mánudagur, mars 13, 2006
Blogg að handan
er ávallt eftirtektarvert en ÞETTA
http://www.blogthoreau.blogspot.com/
hlýtur að teljast endemis erkisnilld!
Ef James Joyce myndi nota þessa leið til að koma skilaboðum yfir móðuna miklu, ætli síðan hans héti þá The Dead?
Og fyrst yðar einlæg er á þessum nótum hlýtur að liggja beint við að spyrja sig
Af hverju blogga ég?
Það er nú heppilegra að geta réttlætt helstu gjörðir sínar svo ég ætla að velta málinu fyrir mér.
huxhuxhux
Og svarið er "Forty-two".
Hvað, er það ekki nógu gott fyrir þig?
Jæja,
en hvað með þetta:
Það takmarkaða frelsi sem tjáning á mínu eigin sýndarveruleikasvæði á alnetinu veitir er betra en þrúgandi fangelsi þagnarinnar -
Orðlaus er andlaus og enginn vill kafna.
Ég er ekki svalur skemmtari
og ég lendi ekki í óþægilegum en fyndunum aðstæðum
eða upplifi epiphany
á hverjum degi.
En ég hugsa og finn og ergi mig og andvarpa
endalaust, aftur og aftur og aftur.
Svo eru vinir mínir og fjölskulda líka á tvist og bast út um allar jarðir
og ég vil síður að þau gleymi mér
þó ég sé svo bundin af amerískri menningarsögu og enskri málfræði að ég
gleymi að ryksuga og hringja lítil símtöl.
Ég er lánsöm að bréfin mín til heimsins rykfalla ekki í skúffum, og ég get gefið út án nokkurra skuldbindinga.
Engin orð með mér í gröfina.
http://www.blogthoreau.blogspot.com/
hlýtur að teljast endemis erkisnilld!
Ef James Joyce myndi nota þessa leið til að koma skilaboðum yfir móðuna miklu, ætli síðan hans héti þá The Dead?
Og fyrst yðar einlæg er á þessum nótum hlýtur að liggja beint við að spyrja sig
Af hverju blogga ég?
Það er nú heppilegra að geta réttlætt helstu gjörðir sínar svo ég ætla að velta málinu fyrir mér.
huxhuxhux
Og svarið er "Forty-two".
Hvað, er það ekki nógu gott fyrir þig?
Jæja,
en hvað með þetta:
Það takmarkaða frelsi sem tjáning á mínu eigin sýndarveruleikasvæði á alnetinu veitir er betra en þrúgandi fangelsi þagnarinnar -
Orðlaus er andlaus og enginn vill kafna.
Ég er ekki svalur skemmtari
og ég lendi ekki í óþægilegum en fyndunum aðstæðum
eða upplifi epiphany
á hverjum degi.
En ég hugsa og finn og ergi mig og andvarpa
endalaust, aftur og aftur og aftur.
Svo eru vinir mínir og fjölskulda líka á tvist og bast út um allar jarðir
og ég vil síður að þau gleymi mér
þó ég sé svo bundin af amerískri menningarsögu og enskri málfræði að ég
gleymi að ryksuga og hringja lítil símtöl.
Ég er lánsöm að bréfin mín til heimsins rykfalla ekki í skúffum, og ég get gefið út án nokkurra skuldbindinga.
Engin orð með mér í gröfina.
bara 3 dagar þangað til:)
<< Home