sunnudagur, september 24, 2006
Cheers darlin'
Here's to you guys at home, lotsa luv'an'kissiz...
Mikið skelfilega er tæknin ógeðslega mikilvæg og leiðinleg.
Sko, í fyrsta lagi: Keypti enskt símkort EN hef þar til núna ekki getað notað sms þjónustuna, hvorki skrifað né tekið á móti smáskilaboðum (oh, íslenska er svooo falleg!). Talhólfið mitt er líka búið að vera í ólagi svo vonandi heldur enginn að ég hafi verið að dissa fólk.
Í annan stað: BRAS DAUÐANS við að tengja fartölvuna mína við skólanetið, en án þess kemst maður ekki, ég endurtek, ekki, á netið. Afleiðing: Maður svarar ekki e-mailum, maður bloggar ekki, maður les ekki annarra blogg, maður fylgist ekki með fréttum, maður fer ekki á msn, maður fer ekki á skype, maður kemst ekki í heimabankann sinn...
Skiljiði? Þetta var sumsé ekki viljandi að hverfa svona.
Góðu fréttirnar eru að ég leysti bæði síma og tölvuvandann sjálf, ein og óstudd. Og nú veit ég hvað "mobile handset" er, og hvernig proxy server virkar, nananananana.
Ég sit semsagt á herberginu mínu Lindsey Hall C-19, Keele University, Staffordshire, UK, og er afskaplega góð með mig. Tíminn síðan ég kvaddi Mark á Heathrow til að taka rútuna hingað í háskólann er búin að vera stórskrýtinn e yndislegur. Ég hef ekki átt eina frístund, án gríns, þið getið varla ímyndað ykkur skiplagið hérna, og þess utan allir hlutirnir sem maður þarf að redda til þess að geta sinnt þessari stífu dagskrá.
Fyrsta morguninn minn vaknaði ég og uppgötvaði að ég var hvorki með glas né skeið né hníf né nokkuð sem hægt var að notar til að matast eða drekka. Því þambaði ég morgunte úr íþróttaplastbrúsa og skaðbrenndi mig í gómnum. Herbergið mitt er fyrir einn en ég deili því tímabundið með yndislegri sænskri stelpu sem heitir Kajsa Kirbe, meira af henni seinna en okkur semur mjög vel. Ég er í efri koju og svaf við ullarteppi því einhver gleymdi að láta okkur hafa aukasæng. Úff. Ekki næs.
Fyrstu tvo dagana voru bara erlendir nemar mættir en í gær streymdu að enskir nýnemar og eldri nemendur, fullir bílar af ferðatöskum, hljómflutnigstækjum, áhyggjufullum foreldrum, öfundsjúkum systkinum, sorgmæddum kæröstum/kærustum o.þ.h. Ég er lánsöm að því leiti að á mínum gangi búa engir karlkyns enskir fyrstaárs nemar, en þeir ku ekki kunna að henda rusli annars staðar en á gólfið eða í vaskinn eða annað fólk.
Ég er búin að sitja endalausa fyrirlestra um lífið og skipulagið hér, hvað ég verð að gera og hvað má alls ekki gera og ef ég hélt það væri vesen að vera nýnemi þá er það EKKERT í samanburði við allt sem skiptinemar þurfa að ganga í gegnum.
Skrá sig, skrá sig á herbergið og fá lykla, koma sér fyrir, kapall fyrir tölvuna, setja upp netið, setja upp póstinn, setja upp Keelekortið, hlaða Keelekortið, læra að rata í mikilvægu byggingarnar, spjalla við fólk, reyna að finna skemmtilega fólkið aftur, reyna að forðast leiðinlega fólkið, finna þvottahúsið og íþróttahúsið og pósthúsið og Student's Union húsið, og barina og matsölustaðina og bókabúðina og matvöruverslunina og bókasafnið, fá Student's Extra kort, finna símana, skrá herbergissímana, finna ruslatunnurnar, hringja heim, kaupa eitthvað í matinn, læra á strætókerfið, komast til Newkastle, læra að rata um Newkastle, finna Campur Travel shop, læra opnunar- og þjónustutíma, guð.
