föstudagur, október 27, 2006
Ég snýst
í hringi kringum það sem ég held að ég haldi. Ég efast og fer hinn hringinn. Um stund, þangað til ég er komin í ógöngur og á einskis úrkosti en að skipta aftur um hring. Eftir hring eftir hring.
Ég veit ekki neitt en ég held, fast, dauðahaldi í afstöðu, skoðun, hugmynd sem er bara ljósmynd af afriti af annarri ómynd og frumritið er týnt en ég held áfram að leita.
Fyrirgefðu, þú sem ég er ekki búin að tala við lengi, og líka þú sem fékkst aldrei svar. Ég lofa að reyna að hætta að fela mig og hverfa inn í sjálfa mig og týnast þar dögum saman. Ég er ekki vansæl, bara ringluð. Eiginlega er ég frekar sæl.
Te. Bakaðar kartöflur. Bakaðar baunir. Avakadó eru fullkomin matvara.
Um daginn sneri vindurinn regnhlífinni minni við svo ég þarf að kaupa nýja. Mig vantar líka andlitssápu því ég gleymdi flöskunni hjá Drífu.
Ég fæ aldrei nóg af íkornunum sem skjótast annað slagið yfir göturnar hérna. Og ég get ekki hætt að hugsa um krossfiska. Í The Book of Daniel eftir E.L. Doctorow mótmælir téður Daniel því að armar þessarra dýra vísi út í uppgjöf eða dauða, sem er ástæða þess að þeir eru oft taldir ógæfumerki. Þess í stað vill hann meina að krossfiskurinn vísi inn, inn í sjálfið og upphaf alls.
Ég er krossfiskur and I Grow Back Like a Starfish.
Úrvalið í fataskápnum mínum er að verða talsvert takmarkað en ég nenni ómögulega að þvo. Má heldur ekkert vera að því þar sem ég þarf að halda fyrirlestur í Contemporary American Fiction á mánudagsmorgun. Byrja á ritgerð um leið og það er yfirstaðið.
Ég las The Bell Jar og segi hér með öllum stautfærum manneskjum að fylgja því fordæmi. Íslenska þýðingin heitir Glerhjálmurinn og þetta eru rétt rúmar 200 bls kilja. Það eru til bækur sem fylgja mér alltaf, það er ekki bara í skáldsögum sem skáldsögur breyta lífi manna. Sylvia Plath er dáin, Virginia Woolf er dáin, James Joyce er dáinn, W.B. Yeats er dáinn en Paul Auster er reyndar á lífi þó hann sé gránaður. Þegar ég finn fyrstu gráu hárin mun ég spurja mig:
Ertu búin að fara til Indlands?
Ertu búin að lesa biblíuna?
Ertu búin að ganga eftir Kínamúrnum?
Ertu búin að segja mömmu þinni að í hvert skipti sem þú horfir í spegil þá sjáir þú hana standa á bak við þig, með hárbursta og teygju að flétta 9 ára hárið þitt?
Ertu búinn að borga visareikninginn?
Ég veit ekki neitt en ég held, fast, dauðahaldi í afstöðu, skoðun, hugmynd sem er bara ljósmynd af afriti af annarri ómynd og frumritið er týnt en ég held áfram að leita.
Fyrirgefðu, þú sem ég er ekki búin að tala við lengi, og líka þú sem fékkst aldrei svar. Ég lofa að reyna að hætta að fela mig og hverfa inn í sjálfa mig og týnast þar dögum saman. Ég er ekki vansæl, bara ringluð. Eiginlega er ég frekar sæl.
Te. Bakaðar kartöflur. Bakaðar baunir. Avakadó eru fullkomin matvara.
Um daginn sneri vindurinn regnhlífinni minni við svo ég þarf að kaupa nýja. Mig vantar líka andlitssápu því ég gleymdi flöskunni hjá Drífu.
Ég fæ aldrei nóg af íkornunum sem skjótast annað slagið yfir göturnar hérna. Og ég get ekki hætt að hugsa um krossfiska. Í The Book of Daniel eftir E.L. Doctorow mótmælir téður Daniel því að armar þessarra dýra vísi út í uppgjöf eða dauða, sem er ástæða þess að þeir eru oft taldir ógæfumerki. Þess í stað vill hann meina að krossfiskurinn vísi inn, inn í sjálfið og upphaf alls.
Ég er krossfiskur and I Grow Back Like a Starfish.
Úrvalið í fataskápnum mínum er að verða talsvert takmarkað en ég nenni ómögulega að þvo. Má heldur ekkert vera að því þar sem ég þarf að halda fyrirlestur í Contemporary American Fiction á mánudagsmorgun. Byrja á ritgerð um leið og það er yfirstaðið.
Ég las The Bell Jar og segi hér með öllum stautfærum manneskjum að fylgja því fordæmi. Íslenska þýðingin heitir Glerhjálmurinn og þetta eru rétt rúmar 200 bls kilja. Það eru til bækur sem fylgja mér alltaf, það er ekki bara í skáldsögum sem skáldsögur breyta lífi manna. Sylvia Plath er dáin, Virginia Woolf er dáin, James Joyce er dáinn, W.B. Yeats er dáinn en Paul Auster er reyndar á lífi þó hann sé gránaður. Þegar ég finn fyrstu gráu hárin mun ég spurja mig:
Ertu búin að fara til Indlands?
Ertu búin að lesa biblíuna?
Ertu búin að ganga eftir Kínamúrnum?
Ertu búin að segja mömmu þinni að í hvert skipti sem þú horfir í spegil þá sjáir þú hana standa á bak við þig, með hárbursta og teygju að flétta 9 ára hárið þitt?
Ertu búinn að borga visareikninginn?
En annars hafðu það gott Helga mín láttu sjá þig þegar þú kemur til Ak..
Kveðja frá Líds.
Við skulum báðar vera krossfiskar, hvernig lýst þér á það?
<< Home