laugardagur, september 30, 2006
Retail therapy
einkenndi daginn í dag. Hví:
- ég er vansvefta því ég get aldrei sofnað fyrr en annað fólk í sama svefnrými er horfið inn í draumalandið, ég bara verð að vaka þangað til
- ég er stressuð fyrir næsta miðvikudegi þegar ég þarf að mæta á seminar og tjá mig um bók sem virðist áfáanleg í verslunum
- ég þurfti að redda mér hinu og þessu til að geta komið mér bærilega fyrir og byrjað takast á við bækurnar (t.d. auka handklæði, auka sængurveri, námsbókum, batteríum, leslampa...)
- persónulegt rými mitt hefur einskorðast við klósettið undanfarið því við Kajsa deilum jú einsmanns herbergi
- ég þurfti að vera ein með sjálfri mér því undanfarið hefur hverri mínutu verið varið í gleðskap í góðum félagskap og það er bara slítandi að vera sífellt félagslyndur og gefandi (ég er í eðli mínu eigingjarn einfari)
- mig langar í ný föt því ég nenni ekki að þvo þvottinn minn
- það er útborgunardagur
Vaknaði snemma og tók strætó í 50 mín inn í miðborg byggðarlagskjarnans sem háskólinn minn tilheyrir (sumsé Stoke-on-Trent og miðborgin heitir Hanley). Bara ég með Fisherman's Woman í eyrunum og morgunsólina fyrir utan bílrúðuna. Unaður.
Fann Tourist Information þar sem ég varð mér út um götukort og þannig komst ég alla leið inn aðal-verslunarmiðstöðina sem olli sko ekki vonbrigðum. Núna á ég talsvert minni af pundum en í gær en er líka stoltur eigandi ullarkjóls og nýrra gallabuxna. Hins vegar gleymdist alveg að kippa með sængurveri og handklæði, hm. Það er bara ekki jafn skemmtilegt að máta þannig hluti.
Var að drepast út kulda í strætó á leiðinni heim undir kvöldmat og þegar ég skreið grútmáttlaus, hrakin og uppgefin eftir átök dagsins þá biða mín 3 yngismeyjar inn á herbergi og tilkynna mér að ég sé að fara í vínsmökkun heim til Simon og Filips, sem báðir eru Svíar og búa á sama ganginum í næstu blokk. Það þurfti gríðarlegt átak til að setjast ekki á gólfið og grenja því nú var heit sturta og efti kojan mín klárlega úr myndinni - það er jú skemmtilegra í partíum heldur en sturtu. Auk þess átti ég nýjar svartar skinny jeans til að skrýðast og 1 of Autumn's Essential Buys, eins og segir í auglýsingunum, sem sagt The Oversized Cardigan (nema hvað). Já, og gula hálsfesti, sem er gleðilegt. Svo mín klíndi á sig varalit og trítlaði yfir til Svíanna og var vel. Kvöldinu var varið í sull með ýmsa misjafna vökva, sænska hip-hop tónlist og gömul tónlistarmyndbönd síðan. Við hengdum upp plakat af Audrey Hepburn og ég var látin vera með karlmanns hatt.
Á morgun verður tekin lest upp til Manchester. Það hefur enginn nennt að afla sér upplýsinga um það sem þar er hægt að aðhafast svo líklega verður laugardeginum varið í ráp og blaður, veitingastað, pöbb og eitthvað álíka afslappandi. Kría er sú eina sem hefur heimsótt borgina svo hún verður bara að lóðsa okkur á milli verslana, haha. Vonandi tekst mér líka að komast yfir þessa bókardruslu. Vonandi kem ég mér til að setja inn myndir hérna á sunnudaginn en ég þarf náttúrulega að þvo þvott og drekka kaffi svo ég vil ekki lofa neinu.
Ást frá Helgu önd.
Jebb, "duck" er semsagt the local term of endearment hérna á svæðinu, þannig að ef fólki líkar vel við mann eða er að veita manni óformlega þjónustu eða aðstoð eða eitthvað þá er maður ávarpaður sem "duck", "duckling" eða "ducklet". Afskaplega krúttlegt en nánast ómögulegt að skilja nema það sé útskýrt sérstaklega. Eiginlega hljóma þetta meira eins og "doc" og "dumpling" sem er svona minna sætt, en alla vega, later, duck!
