fimmtudagur, mars 09, 2006
Sauðir í réttum auglýsingaþjóðfélagsins
Man,wassuöpp, jóóóóóóóó!
Aha, minn langar að verða ýkt kúk bloggari, sko, skeluru?
Meeeeeen, hvað hér koma sko velltar sögur af feitu djammi í Sódómu 101, gaur!
Héðan í frá ætlar yðar einlæg að gerast ofursvöl singeltonskutla á pinnahælum með klemmuveskið, gróin eins og gamall nagsveppur við Hverfisbarinn að pikka upp hörku gelmenni á borð við Girlzenegger og Partý-Hamsturinn hans. Það verður bara Latte og sökksess, fullt af glimmeri, Cosmopolitan, tan úr brúsa og próteinbars framvegis. Svo verð ég líka að hætta í enskunni og fara í hagfræði for dummies.
Og þá nýtt nafn líka, hm... Diljá Dröfn? Svala Björk eða... Karen Tanja?
EÐA -
ég gerist artí-retró-krossbríd of unholy doom, svo öfug að ég geispa með rassinum. Bara grænar ullarleggins og plastpokaskokkur innan undir stórri úlpu af afa mínum. Kornkaffi og arfate og harðar kleinur með á Hljómalind. Ég gæti jafnvel látið Nýhil gefa út nýjustu ljóðabókina mína "Blóðhor - Saga af botnlangakasti".
Nafn? Torfhildur Bríet, kannski Ylfa eða jafnvel Rán.
Drottning eða grænfriðungur með hasshaus, hversu takmarkandi hlýtur það að vera láta draga sig svona í dilka? Eins og allir eigi ekki sinn innri anarkista, hvað sem öllum strípum líður. Það eru 6 milljarðar manna á jörðinni og mér finnst að við ættum að taka hverjum einasta persónuleika opnum örmum og fá þannig smá lit í lífið. Þá væru líka hugsanlega færri sem þætti þeir vera utanveltu og einmana.
Aha, minn langar að verða ýkt kúk bloggari, sko, skeluru?
Meeeeeen, hvað hér koma sko velltar sögur af feitu djammi í Sódómu 101, gaur!
Héðan í frá ætlar yðar einlæg að gerast ofursvöl singeltonskutla á pinnahælum með klemmuveskið, gróin eins og gamall nagsveppur við Hverfisbarinn að pikka upp hörku gelmenni á borð við Girlzenegger og Partý-Hamsturinn hans. Það verður bara Latte og sökksess, fullt af glimmeri, Cosmopolitan, tan úr brúsa og próteinbars framvegis. Svo verð ég líka að hætta í enskunni og fara í hagfræði for dummies.
Og þá nýtt nafn líka, hm... Diljá Dröfn? Svala Björk eða... Karen Tanja?
EÐA -
ég gerist artí-retró-krossbríd of unholy doom, svo öfug að ég geispa með rassinum. Bara grænar ullarleggins og plastpokaskokkur innan undir stórri úlpu af afa mínum. Kornkaffi og arfate og harðar kleinur með á Hljómalind. Ég gæti jafnvel látið Nýhil gefa út nýjustu ljóðabókina mína "Blóðhor - Saga af botnlangakasti".
Nafn? Torfhildur Bríet, kannski Ylfa eða jafnvel Rán.
Drottning eða grænfriðungur með hasshaus, hversu takmarkandi hlýtur það að vera láta draga sig svona í dilka? Eins og allir eigi ekki sinn innri anarkista, hvað sem öllum strípum líður. Það eru 6 milljarðar manna á jörðinni og mér finnst að við ættum að taka hverjum einasta persónuleika opnum örmum og fá þannig smá lit í lífið. Þá væru líka hugsanlega færri sem þætti þeir vera utanveltu og einmana.
Linda
<< Home