miðvikudagur, september 27, 2006

 

Englendingar

keyra ekki bara vinstra megin á götunum heldur ríkir líka vinstri réttur hvað alla fótgangadi varðar, alas, ég er afskaplega dónalegur og pirrandi vegfarandi.

En ég er ekki bara pirrandi heldur líka pirruð. Enskir háskólanýnemar eru nefnilega ömurlegustu sóðar á jarðríki. Þar sem ég stundaði nú skátaútilegur í fjallaskálum til margra ára þá hef ég orðið vitni að ýmsu mis-aðlaðandi, en svona spauglaust þá hef ég aldrei kynnst öðrum eins óbjóði.

Við erum að tala um mat (ferskan, matreiddan, skemmdan...) út um allt og sérstaklega á gólfinu, óhreint leirtau upp um alla bekki, lekar mjólkurfernur í annarri hverri ísskápshillu og eldhússkáparnir eru eins og Somme á góðum degi, svona 1913. Fólk treður bara áhöldunum sínum og þurrvörunum alls staðar þar sem er minnsta pláss, en helst þar sem er ekki pláss, og hendir annarra manna dóti upp í aðrar hillur.
Í gærnótt þegar við komum heim þá var ég sko næstum búin að berja á allar dyrnar á ganginum til að hafa uppi á, og miskunnarælaust drepa apaköttinn sem tók mín 5 stk af krukkum/flöskum/pökkum úr einu skáphorni og henti þeim öllum í aðra stútfulla hillu - og hvað var mótífið? Að koma fyrir sínum stóru ljótu steikarpönnum.
Við Kajsa, herbergisfélagi minn, geymum nánast ekkert inni í þessu eldhúsógeði nema hrávörurnar í ískápnum, en ég mun EKKI láta þetta 1/2% af eldhúsrýminu af hendi! Ég borga nógu mikið í leigu til þess að geta geymt ólífuolíu, sojsósu, sinnepskrukku og hafrakexpakka í einu eldhússkápshorni, god damn it! Nú er ég brjáluð, bara við að hugsa um þetta... Það verður forvitnilegt að sjá hvernig fyrsti Block Meeting fer.

Í alvöru talað, Drekaútilega í Fálkafelli er rjómagrautur í samanburði við þetta rugl. Og nágrannar mínir eiga að heita fullorðið fólk, eða alla vega nógu fullorðið til að flytja að heiman og lifa í sambýli við annar fullorðið fólk. Bleh.

Að öllu nöldri slepptu þá lofa námskeiðin mín góðu. Ég tek 2 tvöföld námsskeið sem eru ætluð 3. árs nemum, og þarf því ekki að mæta á fyrirlestra, en þess í stað 2 stýrða umræðuhópa á viku (seminars). Það eru 4 klst en ég þarf að lesa 1 skáldsögu + aukaefni fyrir hvort seminar, auk þess að undirbúa mitt framlag til umræðnanna. Þetta er lágmark 700 bls á viku auk alls sem ég skrifa sjálf. Brrr. En ég hlakka svo til, vá, annað námsskeiðið heitir The Contemporary American Novel eða Amerískar samtímabókmenntir, og hitt Popular Fiction and Cultural Theory, og fjallar um hlutverk og gildi afþreyingarbókmennta í hinu vestræna nútímaþjóðfélagi. Litla ég er reyndar bara 2. árs nemi með undanþágur á báða bóga en so be it. Erfitt kannski, en fáránlega áhugavert, vá! Svo eru líka meiri líkur á að maður kynnstir fólki í 12 manna umræðuhópum heldur en á 100 manna fyrirlestrum, auk þess sem mér finnst gaman að tala, hah.