- ég er vansvefta því ég get aldrei sofnað fyrr en annað fólk í sama svefnrými er horfið inn í draumalandið, ég bara verð að vaka þangað til
- ég er stressuð fyrir næsta miðvikudegi þegar ég þarf að mæta á seminar og tjá mig um bók sem virðist áfáanleg í verslunum
- ég þurfti að redda mér hinu og þessu til að geta komið mér bærilega fyrir og byrjað takast á við bækurnar (t.d. auka handklæði, auka sængurveri, námsbókum, batteríum, leslampa...)
- persónulegt rými mitt hefur einskorðast við klósettið undanfarið því við Kajsa deilum jú einsmanns herbergi
- ég þurfti að vera ein með sjálfri mér því undanfarið hefur hverri mínutu verið varið í gleðskap í góðum félagskap og það er bara slítandi að vera sífellt félagslyndur og gefandi (ég er í eðli mínu eigingjarn einfari)
- mig langar í ný föt því ég nenni ekki að þvo þvottinn minn
- það er útborgunardagur
Vaknaði snemma og tók strætó í 50 mín inn í miðborg byggðarlagskjarnans sem háskólinn minn tilheyrir (sumsé Stoke-on-Trent og miðborgin heitir Hanley). Bara ég með Fisherman's Woman í eyrunum og morgunsólina fyrir utan bílrúðuna. Unaður.
Fann Tourist Information þar sem ég varð mér út um götukort og þannig komst ég alla leið inn aðal-verslunarmiðstöðina sem olli sko ekki vonbrigðum. Núna á ég talsvert minni af pundum en í gær en er líka stoltur eigandi ullarkjóls og nýrra gallabuxna. Hins vegar gleymdist alveg að kippa með sængurveri og handklæði, hm. Það er bara ekki jafn skemmtilegt að máta þannig hluti.
Var að drepast út kulda í strætó á leiðinni heim undir kvöldmat og þegar ég skreið grútmáttlaus, hrakin og uppgefin eftir átök dagsins þá biða mín 3 yngismeyjar inn á herbergi og tilkynna mér að ég sé að fara í vínsmökkun heim til Simon og Filips, sem báðir eru Svíar og búa á sama ganginum í næstu blokk. Það þurfti gríðarlegt átak til að setjast ekki á gólfið og grenja því nú var heit sturta og efti kojan mín klárlega úr myndinni - það er jú skemmtilegra í partíum heldur en sturtu. Auk þess átti ég nýjar svartar skinny jeans til að skrýðast og 1 of Autumn's Essential Buys, eins og segir í auglýsingunum, sem sagt The Oversized Cardigan (nema hvað). Já, og gula hálsfesti, sem er gleðilegt. Svo mín klíndi á sig varalit og trítlaði yfir til Svíanna og var vel. Kvöldinu var varið í sull með ýmsa misjafna vökva, sænska hip-hop tónlist og gömul tónlistarmyndbönd síðan. Við hengdum upp plakat af Audrey Hepburn og ég var látin vera með karlmanns hatt.
Á morgun verður tekin lest upp til Manchester. Það hefur enginn nennt að afla sér upplýsinga um það sem þar er hægt að aðhafast svo líklega verður laugardeginum varið í ráp og blaður, veitingastað, pöbb og eitthvað álíka afslappandi. Kría er sú eina sem hefur heimsótt borgina svo hún verður bara að lóðsa okkur á milli verslana, haha. Vonandi tekst mér líka að komast yfir þessa bókardruslu. Vonandi kem ég mér til að setja inn myndir hérna á sunnudaginn en ég þarf náttúrulega að þvo þvott og drekka kaffi svo ég vil ekki lofa neinu.
Ást frá Helgu önd.
Jebb, "duck" er semsagt the local term of endearment hérna á svæðinu, þannig að ef fólki líkar vel við mann eða er að veita manni óformlega þjónustu eða aðstoð eða eitthvað þá er maður ávarpaður sem "duck", "duckling" eða "ducklet". Afskaplega krúttlegt en nánast ómögulegt að skilja nema það sé útskýrt sérstaklega. Eiginlega hljóma þetta meira eins og "doc" og "dumpling" sem er svona minna sætt, en alla vega, later, duck!
Góða skemmtun í Manchester, endilega skila kveðju til hans Manchester United, svona ef þú skyldir rekast á hann.
Gaman að lesa um öll ævintýrin. Keep up the good work.
Ingibjörg
<< Home