Núna er í gangi skráning í öll þessi Student Society, sem er sko á tveimur stöðum og ég þarf að kaupa mér ritföng og plástur og fleiri fyrirlestra og læra að rata betur. Morgundagurinn verður helvíti á jörðu því þá þarf ég að hafa uppi á kennurunum sem eru ábyrgir fyrir námsekiðavali mínu og svo mun eflaust allt stangast á og ég þarf að breyta hinu og þessu og finna þessa karla aftur. Og komast að því hvernig hagkvæmast sé að nálgast bækurnar sem ég þarf, og úff, það er a.m.k. bók á viku í mínum námskeiðum. Ég þarf líka að komast í banka (hvar?!) til að opna enskan bankareikning og finna prentaðstöðuna og læra á einhverjar vefsíður og kaupa mér rútukort og kaupa afmælisgjöf handa Eve frá Þýskalandi sem er búin að bjóða mér í afmæli á þriðjudagskvöldið. Svo þarf ég að finna Kýpurbúann sem ég man ekki hvað heitir og koma til hans skilaboðum sem ég man ekki hver eru. En hann er líka að læra bókmenntir svo við höfum alltaf eitthvað að tala um.
Vá hvað þetta er ekkert sérlega skemmtileg færsla að lesa, býst ég við, en svona eru síðustu dagar búnir að vera og a.m.k. næstu 2 verða líka endalaus þeytingur. Vonandi verð ég þá nokkuð reddí þegar fyrirlestrar hefjast á miðvikudaginn, eða alla vega búin að kaupa stílabók. Ég er lifandi og mér líður vel og hlakka bara til að ger hluti eins og lesa e-mail og blogg og senda kort og heyra betur í ykkur öllum heima sem eruð yndisleg og góð. Þetta kemur allt saman.
Mikið skelfilega er tæknin ógeðslega mikilvæg og leiðinleg.
Sko, í fyrsta lagi: Keypti enskt símkort EN hef þar til núna ekki getað notað sms þjónustuna, hvorki skrifað né tekið á móti smáskilaboðum (oh, íslenska er svooo falleg!). Talhólfið mitt er líka búið að vera í ólagi svo vonandi heldur enginn að ég hafi verið að dissa fólk.
Í annan stað: BRAS DAUÐANS við að tengja fartölvuna mína við skólanetið, en án þess kemst maður ekki, ég endurtek, ekki, á netið. Afleiðing: Maður svarar ekki e-mailum, maður bloggar ekki, maður les ekki annarra blogg, maður fylgist ekki með fréttum, maður fer ekki á msn, maður fer ekki á skype, maður kemst ekki í heimabankann sinn...
Skiljiði? Þetta var sumsé ekki viljandi að hverfa svona.
Góðu fréttirnar eru að ég leysti bæði síma og tölvuvandann sjálf, ein og óstudd. Og nú veit ég hvað "mobile handset" er, og hvernig proxy server virkar, nananananana.
Ég sit semsagt á herberginu mínu Lindsey Hall C-19, Keele University, Staffordshire, UK, og er afskaplega góð með mig. Tíminn síðan ég kvaddi Mark á Heathrow til að taka rútuna hingað í háskólann er búin að vera stórskrýtinn e yndislegur. Ég hef ekki átt eina frístund, án gríns, þið getið varla ímyndað ykkur skiplagið hérna, og þess utan allir hlutirnir sem maður þarf að redda til þess að geta sinnt þessari stífu dagskrá.
Fyrsta morguninn minn vaknaði ég og uppgötvaði að ég var hvorki með glas né skeið né hníf né nokkuð sem hægt var að notar til að matast eða drekka. Því þambaði ég morgunte úr íþróttaplastbrúsa og skaðbrenndi mig í gómnum. Herbergið mitt er fyrir einn en ég deili því tímabundið með yndislegri sænskri stelpu sem heitir Kajsa Kirbe, meira af henni seinna en okkur semur mjög vel. Ég er í efri koju og svaf við ullarteppi því einhver gleymdi að láta okkur hafa aukasæng. Úff. Ekki næs.
