föstudagur, júlí 14, 2006

 

Gulir hælaskór

í tilefni þess að það stytti upp.
Eiginlega eru þetta útskriftarskórnir mínir sem eru svo komnir frá mums. Eftir þrítugt fóru nefnilega lappirnar á henni að stækka og nú passar hún ekki lengur í gömlu gelluskóna sína og þ.a.l. á ég mööööörg pör.

Talandi um útskrift - Una! Ég er pottþétt með hvíta kollinn þinn og þú minn, þarna síðan á sextándanum... Það eru örfáir aðilar sem geymdu kollana sína í veskinu mínu um nóttina, og þú ert sá eini sem er með nógu lítinn haus til að passa í þetta ræksni, sem ég hef nú undir höndum. Setjum málið í nefnd - ég gleymi alltaf að minnast á þetta við þig.
Og fyrst ég er að ávarpa hér fólk: Unnur luv! Ég gleymdi að smessa (ugh! er ég að nota þetta óyrði?) þig þegar ég sá þú hringdir frá Baunverjalandi, fyrirgefði þúsund sinnum. Ég veit þú massar þetta námskeið, ég trúi á þig eins og huldufólkið. Ah. kannski ég sendi þér línu, bara núna.

Svo, góðar stundir. Ég veit að mínar verða það.

Comments:
Stytti upp? Það hellirignir. Maður hefur meira að segja enga afsökun til að sleppa lærdómi.
Til hamingju með öll skópörin.
Kristín fékk fleiri til að kaupa sér flugfar. ;) Henni er hérmeð þakkað fyrir það.
 
Ég mótmæli! Greinilega er einhver með nógu lítinn haus þar sem ég geymdi hvíta kollinn minn í töskunni minni. Auk þess er hann kominn aftur á húfuna og ég efast um að fleiri en ég hafi merkt sinn "Una Guðlaug".

Feeeeis! :o)
 
...Helga...
ég er med hvíta kollinn thinn...gæti verid...
ekki viss, en thad er allavega ekki minn kollur...
 
HAHAHAHAHAHAHA! Ég er löngu vöknuð og búin að afgreiða fullt af fólki, já ég svaf sko ekki yfir mig í morgun!!
Svo horfði ég á There is something about Mary í gærkvöldi og það var gaman!!!
Ég vildi að ég gæti vakið þig með þessu kommenti, cause misery loooves company!!!!
 
Nú er loksins stytt upp í keflavíkinni og meira að segja glampandi sól!
 
Vá hvað þetta var vel heppnuð óvænt gjöf. Vakti ólýsanlega mikla lukku. Takk fyrir hjálpina!
 
Jæja.. það er bara að reyna að redda fríi á laugardagskvöldið, þetta verður kósí stemming ;) en hvað segiru um föstudaginn, er það Sigurrós?
 
Ég er sko reið út í póstinn, alveg fjúkandi reið skal ég segja þér!!!
 
Jæja.. þá hlýtur að vera komin tími á blogg.. svona í tilefni þess að það er byrjað að rigna aftur..
 
var ad hugsa til thin.sorry eg nadi ekki ad kissa thig adur enn eg for aftur ut.kveda til ommu thinnar!! kiss kiss fra kisu
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?