fimmtudagur, mars 02, 2006

 

Ég held ég hætti bara að sofa

þessar 4-5 klst á sólarhring gera ekki mikið gagn hvort eð er. Í mínum draumaheimi er endalaust vesen og skotgrafarhernaður; mér finnst ég hálfóvelkomin.

Þá er betra að liggja undir sæng hjá W.H. Auden.

Kannski hef ég verið óþarflega stressuð undanfarið en það hefur líka ýmislegt komist í verk. Misserið er hálfnað (önnur og hryllilegri saga) og þegar lestrarvikunni lauk var ég búin að fara yfir allt áætlað efni, allt, takk fyrir, nema workshoppin í enskri málsögu. Þau eru tvö og ég mun koma þröngva þeim inn á næstu dögum, það er, þegar ég er búin með eins og eina ritgerð handa Gvendi

sem er nú alveg búin að innsigla sín örlög og þau er ekki álitleg, skal ég segja ykkur. Hann skal sko fá að iðrast þess að hafa verið leiðbeinandinn minn, bölvaður.

*mörg ljót orð sem ekki eiga rétt á sér inni á svo málefnalegri bloggsíðu sem þessari*
*ýmis konar ósiðleg tákn mynduð með fingrum beggja handa*

Líka eitt miðannarpróf frá sem er ástæða þess að ég hef verið offline allt of lengi. Og Erasmus, hann er farinn og ég bíð eftir svari.

En nóg röfl um háskólann.

Stærstu vonbrigðu undangenginna daga var að hafa bakað hrátt brauð um tvöleytið aðfarnótt síðastliðins laugardags. Stærsti sigurinn var að hafa komist hjá hausverk. Mesta gleðin var Valdís Anna. Ég elska hana - takk fyrir yndislegan dag!

Ég er syfjuð og nenni ekki að reyna að vera skemmtileg núna. En nú eru góðir tímar framundan og Nýmansfjölskyldan kemur í heimsókn til mín á morgun og dvelst hér þangað til á sunnudag. Ég mun því líklega ekki hefja upp raust mína á ný fyrr en þá.

Er það vel og ég vil bara segja: góðar stundir í bili. Biðst jafnframt forláts á yfirgengilegri hlédrægni minni upp á síðkastið, ég var ekkert að reykja gras eða neitt. Var bara á kaffinu.

Comments:
Gott að vita að þú sért að lífi krúttið mitt! Var farin að óttast um þig bara! En hlakka mikið til að sjá þig eftir rúma viku, þú ert algjör perla
 
Þú ert svo frábær! Verðum að tala saman fljótt aftur við tækifæri! Upptekin um helgina?
 
Maður sefur ekki þegar maður er í háskóla, til hvers ætlastu eiginlega, þú átt að vera að læra!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?