Fyrstu tvo dagana voru bara erlendir nemar mættir en í gær streymdu að enskir nýnemar og eldri nemendur, fullir bílar af ferðatöskum, hljómflutnigstækjum, áhyggjufullum foreldrum, öfundsjúkum systkinum, sorgmæddum kæröstum/kærustum o.þ.h. Ég er lánsöm að því leiti að á mínum gangi búa engir karlkyns enskir fyrstaárs nemar, en þeir ku ekki kunna að henda rusli annars staðar en á gólfið eða í vaskinn eða annað fólk.
Ég er búin að sitja endalausa fyrirlestra um lífið og skipulagið hér, hvað ég verð að gera og hvað má alls ekki gera og ef ég hélt það væri vesen að vera nýnemi þá er það EKKERT í samanburði við allt sem skiptinemar þurfa að ganga í gegnum.
Skrá sig, skrá sig á herbergið og fá lykla, koma sér fyrir, kapall fyrir tölvuna, setja upp netið, setja upp póstinn, setja upp Keelekortið, hlaða Keelekortið, læra að rata í mikilvægu byggingarnar, spjalla við fólk, reyna að finna skemmtilega fólkið aftur, reyna að forðast leiðinlega fólkið, finna þvottahúsið og íþróttahúsið og pósthúsið og Student's Union húsið, og barina og matsölustaðina og bókabúðina og matvöruverslunina og bókasafnið, fá Student's Extra kort, finna símana, skrá herbergissímana, finna ruslatunnurnar, hringja heim, kaupa eitthvað í matinn, læra á strætókerfið, komast til Newkastle, læra að rata um Newkastle, finna Campur Travel shop, læra opnunar- og þjónustutíma, guð.
Núna er í gangi skráning í öll þessi Student Society, sem er sko á tveimur stöðum og ég þarf að kaupa mér ritföng og plástur og fleiri fyrirlestra og læra að rata betur. Morgundagurinn verður helvíti á jörðu því þá þarf ég að hafa uppi á kennurunum sem eru ábyrgir fyrir námsekiðavali mínu og svo mun eflaust allt stangast á og ég þarf að breyta hinu og þessu og finna þessa karla aftur. Og komast að því hvernig hagkvæmast sé að nálgast bækurnar sem ég þarf, og úff, það er a.m.k. bók á viku í mínum námskeiðum. Ég þarf líka að komast í banka (hvar?!) til að opna enskan bankareikning og finna prentaðstöðuna og læra á einhverjar vefsíður og kaupa mér rútukort og kaupa afmælisgjöf handa Eve frá Þýskalandi sem er búin að bjóða mér í afmæli á þriðjudagskvöldið. Svo þarf ég að finna Kýpurbúann sem ég man ekki hvað heitir og koma til hans skilaboðum sem ég man ekki hver eru. En hann er líka að læra bókmenntir svo við höfum alltaf eitthvað að tala um.
Vá hvað þetta er ekkert sérlega skemmtileg færsla að lesa, býst ég við, en svona eru síðustu dagar búnir að vera og a.m.k. næstu 2 verða líka endalaus þeytingur. Vonandi verð ég þá nokkuð reddí þegar fyrirlestrar hefjast á miðvikudaginn, eða alla vega búin að kaupa stílabók. Ég er lifandi og mér líður vel og hlakka bara til að ger hluti eins og lesa e-mail og blogg og senda kort og heyra betur í ykkur öllum heima sem eruð yndisleg og góð. Þetta kemur allt saman.
PS. Passaðu þig á kvefpest sem er á sveimi, ég krækti mér í eina þannig, mæli ekki með veikindum þessa fyrstu daga ofan á allt annað. ;-)
ég sakna þín svo mikið!!!;(
Þú ert best!!!!
<< Home