þriðjudagur, mars 14, 2006

 

Pistill í stíl og anda Leiðinlegs

Fyrir 2 vikum fjárfesti ég í 4 eplum í Bónus. Ég snæddi af þeim í hádeginu og það kom mér skemmtilega á óvart að ávextirnir brögðuðust vel og reyndust stökkir undir tönn.

Maður hefði haldið að svona ferskvara væri farin að láta á sjá eftir svo marga daga í geymslu en úr þessu varð hin ánægjulegasta máltíð. Merkilegt.

Grænmeti og ávextir eru sérlega pirrandi neysluvarningur fyrir einbúann þar sem slíkt eldist ekki jafn vel og baunir í dós. Þess utan er ferskmeti dýrara en þurrvara og því tvöfalt súrt að sjá á baki því í ruslafötuna, óetnu.

Þrátt að það sé kostnaðarsamara að nærast á banönum en núðlum þá borðar maður nú samt grænmetið sitt því að sjálfsögðu vilja allir lit í kinnarnar. En þeim sem aðhlynnist afburða heilsusamlega lifnaðarhætti með tilheyrandi spelti, kjúklingabringum, kínóa, furuhnetum, bláberjum og avakadó, honum er vandi á höndum. Það er nefnilega ekki fyrir hvern sem er að leggja út fyrir slíkum matvælum vikulega, og síst af öllu fyrir háskólanemann sem hefur bara helgarvinnuna sína og námslánin. Og allt sem heitir "lífrænt" er hreint ómannúðlega dýrt.

Þetta vita allir. Það nægir að bera saman kílóverð og saðningarstuðul á vöruflokkum eins og jarðaberjum og pylsum til að sjá á hvorri tegundinni værir ódýrara að lifa. Hins er vel hægt að fara einhvern meðalveg og komast sæmilega af, fjárhags- sem heilsufarslega.

Þess vegna gramdist mér óstjórnlega við að horfa á þátt af "Heil og sæl" þar sem þáttastjórnandi og viðmælandi héldu því fram að ef maður "bara sleppti namminu og ruslinu og verslaði í lágvöruverslunum" þá væri maður jafn vel settur á nýja, ofurfína heilsufæðinu.

Sé þetta raunin, þá þarf viðkomandi að hafa eytt heeeeelvíti miklu í draslmat áður en lífsstílsbreytingin varð. Fyrir okkur sem höfum tiltölulega hógsamar neysluvenjur væri slík umbylting á matarræði ógerleg. Og svo fæst ekki nema brot af fína heilsumatnum í lágvöruverslunum, auk þess sem sjaldgæft er að ferskmetið þaðan endist jafn vel og eplin mín. Auðvitað velur öfgamanneskja sér ómarktæk viðmið, það var ekki við öðru að búast. Svei attan, svona staðhæfingar eru villandi, vondar og varasamar.

Comments:
Ég er mikið sammála þér Helga, ég hef velt þessu endalaust fyrir mér. Í draumaveröld myndi ég bara versla í Yggdrasil, Heilsuhúsinu og kjötborðinu í Hagkaupum.. en því miður, Bónus verður það að vera.

Ég sá þetta atriði og hugsaði það sama - viðmælandinn hefur greinilega verið einn þeirra sem versluðu að staðaldri í 10-11 og álíka okurbúllum þannig að fyrir hann hefur þetta e.t.v. komið út á sama stað. Það breytir ekki því að heilsuvörur eru ósæmilega dýrar.

Pirr.
 
Hey veistu hvað?
Ég var að sjá "zombie"-myndina 28 days later, sem ég mæli hiklaust með að allir sjái (líka þótt þeir hafi séð hana áður) oooooog í henni komu upp þær aðstæður að fólkið sem var eitt eftir í borginni (óbitið það er að segja) komst inn í matvörubúð og þar voru allar ferskvörurnar myglaðar NEMA eplin!
Þau voru greinilega geisluð eða göldrótt.

Hehe vá þetta er ástæðan fyrir því að ég blogga ekki - mér vefjast fingur um lyklaborð.

Pointið var: epli rúla!
 
vá Bergþóra!
Við vorum að kommenta með 2 mínútna millibili!
 
Heyr! Heyr!

Linda
 
Ég held að þessi þáttur sé bara ekki að gera sig, allir næringarfræðingar alveg brjálaðir!!

En já, það er það eina sem ég þoli ekki við það að búa ein, ég man aldrei eftir að maturinn myglaði heima hjá mömmu og pabba, en ég er alltaf að henda einhverju úr ískápnum mínum!!!
 
Úff, Anna, kannski er ég líka geislavirk eftir að hafa borðað þessi dularfullu epli! Kannski breytist ég í geimveru, nú eða vamnpýru og þá þarft þú að koma og bana mér...
 
Já vá ég er svo sammála þér. Þetta er líka bara kjánalegur þáttur... síðasta atriðið sem ég sá í honum var þegar hún var að líkja þeim sem fá sér sykur eftir matinn við heróín og kókaínfíkla. "Þessi efni blabla og bla eru sömu og valda fíkn eiturlyfjaneytenda". Big deal wanna fight about it segi ég bara. Kakóbolli fyrir svefninn held ég að skaði fæsta. Svo selur Bónus ekki einu sinni gróft pasta!

Annars verð ég að gauka að þér góðri og ódýrri kjúklinguppskrift bráðlega, fékk hana fyrir þremur vikum... mangókjúklingur með kókos :) nýja uppáhaldið mitt.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?