laugardagur, október 07, 2006

 

Ooooooh


ég er svo góð að taka strætó!

Enda æfði ég mig í sumar á Akureyri, eh...
Nei, svona í alvörunni, færni minni virðast engin takmörk sett. Síðan ég kom hingað til UK hef ég þurft að treysta hræðilega mikið á almenningssamgöngur, og í gær tókst mér meira að segja að leiðbeina öðrum farþegum, jess! Alvöru cosmopolitan sko.

Ég er svo sjóuð að ég geri jafnvel kjarakaup á strætókortum. Það vill svo til að strætófyrirtækið var að setja ný kort á markaðinn, svona 10-skipta klippikort, sem ég keypti strax á útgáfudegi. Hins vegar eru engar klippur komnar í vagnana svo í 3 daga hef ég rúntað frítt því bílstjórarnir nenna ekki að gera neitt í málunum. Ég notaði tækifærið og brá mér í hinar ýmsustu skoðunarferðir um nærliggjandi byggðarkjarna og er núna víðförlasti Erasmus-neminn á svæðinu.

Hér að ofan er mynd af mér og Kríu á sérstöku "útlendingahlaðborði". Það er ekki svona eins og sjávarréttahlaðborð, samt.

En þetta er mynd af mér með hattinn hans Simon -

Þetta er afskaplega merkilegur hattur og miklu máli skiptir að bera hann rétt, svo miklu að ég fékk ekki leyfi til að nota arabahálsklútinn minn þetta kvöldið - það þótti einfaldlega óviðeigandi.

Annað sem er óviðeigandi er að virða ekki biðröð. Í Englandi eru biðraðir heilagar og það að ryðjast fram fyrir (queue-jumping) er ekki bara glæpur heldur SYND. Englendingum finnst svo gaman í biðröð að þeir stilla sér upp 7 mín áður en strætó kemur. Á Íslandi myndi biðröð eftir strætó teljast fréttaefni, enda þykja almenningssamgöngur einungis vera fyrir gamalmenni, leikskólabörn, fatlaða og geðbrenglaða. Come to think of it, þá myndi biðröð eftir einhverju á Íslandi vera stórfrétt.

Hvað fréttum viðkemur þá er ég reyndar alveg úti að aka (kannski í strætó, haha...nei, ekki fyndið). Meðan ég var að vinna í Bókval í sumar þá fylgdist ég vel með gangi mála í bresku dag-/slúðurbleðlunum en núna, hérna úti í UK, þá hef ég ekki mínútu aflögu til að glugga í blöðin. Það gæti verið búið að leggja niður Coronian Street og skjóta David Beckham án þess að ég hefði minnsta grun. Ætla mér alltaf að kaupa Sunday Times en ég þarf að lesa svo mikið fyrir mánudaginn að ég legg ekki í meira. Ég er nefnilega trassi og fór bara með Kríu til Newcastle í dag, hah, og hún keypti allt sem hún þurfti en ég allt sem ég þurfti ekki, eins og mini-roll on frá Dove, ég elska Dove.

Ég elska líka NUS-kortið mitt, það er National Union of Students. Ég elska að fá afslátt. Ég elska gömlu-konu-inniskóna mína og ég elska hestinn sem býr við hliðina á blokkinni minni þó hann sé líklega mannæta. Ég elska Like a Starfish með Anthony and the Johnsons og ég elska stafrænar myndavélar og ég elska ilmvatnið mitt og ég elska Andra bró sem má ekki missa af Melrose Place. Ég elska nýja vetrarjakkann minn og ég elska Drífu frænku og ég elska London og fer þangað í næstu viku. Ég elska Gvend vonda og Agatha Christie og elska hnetusmjör og hnetusmjör og hnetusmjör. Ég elska ekki einn mann og ég elska að kaupa afmæliskort hérna í UK. Ég elska Hamlet og ég elska gráu töskuna mína og ég elska www.abebooks.com og ég elska Keele-kortið mitt og ég elska kaffi eins og sést hér að neðan

Comments:
Oh Helga ég elska ég elska lista. Og ég elska líka að kaupa afmæliskort í UK.

Í kvöld fékk ég hnetusmjörsósu hjá Brynju.. með baunabuffum. Þú hefðir eflaust iðað. Vá hvað hún var góð.. og buffin mmmh. Hinsvegar veit ég að ég mun prumpa í þrjá daga eins og blaðra í barnaafmæli.. og er þegar byrjuð.

Í guðannabænum viltu vara þig á þessum hesti, en umfram allt hafðu það gott skott.. hvort sem það sé skin eða skúrir.

Kysstu postulínssalan á portobello frá mér! ..og keyptu þér gamlar perlur :)

ást
 
Flott hjá þér að líta tilveruna svona björtum augum - en að elska Gvend Vonda, það er nú kannski skrefinu of langt gengið!
;-)
 
Ooo Helga það er svo gaman þegar þú setur svona myndir af þér. Vertu dugleg að gera það. Núna er ég að gera ísl heimildaverk um menntaskólann á Akureyri. Hvað segiru um það?
kossar og knús
Hildur sara
 
ég elska þig! og Anthony and the Johnsons....og Hallelujah diskinn með Espen Lind og Kurt Nilsen, sem btw er World Idol (ég skammast mín).

Kyss og klem!
 
Jahá, elskar þú Gvend? Nú spyr ég, þarft þú að hlusta á hann í eina og hálfa klst. á hverjum miðvikudagsmorgni kl. 08:20?

Hnetusmjör er gott og þú ert æði.
 
Ég elska líka þig, af því að þú ert svo frábær!!

engar áhyggjur, ég fylgist enn með slúðrinu um Beckham og skal láta þig vita einn tveir og þrír ef hann verður skotinn;)

knús Valdís
 
Ég elska þig :) en hnetusmjör er vont!
 
Hæ, hæ.
Vá, rambaði alveg óvart hér inn!!
Gaman að geta lesið aðeins um þig í Englandinu.
Hafðu það bara rosalega gott :)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?