fimmtudagur, mars 16, 2006

 

Gah!

Ég var að enda við að borða fullan poka af sterkum molum og ég er soðin í kjaftinum - ekkert bragð, engin lykt, engin tilfinning í tungunni lengur.

Þetta er hið versta mál því ég er ósköp þyrst en allir vita að það er einkar óþægilegt að þamba kalt vatn þegar maður er brennheitur í munnholinu eftir piparinn.

Enn verra verður þó að teljast að nú á ég enga mola meir, búhú.

Það er mið nótt, ég vil ekki sofa og sit hér ein í þögninni, piparmey eða meðlimur í Sergeant Pepper's Lonely Hearts Club Band?

Comments:
Sagðir þú ekki fyrir stuttu að einn moli í einu væri u.þ.b. nóg? ;)
Linda
 
Velkomin aftur eftir leiðindin ;)
Og eins og þið vitið er einn moli aðeins nóg í mjög stuttan tíma, áður en varir eru þeir orðnir 10 og svo 20! Ég ætti að vita það, mjólkin, muniði.
 
Uhm, piparmolar og mjólk...
 
Ég ætlaði einmitt að minnast á mjólkina en gott að sjá að það eru fleiri en ég sem hafa eitthvað vit í kollinum... sterkir molar og mjólk, klikkar ekki!

(Ég er það vitur að ég skrifaði fyrst fólkina í staðinn fyrir mjólkina og fannst það nógu merkilegt til að greina frá því hér)
 
Halló heillin mín og takk fyrir frábæra daga, mér finnst ömurlegt að vera komin heim... gleymdi biblíunni minni, en það verður bara að hafa það, kippi henni með næst þegar ég kem í bæinn:)
Strákarnir dýrka þig orðið, þannig að það verður víst pottþétt kaffihúsaferð aftur þegar ég kem í bæinn;)
Hafðu það gott krúslan mín og verðum i bandi fljótlega!!
 
Halló heillin mín og takk fyrir frábæra daga, mér finnst ömurlegt að vera komin heim... gleymdi biblíunni minni, en það verður bara að hafa það, kippi henni með næst þegar ég kem í bæinn:)
Strákarnir dýrka þig orðið, þannig að það verður víst pottþétt kaffihúsaferð aftur þegar ég kem í bæinn;)
Hafðu það gott krúslan mín og verðum i bandi fljótlega!!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?