laugardagur, maí 13, 2006

 

Desperada

Svona eins og Antonio Banderas í myndinni þar sem hann geymir hríðskotabyssu í gítartösku... En er hægt að gera miklar væntingar til manns sem kýs að stofna til hjónabands með Melanie Griffith? Allavega, svona eins og hann nema með kvenkyns endingu, ohoho.

Ég er sumsé ÖRVÆNTINGARFULL. Ég hamast og hamst að læra og læra fyrir þetta djös próf á mánudagsmorguninn en klukkustundirnar þjóta fram hjá - kannski eins og byssukúlur frá honum þarna Antonio. Kemst ekkert áfram, ekkert, ekkert, EKKERT. Ekki neitt neitt og guð minn, ég er byrjuð að skjálfa núna við tilhugsina. Áðan ætlaði ég að byrja að skæla úr reiði yfir því að það væri allt einu liðnir tveir tímar en hætti við og fékk mér sterkan mola. Sem ég bruddi afar fast og alvarlega.

Sólin úti er að ögra mér og ég er með ógeðslegt hár.
Urrr...

Comments:
Mér lá við taugaáfalli þar til fyrir hálftíma síðan. Það er sumsé búinn að vera sunnudagur hjá mér allt þar til kl. 13:30. Svo nú er ég nokkuð sátt. Græddi heilan dag.
 
Þú átt samúð mína alla.. þetta er svolítið einsog mínúturnar og hálftímarnir sem þutu áfram í prófinu áðan án þess að ég fengi rönd við reist (en fyndið orðatiltæki haha).. og svo féll ég. Á tíma.

Hvatningarkveðjur! Þetta er alveg að hafast!
 
þú átt eftir að hafa þetta helga mín!! ég sakna þín alveg helling og get ekki beðið eftir að sjá þig í vikunni!! ég skal senda þér alla mína bestu strauma þegar þú ert í prófinu!!!
kv
Valdís
 
Þú getur allt Helga mín:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?