laugardagur, mars 11, 2006

 

Sumir dagar

eru ólýsanlegir af óútskýranlegum orsökum.

Í gærnótt hélt ég mér vakandi með því að borða frosin jarðaber. Annars hefði ég sofnað yfir Blackadder en það má ekki. Frosin jarðaber eru mjög góð á bragðið, miklu betri en allir hlunkar og eldflaugar og svoleiðis klakaóbjóður. Og þegar maður sýgur þau eða bítur í sundur, þá fær maður heilakal sem er afar hressandi.

Kannski var það sökum skemmda í heilaberkinum sem ég er búin að vera eins og álfur í allan dag. Ég hraut til hádegis og stefnan var svo tekin beint undan sturtunni og í bókabúðina. Enginn morgunmatur og ekkert kaffi - hvað var ég að spá?

Mér til mikillar furðu var ég svo með grátstafinn í kverkunum klukkustundum saman. Það er engan vegin eðlilegt að fá sting í brjóstið þegar bókin sem kúnninn vill er ófáanleg, í alvörunni.

Nú myndi ég seint vera kölluð svona kona sem "wears her heart on her sleeve". Það er frátekið fyrir fólk sem hrífst auðveldlega af öðrum og fer oft illa út úr slæmum tilfinningasamböndum. Það er ekkert svo auðvelt að troða sér inn á hjartastaðinn minn. En hvað er hægt að segja um svona manneskju eins og mig sem er ekki með neina húð, heldur klæðist sálinni utan yfir líffærin sín? Ástæða þess að ég er ekki með mölbrotið hjarta er sú að einu sinni, þegar ég var lítil, þá tók ég það úr mér, vafði í silkipappír og stakk ofan gamla hattöskju sem er geymd á góðum stað. Vandamálið er að maður á að nota hjartað til að skilja tilfinningarnar sem verða til þegar eitthvað dynur á sálinni. Og ég, ég botna auðvitað aldrei í neinu.

Comments:
Bara minna þig á að mér þykir ofurvænt um þig og hlakka orðið strax til að sjá þig á föstudaginn!!!:)
 
Lights will guide you home
and ignite your bones
and i will try to fix you

Brynja minnst tvisvar a dag naesta sumar! Dill?
 
Vei! Valdísin mín, ég skal elda svooooooo góðan mangókjúkling handa okkur og svo getum við talað illa um Sæsa gamla, haha.
Og Una, í sumar skulum við líka fara á ljóðarí, þú og ég.
 
Sæl nafna...langaði nú bara rétt að demba kveðju á þig:) Fer ekki að verða hittingur hjá gamla pakkinu úr lundarskóla??!! eða er það eftir einhver ár...10 ár eftir útskrift..ætli það ekki;)
Jæja..ég er farin að bulla hérna...
hafðu það gott:)
kveðja. Helga Hrönn
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?