fimmtudagur, júlí 13, 2006

 

Svona er sumarið

þegar maður er í skóla.
Vinna. Kannski sofa - hugsanlega.

Una tjáði mér í hádeginu í dag að hana langaði til að koma einhverju í verk þetta sumarið. Ég er alveg sammála því en einungis á þeim forsendum að ég geri "eitthvað" því það sé eitthvað (engir scare quotes, takið eftir" sem mig langar til að gera. Una gamla setur markið hátt og vill sigla til Hríseyjar og ganga á Súlur en ég þekki mín takmork og einset mér að komast alla leið út á næsta kaffihús.

Það hefur ekkert gerst í mínu lífi. En ég vil óska eftirtöldum aðilum til hamingju:
- Óskari og Margréti með fyrstu íbúðina sína
- Ingu Steinunni með að hafa náð sér í mann sem heitir eftir föðurlandi sínu. Nepal. Án gríns.
- Unu Guðlaugu með að ætla sér stóra hluti
- Dúnnu með að vera með stærstu óléttubumbu sem ég hef séð
- Kristínu með að skipa mér að drullast til að panta mér flugfar
- Unni Helgu með að hafa komist alla leið til Danmerkur skakkafallalaust. Nei, djók, með að hafa komist inn á þennan æðislega masterklass
- Ömmu og afa með að hafa verið gift í hálfa öld
- Siggu með að stefna til Ak um helgina
- Jú, og svo sjálfri mér með að vera á leið í helgarfrí

Eins gott að það rigni ekki... Það verður nefnilega picknick og guðmávitahvað.

En í kvöld er ég kelling. Eftir vinnu æfði ég mig að keyra bíl með kúplingu. Núna mun ég hefjast handa við fullan haldapoka af kvennablöðum:
Elle, Marie Claire, Cosmopolitan, Oxugen, Company Shape, Vogue
og svo ætla ég að borða súkkulaði og horfa á Desperate Housewifes, hah!

Comments:
Það er ekki sanngjarnt að þið Una séuð að fara á Súlur þegar ég er að vinna! það var sko ég sem byrjaði að tala um það hvað mig langaði að fara! HRMPF!
 
Já, ég er svo mikill skipari :) En kíktu á ímeilið þitt, ég var að senda þér póst!
 
hæ helga, ég vildi að ég hefði komist í afmælið hjá ömmu og afa. ég ætla líka að óska þeim til hamingju
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?