fimmtudagur, apríl 27, 2006

 

Hemm hemm

Undur og stórmerki og bara vei!
Minns vann í happdrætti í 2. skipti á öllum sínum árum, gleðilegt.
Það er deginum ljósara að forsjónin hefur áhyggjur af tónlistarmenningunni á mínum bæ því í bæði þessi skipti er það geisladiskur sem mér hlotnast:

fyrst A Rush of Blood To the Head með Coldplay þegar ég var 17, happdrætti hjá Tónlistarfélagi Menntaskólans á Ak, þurfti að fara upp á svið í Löngu mjög svo opinberlega, ó ó

svo núna Benni Hemm Hemm frá bankanum mínum, í pósti, fjúff

og það nokkuð góðir diskar báðir 2. Takk lukka.
Benni Hemm Hemm er í spilaranum, hring eftir hring, aftur og aftur.
Sálin í mér grætur og ég fæ hroll því til eru fræ og skip

og von sem hefir vængi sína misst
og varir sem aldrei geta kysst
og elskendur sem aldrei geta mæst
og aldrei geta sumir draumar ræst.
Til eru ljóð sem lifna og deyja í senn
og lítil börn sem aldrei verða menn.
(Davíð Stefánsson)

Comments:
Ohh þetta er (ljúf)sárasta ljóð sem til er, hvernig er hægt að lesa það án þess að tárast og andvarpa í sálinni?
 
ég man sko eftir því þegar þú þurftir að fara upp á svið í löngu frímó og það var líklega það erfiðasta sem þú þurftir að gera á öllum menntaskólaárunum :p en, hlakka til að hitta þig eftir tæpan mánuð :)
 
jíha! til hamingju:)
kv
Fjóla
 
Ég var líka að hlusta á Til eru Fræ í dag, en með Páli Óskari. Afskaplega sorglegt lag. Gangi þér vel á morgun.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?