sunnudagur, maí 07, 2006
Randa(ndi)fluga
Fyrir kannski 3 vikum hljóp ég á fyrsta vorboðann.
Það var akfeit randafluga sem svínaði á mig þar sem ég var í mesta sakleysi að skokka heim úr jóga. Þó mér sé hálfilla við þessar loðnu lífverur þá er ég ekki vön að ráðast á þær að fyrra bragði - eiginlega þykir mér ágætt að vita af þeim þarna einhversstaðar úti í náttúrunni. Það er nefnilega svo að meðan randaflugur halda lífi á Fróni þá er betri sumartíð með blóm í haga (og tilheyrandi skorkvikindum). Ég varð þess vegna oggulítið döpur yfir því að hafa limlest vorsins fyrsta honeyB, en sú tilfinning vék fljótlega fyrir barnslegri hamingju minni yfir komandi summertime.
Vorboði númer 2: stelpa að kríta á bílaplani nágrannannans. Yðar einlæg þurfti að beita hörku til að hemja sig og halda áfram að lesa glósur í stað þess að hlaupa út og spyrja hvort maður mætti vera memm - og svo kannski pínu teygjutvist? Ég er góóóóóð í teygjutvist og mér finnst gaman að bursta lítil börn, eh...
Vorboði hinn þriðji var skyndileg löngun eftir ís í hádegisverð. En þar sem það er engin íssjoppa í kortersradíus frá rishöllinni minni þá beit ég bara í súrt en safaríkt epli. Við nánari ígrundun áttaði ég mig á því að ég hafði ekki snætt ís úr vél síðan ég fluttist í borgina utan þau tvö skipti í Kringlunni á góðri stundu, fyrst með henni litlu sys og svo öðru sinni með Valdísi Önnu minni. Þetta þóttu mér ekki góð tíðindi og verð að bæta úr þessu hið snarasta þegar ég sný aftur heim til Ak eftir prófin.
Hér kemur svo opinber staðfesting þess að það er ekki lengur vetur í lífi mínu: í morgun fór ég sokkalaus í vinnuna.
Það var akfeit randafluga sem svínaði á mig þar sem ég var í mesta sakleysi að skokka heim úr jóga. Þó mér sé hálfilla við þessar loðnu lífverur þá er ég ekki vön að ráðast á þær að fyrra bragði - eiginlega þykir mér ágætt að vita af þeim þarna einhversstaðar úti í náttúrunni. Það er nefnilega svo að meðan randaflugur halda lífi á Fróni þá er betri sumartíð með blóm í haga (og tilheyrandi skorkvikindum). Ég varð þess vegna oggulítið döpur yfir því að hafa limlest vorsins fyrsta honeyB, en sú tilfinning vék fljótlega fyrir barnslegri hamingju minni yfir komandi summertime.
Vorboði númer 2: stelpa að kríta á bílaplani nágrannannans. Yðar einlæg þurfti að beita hörku til að hemja sig og halda áfram að lesa glósur í stað þess að hlaupa út og spyrja hvort maður mætti vera memm - og svo kannski pínu teygjutvist? Ég er góóóóóð í teygjutvist og mér finnst gaman að bursta lítil börn, eh...
Vorboði hinn þriðji var skyndileg löngun eftir ís í hádegisverð. En þar sem það er engin íssjoppa í kortersradíus frá rishöllinni minni þá beit ég bara í súrt en safaríkt epli. Við nánari ígrundun áttaði ég mig á því að ég hafði ekki snætt ís úr vél síðan ég fluttist í borgina utan þau tvö skipti í Kringlunni á góðri stundu, fyrst með henni litlu sys og svo öðru sinni með Valdísi Önnu minni. Þetta þóttu mér ekki góð tíðindi og verð að bæta úr þessu hið snarasta þegar ég sný aftur heim til Ak eftir prófin.
Hér kemur svo opinber staðfesting þess að það er ekki lengur vetur í lífi mínu: í morgun fór ég sokkalaus í vinnuna.
Gleðilegt sumar. :-)
Kristín Þóra, 4. bekkur A.
knús valdís;)
<< Home