En já, til að reyfa þetta
- keypti fjólubláa flauelsinniskó eins og ömmur nota, svaka gella
- þarf að hafa herbergislyklana mína um hálsin þegar ég er heima við til að týna þeim ekki
- lét blekkjast af gaur sem reyndi af svíkja 2,80 af okkur stelpunum, en gömul kona bjargaði mér
- keypti bakteríu- og lyktareyðandi sprey fyrir fötin mín, ekki það að ég muni hætta að þvo þau heldur því ég þarf alltaf að ná að safna sjálf í heila vél og panta tíma og eyða tíma í þetta og borga fyrir og blablabla, alla vega þá kýs ég að fríska svona upp á fatnaðinn öðru hvoru (og svo reykja menn svooo mikið á pöbbunum)
- Kajsa er sænski herbergisfélaginn í Lindsey Hall (ljóshærð og fallega SÆNSK og þenkjandi og umhverfis- og skipulagsfræðinemi og okkur lyndir einstaklega vel)
- Kim er hollenski nágranninn í Lindsey Hall(músarleg en indæl, gefum henni tíma)
- Andreas er Kýpurbúi búsettur í Holly Cross (stúderar Amerískar og enskar bókmenntir, jájájá, eitursnjall en afslappaður, og mest goofy maður sem ég þekki, ég kalla hann wuss því hann þykist þurfa mýkingarefni fyrir þvotinn sinn og vill minni rass, og hann kallar mig darling og vill gefa mér múslí)
- Eva er þjóðverji frá Ulm! og býr í Lindsey Court með sitt eigið baðherbergi sem þykir afar öfundsvert (áreiðanleg, áhugaverð, tepruleg og ég mun klárlega heimsækja hana næsta sumar og Carolyn mína í leiðinni)
- Simon er Svíi sem ég man ekki hvar býr (fyndinn, skarpur,íhugull, lágvær, hefur áhuga á öllu held ég bara, og skoðanir líka, yes, svooo gaman að spjalla við hann)
- versluðum matvörur í Morrisons inni í Newcastle (ekki stórborginni) og strákarnir settu svo mikið í kerruna sína að brauðið og osturinn kramdist og þeir þurftu að taka leigubíl heim
- keypti plastbakka til að borða af á gólfinu því það er ekkert eldhúsborð, og bara eitt skrifborð á herberginu okkar Kajsu, hann var ljótur með fjólubláum blómum og kostaði pund í Poundland, og Simon fann annan miklu fallegri fyrir 70p í Wilkinsons og grobbaði sig mikið (annars er hann tepra og finnst vont að borða á gólfinu)
- stofnaði með Kajsu félagsskapinn The Cardigans, og Simon er með án þess að vita það, enda er hann líka alltaf í gollu
- borðaði á indverskum veitingastað til að hita upp fyrir afmælispartí Evu sem er í dag, og deildi hrísgrjónum með Kríu sem fékk sjálf heilan kjúkling og hann var fjólublár
- aðstoðaði hljálparvana Adrian við að elda örbylgjurétt í bakarofni því það var enginn örbylgjuofn í eldhúsinu (var, nú er), held hann sakni mömmu sinnar, ooooh
- á núna fullt af afar ódýrym ritföngum, og 2 dagbækur og post-it miða sem detta alltaf niður
- fann heilsuvöruverslun sem tilheyrir Boots rétt hjá strætóstoppistöðinni í Newcastle og þar er nánast allt sem ég gæti þarfnast
- get farið í jóga a.m.k. 3x í viku í ræktinni hérna sem er afar afar gott, eða eins og konan sagði: v.good
- keypti vasaljós því Kajsa sefur í neðri kojunni og þar er lampinn
- enskar pípulagnir eru ÖMURLEGAR
- Marks&Spencer's pestó er guðdómlegt
- fékk 2 fyrir 1 af Sensodyne tannkremi
- keypti regnhlíf og þarf að muna að það þykir ekki hallærislegt að nota svoleiðis hérna í Englandi
- er búin að læra að rata um mikilvægasta svæðið hérna á campus og finna út hvar er hægt að fá sojalatte
- þarf að finna tíma til að setja myndir hérna inn
- í kvöld er afmæliskvöldverður með ódýru víni hjá Evu, og vonandi er hún búin að jafna sig eftir öll skotin sem hún staupaði (ofan í öll vínglösin) í gærkvöldi, en það er sumsé sólarhringsfögnuður hér
- mamma ætlar að senda mér gráu tuðruna mína svo ég geti lifað

Ég er grænmetisæta, fyrir þá sem ekki vita það.

NB Newcastle sem ég tala um hérna er ekki stórborgin Newcastle, heldur bær sem heitir Newcastle-Under-Lyme og er í um 10 mín fjarlægð frá Keele. Mér skillst að það megi svæðið Castle svo kannski geri ég það bara til að forðast misskilning.

Comments:
Það var nú bara tímaspursmál hvenær þú gerðir það opinbert, það var augljóst að þú stefndir í að verða grænmetisæta.
Þú virðist vera að aðlagast nokkuð vel, og það gleður mig.
Hlakka til að kíkja í heimsókn til þín eftir áramót.
Skemmtu þér vel.
 
Vá mikið af upplýsingum!

Í fyrsta lagi: Adrian? Brody þá? ;o)

Hvernig er með síma, skype, msn? Þú lifir svo spennandi lífi, mig langar að lifa í gegnum þig! Það mest spennandi sem henti mig í dag er örugglega þegar Pétur Knútsson gekk um bekkinn í morgun og tók myndband af okkur. En hey, nóttin er ung... hver veit nema ég þurrki af og lesi jafnvel breska menningarsögu! Dunununu!

Ást frá Gúbbý
 
Hæ, hæ.
Ekki gefa þitt pláss eftir í eldhúsinu! Nóg þarf nú að borga fyrir þessa fermetra, og "aðstöðuna".
Verðum í skype-msn-farsíma-bandi. Já, og svo er freistandi að kíkja aðeins út fyrir borgarmörkin og athuga hvernig þetta Staffordskíri lítur út, svona þegar lærdómurinn leyfir. ;-)
 
Hæhæ, það er sko þannig að maður kíkir ekkert bara á bloggið þitt, þetta er hálftíma lesning :) en ég kvarta ekki, ég elska að fylgjast með því sem þú ert að gera! Ég held nú að hún Helga sem ég þekki eigi nú alveg að geta ráðið fram úr þessu þannig að þú fáir þitt pláss í eldhúsinu, það er nú þannig að ef þú hvæsir þá verður maður hræddu (tala af reynslu!) :) en hafðu það gott krúttímússúrass... ahhh, talandi um að ég eigi að fara að sofa núna.. bæbæ :)
 
check out the email!
 
einhvernegin á ég erfitt med að trúa að þú hafir lært að rata um campusinn á hvað...þrem dögum?! ;o)
Sakna þín!
 
heyhey gaman að lesa þetta hjá þér... fór á súfistann í dag með Vogue að lesa og borðaði panini... hugsaði til þín :)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?