miðvikudagur, september 13, 2006

 

Þar sem ég er með ljótar tær

sökum krónískra langhlaupa þá pantaði ég tíma hjá fótaaðgerðarfræðingi fyrir gærdaginn. Fótaaðgerðarfræðingur framkvæmir ekki fótsnyrtingu með lökkun og þess háttar hégóma, heldur tekur hann á tánum með hníf, skærum, töng og svona stálslípigræju eins og Krummi í Spaugstofunni notar. Er'ekk'allt'ílagæjiiiiiiiii?!

Alla vega, þá ætlaði ég mér náttúrulega að mæta í þennan tíma eftir morgunjógað mitt, EN einhver gamall karlskarfur gerði sér lítið fyrir og hreinlega stal honum. Kauði mætti bara og fótaðgerðargellan hleypti honum inn og upp í stól! Og ég sat bara á rassinum á meðan eins og þæg stelpa frammi í móttöku, las Séð&Heyrt og beið eftir að kallað væri í mig. Svo liðu 10 mín, svo 14, svo 18oghálf og svo 27 og þá, loksins þá, áttaði einhver sig á því að þetta þarna áttræða, gráhærða, gigtveika líkþorn með gaddavírsnasahárin héti líklega ekki Helga Valborg.

Oh.

Ég fékk í staðinn tíma klukkan 18 og er löngu hætt að bölva gamla greppitrýninu. Karma will get him in the end...

Comments:
Datt inn á bloggið þitt og finnst þú alveg ofboðslega skemmtileg. Go girl, go!
 
Ó, Helga. Ég get alveg ímyndað mér hversu pirrandi þetta hefur verið.
Vona að tærnar á þér séu núna orðnar fallegri.
Hafðu það sem best og bráðum verður þú líka orðin svona útlendingur.
 
En nú er ekki öll sagan sögð! því að þetta hafði áhrif á aumingja mig! þar sem við áttum langþráð stefnumót klukkan hálf sjö um kvöldið, sem ég var búin að plana algjörlega, smoothie og heitur pottur, en nei.. þá þurftir þú að fá nýjan tíma klukkan 6 :s
 
Karma Police...This is what you get, This is what you get, This is what you get, when you mess with us!
 
þú getur ekki gruflað upp fyrir mig hvað svona fótaaðgerðarfræðingur heitir í norsku? Sama vandamál hrjáir mig...ljótar tær. Níþröngir klifurskór gera ekki mikið fyrir tásurnar. NB. Þegar maður kaupir sér nýja klifurskó þá eiga þeir að vera svo litlir að tærnar eru krumpaðar inni í þeim. Hvað er málið?
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?