn með því að segja þeim sögur. Í slíkum sögum er Skottlaus upprunninn.
Amma mín kenndi mér að sönn ást er til. Engin ástarsaga jafnast á við frásögn hennar af því hvernig hún og afi kynntust þegar hún var menntaskólasnót á Akureyri. Eftir 50 ára hjónaband eru þau skötuhjúin krúttlegri en nokkuð nýfætt kærustupar.
Amma mín kenndi mér að það er hægt að fara í gegnum ævina og vera elskaður og virtur hvar sem maður lætur til sín taka.
Amma mín hefur gefið mér allar uppáhaldsgjafirnar mínar - allar bækurnar og ljóðasafnið, hringana tvo, handavinnupokann og kistuna, naglaveskið, saumakassann, öll úrin sem ég týndi, gömlu veskin og glingrið, sparikápuna og fermingarkjólinn sem hún saumaði, auk þess að prjóna vettlinga, ullarsokka, handstúkur, ponsjó, húfur og nú síðast lopapeysuna.
Mig langar til að eldast eins og amma.
Amma mín kenndi mér að mála mig - þegar ég var þriggja ára. Og aldrei setti hún út á að ég skyldi velja mér dökkbláan frúaraugnskugga og fjóluleitan varalit.
Amma mín kenndi mér að tyggja tyggjó. Það var svona amerískt plötutyggjó í gulum pappír með rauðum endum. Ég man ekkert hvað það heitir en sætubragðið gleymist seint.
Amma mín kenndi mér að baka. Einhverjar fyrstu minningar mínar eru af okkur tveim saman í eldhúsinu í Austurhlíð, þar sem hún kenndi mér að þrýsta með gaffli ofan á bóndakökurnar áður en platan rann inn í ofninn.
Amma mín kenndi mér að föndra pergamanó. Það veit örugglega enginn lengur hvað það er.
Amma mín kenndi mér að prjóna. Henni tókst þó ekki að kenna mér þolinmæði og þess vegna prjóna ég aldrei.
Amma mín kenndi mér að meta gamla hluti. Hennar vegna verð ég antíkunnandi að eilífu, stoltur eigandi ævafornar, dumbrauðrar kistu sem hefur gengið í nokkra ættliði og fylgir nafni.
Amma mín kenndi mér að fara í gönguferðir í skóginum. Það er skylda að hafa samlokur í nesti, helst með eggi, alltaf súkkulaðikex og svo smá nammi.
Amma mín kenndi mér að fara í berjamó. Mér finnst það hundleiðinlegt en ég fer með, bara til að vera hjá henni.
Amma mín kenndi mér að raula börn í svefn. Ég hef reynt á eigin skinni hvers konar lög henta best og hvaða raddbeiting er ákjósanlegust.
Amma mín kenndi mér að plata börn til að borða matinn sinn með því að segja þeim sögur. Í slíkum sögum er Skottlaus upprunninn.
Amma mín kenndi mér að sönn ást er til. Engin ástarsaga jafnast á við frásögn hennar af því hvernig hún og afi kynntust þegar hún var menntaskólasnót á Akureyri. Eftir 50 ára hjónaband eru þau skötuhjúin krúttlegri en nokkuð nýfætt kærustupar.
Amma mín kenndi mér að það er hægt að fara í gegnum ævina og vera elskaður og virtur hvar sem maður lætur til sín taka.
Amma mín hefur gefið mér allar uppáhaldsgjafirnar mínar - allar bækurnar og ljóðasafnið, hringana tvo, handavinnupokann og kistuna, naglaveskið, saumakassann, öll úrin sem ég týndi, gömlu veskin og glingrið, sparikápuna og fermingarkjólinn sem hún saumaði, auk þess að prjóna vettlinga, ullarsokka, handstúkur, ponsjó, húfur og nú síðast lopapeysuna.
Mig langar til að eldast eins og amma.
Eg elska oemmu mina.
Kunihiko
Gaman að sjá svona bjartsýnis-pistil hjá þér núna eftir þann seinasta sem var örlítið þungbúinn.
Linda
Linda, jáhá, þú átt kollgátuna, kærar þakkir.
Unnur - þú ert engill.
<< Home