miðvikudagur, apríl 05, 2006

 

Ismismi

= tilhneiging til að reyna að skilgreina heiminn með því að skipta honum niður í lýsandi hugtök.

Það er auðvitað kolbrenglað að halda að maður geti nokkru sinni hent reiður á óreiðu heimsins.

Mér finnst örlög vera óhugnaleg. Það fyllir mig hins vegar ekki öryggi að afneita forsjóninni því þá væri lífið bara happa glappa, ekki satt? Og ég er stöðugleikafíkill svo það er ekki þægileg tilfinning.

Fyrir utan krónískan alheimskvíða minn þá er allt gott að frétta. Yðar einlæg er búin að vera hugsandi í 2 og 1/2 viku og hefur því ekki fengið það af sér að skrifa hér staf um skeið. En nú er fréttir, alvöru fréttir:

Minns ætlar að búa í Englandi frá og með næsta hausti og fram á vor. Það á að leggja land undir fót og gerast skiptinemi við University of Keele í eitt háskólaár. Er það vel og ég er

glöðglöðglöðglöðglöðglöðglöðglöðglöð.

Þegar ég sný svo aftur til að ljúka BA-gráðunni minni hér fyrir sunnan mun ég hafa þróað með mér afgerandi Brummie hreim, haha, og allt verður óþolandi "lovely".

En undanfarið:
- ennþá-þvottur-í-helvítis-vélinnismi
- realismi
- súkkulaðismi
- naturalismi
- klára-málsöguverkefnismi
- kotasælan-búinismi
- oj-ógeðslega-leiðinlegt-að-klippa-táneglurnarismi
- jógismi
- hælaskóismi
- alþjóðaskrifstofismi
- segja-upp-vöktunum-og-fá-loforð-um-vinnu-eftir-Englandismi
- nei-ó-nei-prófin-eru-að-komismi
- nýr-maskarismi
- Akureyrismi
- heimamaturismi
- Unnurismi
- andlitssápan-búinismi
- Valdísismi
- tími-ekki-að-láta-festa-botninn-á-leðurstígvélinismi
- horismi
- ha-snjór-á-íslandismi
- hummusismi
- þurr-húðismi
- nenni-ekki-að-ryksugismi
- guli-yfirstrikunarpenninn-búinnismi
- hjálpa-týndum-ferðamönnumismi
- finna-týnda-frænkismi
- blaut-leðurstígvélismi
- prófa-nýja-pottinnismi
- blekið-búiðismi
- hvað-á-ég-að-kjósa-í-sveitarstjórnarkosningunumismi
- appelsínuguli-yfirstrikunarpenninn-búinnismi
- brjóta-eyrnalokkismi
- neita-að-borga-undir-baugsmálið-lengurismi
- eggjakökur-eru-fyrirlitlegarismi
- get-farið-í-höfuðstöðu-nananannananismi
- verð-að-drullast-til-að-ryksugismi

En núna, málsögumaraþon!

Comments:
Vil minna landsmenn á nýja bloggið mitt:

www.fjolan.bloggar.is :)
 
Gleymdir kennslu-lokiðismanum og þar af leiðandi páskafríismanum og upplesrarfríismanum líka.
Trallalallala!
Linda
 
Og Kristín-er-veiksimi. Hann finnst mér nú mikilvægastur þessa stundina.
 
Ég-sakna-þínismi.

Reyndar líka: tíminn-líður-svo-hratt-þessa-dagana-að-ég-kem-barasta-heim-á-morgunismi! (ekki gott að "isma" þetta kannski)
 
Ég-elska-íslensku-og-Íslandismi.

Og Ég-vil-kaupa-margar-bækur-í-Bókabúð-
Máls-og-menningar-þegar-ég-heimsæki-landið-þittismi.

Kunihiko
 
Oh, vinir, vinir... Ég á svo góða vini! Elsku Una og Kunihiko, hvað á það að þýða að vera svona í útlöndum? En Gúbbý, ég hlakka sko til að knúsa þig í byrjun sumars og Kunihiko, ef þú kemur einhvern tíma til Íslands þá áttu sko vísan ferðafélaga og gestgjafa í mér, félagi!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?