mánudagur, maí 15, 2006

 

Dánarfregnir

Þennan dag fyrir 120 árum andaðist kona að nafni
Emily Dickinson
og mér þykir það leitt.

Ég veit ekki hvort nokkurt ykkar sem heimsækja þessa síðu (að enskuelskunum undanskildum) hafið hugmynd um af hverju mér þykir Miss Dickinson stórfengleg. Ég veit ekki hvort þið hafið yfir höfuð hugmynd um það hver þessi kona var - nema kannski að hún hafi verið eitthvað skáld, eitthvað frægt enskumælandi skáld, kannski bandarísk eða...

Emily Dickinson var ekki eitthvað skáld. Hún er með merkilegustu skáldum sem ensk tunga hefur eignast og ég elska hana.

Þessi kona skrifaði að minnsta kosti 1776 ljóð en aðeins 7 þeirra birtust meðan hún lifði. Hún varð fræg fyrir dauða sinn en ekki fyrir skáldskap heldur fyrir að einangra sig inni á heimili sínu, og hafa samband við umheiminn í gegnum bréfsnepla. Besta vinkona hennar hitti hana aldrei. Engu að síður reyndist sú vera vinur í raun þegar hún forðaði bleðlum með ljóðum og bréfum Miss Dickinson frá glötun, og fékk þau gefin út óritskoðuð. Annars hefði listin líklega farið í ruslið. Ljóðin eru öll ónefnd.

Þegar Emily Dickinson orti ljóð þá tók hún hníf og stakk sig brjóstið svo hjartablóðið draup á pappír. Svo grét hún tilfinningum, yndislegum og sárum, á blaðið, krumpaði það saman og lagði til hliðar. Þegar maður les verk eftir hana er það eins og að horfa inn meinið. Það ristir djúpt. Stundum kviknar bros en stundum kveinkar maður sér. Hún skrifaði einfalda, hefðbundna formgerð, yfirleitt ballöðuform en beygði það og sveigði eftir eigin duttlungum - enda voru þetta hennar ljóð.

Hér til hliðar má finna tengil inn á vefsíðu sem geymir ljóðasafn þessarrar sérkennilegu skáldkonu, og ég hvet alla til að lesa það sér til yndisauka. Ekki reyna að hafa uppi á íslenskum þýðingum verkanna; ég veit ekki hvort þær fyrirfinnast og ég vona ekki. Sumt væri illa gert þó það sé vel unnið.

Ég vildi óska að Emily Dickinson (1830-1886) hefði auðnast lengra líf. Þá hefði hún kannski getað skrifað meira, og hugsanlega, hugsanlega, fengið einhverja viðurkenningu samtímamanna sinna.
But although "the Moss had reached our lips - /And covered up - our names -" a true and honest legacy lives on as long as men value honesty and truth.

Long Years apart - can make no
Breach a second can not fill -
The absence of the Witch does not
Invalidate the spell-

The embers of a Thousand Years
Uncovered by the Hand
That fondled them when they were Fire
Will stir and understand-
(c. 1876)

Comments:
Neeee, allt of úr takt við raunveruleikann fyrir minn smekk: Butterflies and Bumbelbees...

Já, láttu mig svo hafa það!
 
Og þú vilt meina að Robert Burns sé mjög rational - "To a Mousie" - "To a Lousie"... Ég held ekki, góða!
 
ég sakna þín! svo mikið systir mín
 
To a Mouse and To a Louse voru um samfélagleg málefni og örðuleika síns tíma. Burns hafði tilgang og kom honum frá sér á mjög frambærilegan og skemmtilegan hátt!
 
Hvenær ætlaru svo að koma og gleðja mig með nærveru þinni?
kv
Valdís
 
Sakna thin! Get ekki bedid eftir ad hitta thig eftir minna en thrjar vikur. Prof eru omerkileg en thu ert aedi :o)
 
Kría - art for art's sake, mannstu? Bæði Oscar Wilde og Edgar Allan Poe þvertóku fyrir að tilgangur listar væri að koma skilaboðum á framfæri, fræða, predika eða reyna að hafa áhrif á skoðanir fólks... Þetta eru menn sem þú er von að taka mark á ekki satt? Þurfum við að slást um þetta?
Litla sys - Þú getur ekki mögulega saknað mín meira en ég þín!
Valdís Anna - Kem í bæinn á fimmtudag :-Þ Hlakka svooo til að knúsa þig!
Elsku Una - Keep hangin' there, bráðum munum við faðmast og fara í Brynju og lifum hamingjusamar til æviloka.
Endir.
 
ohh hvað ég hlakka til:D

er að vinna þannig að þú ert velkomin í júróvísíonpartíið okkar Júlíu, sem sagt mjög klúra brandara á árshátíðinni;)
 
Oscar Wilde og Edgar Allan Poe töluðu ekki í stikkorðum... og ef þú hefur einhvern Wilde lesið þá veistu nú vel að það er áköf samfélagsrýni í öllum hans sögum og leikritum - Ég meina, The Picture of Dorian Grey!
 
Heldurðu að ég hafi ekki keypt leikritasafnið hans í Bóksölu stúdenta á 275 kr! Nú get ég lesið "Lady Windmere's Fan" eins og þú mæltir með :-)
 
Glæsó pæsó, líst vel á þig. En það sem ég vildi sagt hafa: FARÐU NÚ AÐ BLOGGA!
 
sko, mín ástkæra helga!
þó svo að þú sért komin til akureyrar, þýðir það ekki að þú eigir að hætta að blogga!!
Valdís
 
Kommon stelpa, það er nú margt búið að gerast hjá þér síðan síðast. Segðu okkur nú frá því!!
 
Það er nú orðið frekar niðurdrepandi að sjá alltaf "Dánarfregnir" blasa við ef maður vogar sér að kíkja hingað.
;-)
En engin pressa. Alls engin.
 
Að lesa þennan texta, án þess að sjá íslenska stafi (bara alþjóðlega stafi og skrýtin tákn) er ákaflega áhugavert!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?