sunnudagur, september 10, 2006
No regrets
Ég er ekki stolt af öllu sem ég hef gert en ég sé ekki eftir neinu.
Sumarið er farið og það er ýmislegt misgáfulegt sem ég aðhafðist nú eða aðhafðist hreinlega ekki (*hóst* blogga*hóst*) en þeir villuráfandi sauðir sem enn ramba inn á þessa síðu vilja örugglega ekki lesa afsakanir - og síst af öllu ef þær eru ekki einlægar.
Ég er einlæg. Alla vega á þessum vettvangi. Við ýmsar aðrar aðstæður gæti fólki fundist ég lokuð eða í vörn eða guðmávitahvað en hér er ég ég. Og ef þér finnst ég ekki skemmtileg þá er það þitt vandamál. Ég hef það eftir mjög svo áreiðanlegum heimildum að ég sé skemmtileg svo það er engin leið að fá mig til að efast.
En skemmtilegt fólk fer líka í fýlu, sko. Og stundum er ég bara fúl og það er bara fínt.
Nú er vika í að ég kveðji gömlu Ak og fari burt og út í heim. Fyrsta stopp er nú ekki lengra í burtu en Rakavík þar sem ég hyggst heimsækja elsku Unu og Unni mína og Sigga og segi bless og líka við Björk.
Björk, þú ert pottétt. Takk fyrir það.
Ég og Kristín kría ætlum að vera hallærislegir skiptinemar við University of Keele í Staffordshire, UK. Við munum mæta sveittar með lágmark 30kg af farangri hvor og sigra heiminn. Eða alla vega Bretaveldi.
Taa
Sumarið er farið og það er ýmislegt misgáfulegt sem ég aðhafðist nú eða aðhafðist hreinlega ekki (*hóst* blogga*hóst*) en þeir villuráfandi sauðir sem enn ramba inn á þessa síðu vilja örugglega ekki lesa afsakanir - og síst af öllu ef þær eru ekki einlægar.
Ég er einlæg. Alla vega á þessum vettvangi. Við ýmsar aðrar aðstæður gæti fólki fundist ég lokuð eða í vörn eða guðmávitahvað en hér er ég ég. Og ef þér finnst ég ekki skemmtileg þá er það þitt vandamál. Ég hef það eftir mjög svo áreiðanlegum heimildum að ég sé skemmtileg svo það er engin leið að fá mig til að efast.
En skemmtilegt fólk fer líka í fýlu, sko. Og stundum er ég bara fúl og það er bara fínt.
Nú er vika í að ég kveðji gömlu Ak og fari burt og út í heim. Fyrsta stopp er nú ekki lengra í burtu en Rakavík þar sem ég hyggst heimsækja elsku Unu og Unni mína og Sigga og segi bless og líka við Björk.
Björk, þú ert pottétt. Takk fyrir það.
Ég og Kristín kría ætlum að vera hallærislegir skiptinemar við University of Keele í Staffordshire, UK. Við munum mæta sveittar með lágmark 30kg af farangri hvor og sigra heiminn. Eða alla vega Bretaveldi.
Taa
múhahahahha
Þú getur verið hallærisleg og sveitt að burðast með 30 kíló.
Ég ætla að vera með 20 kíló að hámarki, ilma eins og rós og vera svöl að eilífu amen.
The Krí
...don' leave me, Lo...
Þú mátt hins vegar vera með 30 kg farangur og yfirvigt, ég fer ekki yfir 20 kg, stefni á 15 max., en ég verð ekki sótt á flugvöllinn eins og sumir (hef ég heyrt).
Ég óska þér góðs gengis í Englandinu, og er ákveðin í að koma í heimsókn til þín... í lok janúar.
Best wishes from the English teachers at MA.
Ingibjörg
Skemmtu þér vel úti ég veit þú átt eftir að sakna okkar en þú þraukar!
<< Home