miðvikudagur, mars 08, 2006

 

Hárspöng hef ég ekki skrýðst

síðan ég var... tja, 10 ára?
Það er alla vega laaaaaaaangt síðan. En hér hefur orðið breyting á og ekki vanþörf, enda næstum ársfjórðungu frá því ég fór í klippingu.

Þetta verður snubbótt blogg því það er stutt í kveikjuþræðinum hjá mér þessa dagana. Ekki á morgun heldur hinn verður allt betra og ritgerðin frá.

Reyndar er það ekki bara hún sem er að angra mig, ég er eiginlega ósátt við allt og sérstaklega sjálfa mig. Mér finnst ég vera óábyrgur letingi sem kann sér ekkert hóf og kvíði fyrir komandi árum í þessu endemis háskólasvartnætti.

Á geðhvarfasveiflum mínum undanfarið sé ég tvær mögulegar skýringar: annað hvort er ég með ofsóknarbrjálaða hormóna eða þá að skap mitt breytist með vindáttinni.

Hvað þrái ég? Mína eigin íbúð þar sem ég þarf ekki að taka tillit til neins og get samviskulaust sturtað mig langtímum um miðjar nætur.

Mastergráðu og vel borgað starf.

Adrian Brody? Áðan datt myndarlegur karlmaður um tölvusnúruna mína þar sem ég sat á Súfistanum í örvæntingarfullri tilraun til að endurheimta geðheilsuna. Því miður urðu engin slys á fólki - ég kemst ekki hjá því að ímynda mér hversu skemmtilegt hefði verið að heimsækja karlangann á sjúkrahús og bjóða blóm og konfekt í skaðabætur fyrir snúinn ökkla.

Það var ekki sniðugt að fá Nýmannsfjölskylduna í heimsókn. Nú langar mig bara að vera á Ak í fanginu á mömmu. Mikið var Lotta heimsk að flytja að heiman.

Comments:
Aumingja aumingja Helga, það er ekki alltaf auðvelt að vera þú...
Hins vegar fannst mér pistillinn um ömmu Helgu svo fallegur að ég hljóp og náði í Júlíu í vinnunni og lét hana lesa líka!!!
 
Híhí, æ, hvað ég sakna ykkar! Þú og Júlía, hvílíkt par :-)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?