fimmtudagur, mars 09, 2006

 

Nei, heyriði mig

ég nenni ekki að vera svona þunglyndur vælubloggari.
Ég er lifandi, sprellalive, já og hugsa alveg heil ósköp af hugsunum sem er nauðsynlegt að koma hér í orð. Skapsveiflurnar verð ég að búa við og það er hundfúlt, svo fúlt að ég ætla ekki að leggja það á heiminn að finna af þeim skítalyktina og ælubragðið. Aumingja heimurinn hefur nóg af matarlausum, munaðarlausum, hárlausum, handa- og fótalausum börnum að sinna þó hann burðist ekki með mína bakþanka og sjálfsfyrirlitningu líka.

Ahem, hér koma nokkrar staðreyndir um mig og lífið í dag:
ég þarf að fara í klippingu
ég veit ekki hvaða stjórnmálaflokk ég á að kjósa, bara ekki D eða B
ég velti því fyrir mér hvort ráð væri að lögleiða fíkniefni
ég baka gott speltbrauð
ég hef aldrei ekið bíl utanbæjar
ég álít að refsingar við kynferðisglæpum séu ekki nógu þungar
ég elska kaffi og kaffihús og kaffisúkkulaði og kaffikökur og kaffilykt og kaffibolla og kaffikönnur
ég vil meina að það megi alls ekki skerða tungumálakennslu í skólum, heldur bæri að auka hana
ég gleymi alltaf að taka úr þvottavélinni
ég vil láta aflétta launaleynd
ég kann ekki að synda skriðsund
ég vil láta láta banna reykingar á veitingastöðum og kaffihúsum
ég bíð spennt eftir að vita hvort ég fæ Erasmusstyrk
ég er ósammála landbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar
ég kann vel við Þýskaland
ég verð að drullast til að skrifa ritgerðina mína
ég vil að upplýsingar um almannatrygginga- og lífeyrisréttindakerfið á Íslandi verði aðgengilegri
ég álít að nautaat sé heigulsháttur
ég á góða vini sem eru því miður dreifðir út um allan heim
ég vil hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni
ég þoli ekki hvernig áherslur í heilsuáróðri hérslendis beinast alltaf að útlitsþáttum sem eru einungis afleiðing ákveðinna grundvallarorsaka
ég tel aðbúnað geðfatlaðra hérlendis ekki við hæfi í velferðarþjóðfélagi
ég borða ekki svínakjöt
ég vil láta lækka virðisaukaskatt á matvælum því það skilar sér þangað sem þörfin er mest - hátekjufólk hagnast mest á lækkun tekjuskatts
ég er á þeirri skoðun á ljósabekki ætti að banna
ég ætla að ættleiða barn frá Kína
ég er ekki sátt við að ellilífeyrir sé skertur komi til arður af fjárfestingum eða sölu bréfa
ég ætla aldrei að fá yfirdráttarheimild

Comments:
æ Helga! það er svo gaman að lesa bloggið þitt og ég var að lesa bréfið frá þér! ég get ekki beðið eftir að kíkja í heimsókn til þín þegar við komum heim! Ég sakna þín alveg ólýsanlega mikið!
 
Já því miður breyttust plönin...
Ég kem suður næstu helgi, ekki núna um helgina...
En ég álít það bara vera jákvætt, þar sem ég er að hugsa um að koma á fimmtudagskvöldi, eða í síðasta lagi hádegi á föstudag, sem þýðir að ég hef mun meiri tíma í borginni, sem þýðir mun meiri tíma með þér Helga mín:)
Þá er kannski spurngin hvort við skellum okkur á Salatbarinn??:D

Annars er ég sammála mörgu í þessu bloggi... Ekki öllu, ég til dæmis veit hvað ég ætla að kjósa;) haha ohh ég er svo fyndin...
En ég vil líka hafa flugvöllinn í Reykjavík, eina ástæðan fyrir því að þessir Reykjavíkurplebbar vilja flytja hann til Keflavíkur eða eitthvað burt er sú að þeir nota hann aldrei!! Þeir eru aldrei að skreppa með flugi norður eða austur í land! piff...
Ég mun hætta að fljúga ef ég þarf að fara að fljúga til Keflavíkur... ég skal kannski, en bara kannski hugsa um það ef það verður komin hraðlest frá Keflavík til Miðborgarinnar... Sem ég leyfi mér hins vegar að efast um að gerist....
Ég vil líka ættleiða barn frá Kína, mér finnst svo hræðilegt að hugsa um allar litlu stelpurnar þar sem eru skyldar einhvers staðar eftir, bara af því að þær eru stelpur!!
Ég hata yfirdráttarheimildina mína... Hata hana meira en nokkuð annað í lífi mínu! Aldrei fá þér svoleiðis...

En jæja, þetta er orðið lengra en bloggið á síðunni minni!!
mér leiðist nefnilega, harkaði mér á fætur, fór í skólann, að sjálfsögðu frí í fyrsta... ætlaði að vera dugleg og gera heimadæmin mín í stærðfræði sem ég á að skila á eftir og gleymdi... en gat ekki eitt einasta dæmi... Sit því inná bókasafni með fullt af heimildum og leyta mér af ástæðu til þess að þurfa ekki að skrifa ritgerð... Fannst fín ástæða að þurfa að skoða bloggið þitt, og kommenta!!!
En endilega máttu samt hringja í mig í dag:) það er alltaf gaman að heyra í þér!! Svo er ég líka fyrri vakt á sunnudaginn, svo það er alveg ekki spurning hvað ég geri þá:)
Hafðu það gott ljósið mitt!!
 
Hahaha, ég verð að eignast fleiri vini sem heita Valdís, það er alltaf svo gaman að lesa kommentin frá þeim :-)
En Valdís Ösp mín, ég er á þeirri skoðun að ég sakni þín meira en þú mín og ástæðan er einföld: Þú ert í útlöndum og þarft að deila söknuðinum þínum niður á alla sem þú þekkir. Ég get hins vegar einbeitt mér að því að sakna þín vel og mikið, hehe!
Og Valdís Anna, klárlega er jákvætt að þú frestir ferðalaginu um viku þar sem ég er ekki að vinna þá helgi og get barasta hitt þig hvernær sem þú ert á lausu :-)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?