miðvikudagur, apríl 19, 2006

 

Vitiði hvað er gott?

Hafragrautur með kakó!

Í dag mátaði ég atferli. Ég ímyndaði mér að ég væri vísindalegur atferlisfræðingur og þess vegna fór ég í sturtu ÁÐUR en ég fór út að hlaupa. Ég hljóp líka rangsælis og bara 3/4 af leiðinni. Svo labbaði ég heim og klappaði 3 köttum. Einn malaði, einn mjálmaði og einn beit mig í hnéskelina.

Ég borðaði morgunmatinn minn sveitt því öllum er sama. Það er hollt að svitna. Svo fór ég aftur í sturtu og sat í sturtubotninum og prófaði að drekka heita vatnið sem streymdi úr sturtuhausnum.

Ég fór sparikjól og byrjaði að skrifa ritgerð. Ég áformaði sparikvöldverð á Sumardaginn fyrsta með Kríunni minni og hlustaði líka á Strumpageisladiskinn sem ég eignaðist meðan ég var barn og gekk unglingadeild Lundarskóla. Ég átti ekki nóg í dökka vél en vildi þvo íþróttafötin mín svo ég smurði bara tómatsósu í sparikjólinn og reddaði málunum þannig.

Ég ákvað að eyða afgangnum af deginum í blettóttri hettupeysu því hún er góð en setti á mig varalit til að hafa smá jafnvægi. Ég fór líka í einn hælaskó og einn strigaskó.

Á meðan ég talaði við Björk og Unni, sem eru bestar, þá kúrði ég undir skrifborðinu mínu og þóttist vera kisa. Mig langaði nefnilega að komast að því hvað það er sem fær kött til að vilja bíta stelpur. Að sjálfsögði rak ég hausinn oft í en afréð að það hlyti að vera kúl að vera með kúlur.

Í kvöld ætla ég aftur að fá mér hafragraut með kakó til að loka hringnum.

Comments:
Ég hef reyndar aldrei smakkað tilbúinn hafragraut með kakói, en mér finnst haframjöl (algjörlega ósoðið og beint úr pakkanum) með kaldri mjólk og kakó vera einstaklega gott á bragðið. Mæli með því.

Mér finnst alltaf (ALLTAF) gaman að lesa bloggið þitt, af því að það er það bara. Passaðu þig á því að vera ekki leið og passaðu þig á því að vera ekki á bömmer. Ég veit náttúrulega ekki hvað þessi bömmer snýst um sem þú skrifaðir um í gær, en það er samt aldrei gott að hugsa of mikið eða velta sér of mikið upp úr einhverju. Meira svona að vera bara. Vertu amaba (ahahahaha, fyndna ég).
 
PED or Post Essay Disorder is a common occurance amongst literary stutends. After pouring every last bit of creative energy onto a near meaningless paper they resolve to strange and perculiar methods of "refilling their creative vessel".

Campus personel should be aware of this state, as not to confuse it with normal lunacy or plain simple idiocity. It is simply the literary student trying to feel creative again, altought most attempts fail or are just to plain silly to count!

extract from Rankin's dictionary of medical ilnesses of the educational elite. London 1894
 
Gleðilegt sumar!
Linda
 
Gleðilegt sumar sæta mín og takk fyrir veturinn:)
kv
Valdís
 
Sko!

Ég las fyrstu setninguna! Ákvað að þú værir stórfurðuleg og að ég myndi sko ekki lesa meira......
Allir eiga skilið tækifæri svo að ég ákvað á síðustu stundu að lesa kannski seinustu setninguna líka.....'Onei félagi!

Þetta er búið!
 
Helena, þú ert svo góð! En á ég að trúa því að það sem fólk minnist mín fyrir úr MA sé þetta amöbukomment? Gvöð.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?