mánudagur, október 30, 2006

 

Í dag stal ég könnu

af lífræna matsölustaðnum hérna á kampus. Þetta er fyrirtaks kaffi-/tekanna úr hvítum leir með marglitum doppum. Núna er ég að sötra chai úr gripnum og er það vel.

En byrjum á byrjuninni sem byrjaði í gærmorgun klukkan 7.

Vakna, lesa hemildir, kveðja Lindu, lesa heimildir, hádegismatur, klára að lesa heimildir...

...

Klukkustundirnar fljúga hjá og kem ég orði á blað? Nei. Ekkert. Það er allt fast inni í hausnum á mér eins og vondur kökkur. 12 klst í fyrirlestur í Amerískum samtímabókmenntum. Er ég búin að skrifa orð? Nei. Ekkert.

Svona er sunnudagurinn. Ekkert. Svo kemur sunnudagsnótt og um 1-leytið er ég farin að örvænta þó þetta sé eitthvað að mjakast. Fyrst sé ég fram á 4 tíma svefn. Svo lítur út fyrir að það verði tæpir 3. Og loks er ljóst að ég verð að skrifa alveg þangað til tími er kominn á sturtu. Þetta hefst, svona, klæða sig.

Á leiðinni á seminar hitti ég Tom sem er einmitt í þessum tímum með mér. Það kemur á daginn að við erum nágrannar. Það kemur á sama daginn að Tom er alls ekki leiðinlegur eins og talið var heldur fínn bara. Hann vakti líka í alla nóttina og las bókina svo við erum jafn þreytt, jafn kaffiþyrst.

Fyrirlestur, og nema hvað: "Excellent! Thank you very much in deed", segir Dr. Brown og bara orðlaus. Þetta skrípi tók á sig mynd um fimmleytið í nótt og ég hafði bara sett markið á að klára hann. Gleði, gleði, góður dagur og ritstíflan skelfilega löngu gleymd.

Póshústið - og þar er Tom! Hvorugt okkar er búið að fá kreditreikninginn sem er afar dularfullt. Hins vegar er Royal Mail með endemum lélegur dreifingaraðili. Þeim finnst fátt notalegra en safna saman öllum pósti sem þeir finna og fela hann í London.

Að sjálfsögðu eigum við Tom samleið í bankann (okkur er greinilega ætlað að vera saman). Svo fer hann að leita sér að vinnu því hann á engan pening en ég kaupi mér samloku því ég er siðblind. Að sjálfsögðu rekumst við aftur á hvort annað á lífræna bitastaðnum Harvey's þar sem gott kaffi fæst (Tom getur keypt kaffi þó hann eigi ekki aur, háskólanemar geta alltaf keypt kaffi) og þar eru líka fallegustu könnurnar á campus. Ég viðra skoðanir mínar á þeim málum og hann segir: "You wanna steal them?" Þar sem ég er jú siðblind þá samþykki ég það.

Ránið reynist sorglega löðurmannlegt í framkvæmd og veldur okkur vonbrigðum. Við reynum að finna betri orð yfir verknaðinn heldur en "steal" sem er afskaplega ruddaleg sögn. Sættumst loks á það að hafa "purloined the mugs". Það hljómar voða posh.

En augnlokin síga í þrátt fyrir allt kaffið og loks drattast ég heim að leggja mig. Sem er klárlega heimskulegt því nú mun ég sofna allt of seint og sofa allt of lengi á morgun og þurfa að læra frameftir og vakna seint og... Oh.

En! Ég á könnu.

Comments:
Til hamingju með góða gengið í fyrirlestrinum.
En, þú smitaðir mig um helgina - af ritstýflu. Vonandi brestur hún bara eins lukkulega og hjá þér. ;-)
 
"Talið er að Helga hafi byrjað glæpaferilinn þegar hún hnuplaði óvart súkkulaðistykki í Bónus..."

Hoho.

Til hamingju með að hafa eignast vin í dag... að ekki sé minnst á könnuna!

Ég á hins vegar oststykki og hitabrúsa í felulitum, húrra!

Hey, það eru alveg að koma jól og þá ætla ég að hitta þig, hvernig sem ég fer að því!
 
(Það er bara hitabrúsinn sem er í felulitum, osturinn er eins og ostur á litinn)
 
Líst vel á þig! Steldu svo einhverju sem er þess virði að stela!

- Happy Birthday, Tiny.
 
Helga er komin með kærasta;)
múhahaha

spaug, en það var sjúklega æðislega frábærlega yndislega gaman að heyra í þér í dag!!!

hlakka til að sjá þig eftir 6 vikur:)

kv
Valdís
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?