laugardagur, maí 13, 2006
Desperada
Svona eins og Antonio Banderas í myndinni þar sem hann geymir hríðskotabyssu í gítartösku... En er hægt að gera miklar væntingar til manns sem kýs að stofna til hjónabands með Melanie Griffith? Allavega, svona eins og hann nema með kvenkyns endingu, ohoho.
Ég er sumsé ÖRVÆNTINGARFULL. Ég hamast og hamst að læra og læra fyrir þetta djös próf á mánudagsmorguninn en klukkustundirnar þjóta fram hjá - kannski eins og byssukúlur frá honum þarna Antonio. Kemst ekkert áfram, ekkert, ekkert, EKKERT. Ekki neitt neitt og guð minn, ég er byrjuð að skjálfa núna við tilhugsina. Áðan ætlaði ég að byrja að skæla úr reiði yfir því að það væri allt einu liðnir tveir tímar en hætti við og fékk mér sterkan mola. Sem ég bruddi afar fast og alvarlega.
Sólin úti er að ögra mér og ég er með ógeðslegt hár.
Urrr...
Ég er sumsé ÖRVÆNTINGARFULL. Ég hamast og hamst að læra og læra fyrir þetta djös próf á mánudagsmorguninn en klukkustundirnar þjóta fram hjá - kannski eins og byssukúlur frá honum þarna Antonio. Kemst ekkert áfram, ekkert, ekkert, EKKERT. Ekki neitt neitt og guð minn, ég er byrjuð að skjálfa núna við tilhugsina. Áðan ætlaði ég að byrja að skæla úr reiði yfir því að það væri allt einu liðnir tveir tímar en hætti við og fékk mér sterkan mola. Sem ég bruddi afar fast og alvarlega.
Sólin úti er að ögra mér og ég er með ógeðslegt hár.
Urrr...
Hvatningarkveðjur! Þetta er alveg að hafast!
kv
Valdís
<< Home