mánudagur, október 16, 2006

 

Tíminn er afstæður og óverulegur

og líður illa.
Sumt gerist allt of fljótt en annað kemst aldrei í verk.

Núna er ég skrýtin í skapinu og aum í sálinni - ekki vansæl, bara furðulega varnarlaus. Seint í kvöld, þegar ég er búin að brasa nóg þá ætla ég að leggjast á gólfið og grufla. En ekki strax.

Kannski er ég svona ringluð vegna Paul Auster. Ég tók hann með mér til London á síðastliðinn miðvikud. og las The New York Trilogy í lestinni og á kvöldin og svo aftur í lestinni heim í gærkvöldi. Terry Eagleton gerði svo illt verra með þrugli sínu um post-structuralism.

Þið verðið að afsaka þetta but post-structuralism deconstructs. I'm only a fragmented identity, made up from all that is me and all that isn't. The relationship between a signifier and its signified is reflected in the relation and connection between me, the others and the world. If a signifier obtains its meaning from the things it does not represent, just as well as the thing it does symbolize, than I must be made from all selves that differ from me as equally as from my own self. My identity is everybody elses, and everyone is me. I'm shattered, scattered, all over the world but because there is no transcendental signified there is no essential me.

Ég fór til London og borgin gleypti mig, melti og leyfði mér að streyma um æðar sér eins og næringarefni sem gæði blóð hennar lífi. Milljónir og milljónir af agnarsmáum einstaklingum flæða á milli líffæra stórborgarinnar og til samans erum við hvort annað og heimurinn.

Undanfarnir dagar voru Addi í heimsókn frá Íslandi og við tvö saman í heimsókn hjá elsku Drífu. London er ótrúleg stórkostleg og skelfileg og the Underground er æði.

Paul Auster er dularfullur. Hann er persónan Paul Auster í bókinni, rithöfundurinn Paul Auster sem við sjáum mynd af aftan á bókarkápunni, og maðurinn Paul Auster sem á heima í New York og kaupir sér brauð og tannkrem og klósettpappír og andar og sefur og ropar og svitnar eins og ég og allir hinir.

En undanfarnir dagar voru ég að missa af lestinni í Stoke-on-Trent þrátt fyrir að standa tilbúin á brautarpallinum; horfði á dyrnar opnast, beið uns þær lokuðust og horfði loks á lestina hverfa - hví? Ég og Addi að missa af lestum. Ég og Addi að þrasa um komutíma lesta. Ég og Addi í lestum. Á Waterloo. Á Wimbleton.

Við á Tate Modern, sem hann fann algjörlega kortalaus. Ratvísi skrattakollur. Við að leita að stað sem selur pizzusneiðar. Við að þykjast vera hipp og kúl Lundúnabúar og felum myndavélarnar. Við á Piccadilly Circus. Addi að neita að skoða London A-Z. Við í rauðum tveggja hæða strætó. Við í vitlausum strætó. Við að keyra í hringi um Piccadilly Circus.

Undanfarnir dagar voru góðir, fullir af hlutum sem fylla mig af kjánalegri vellíðan sem ég held að heiti gleði. Við að rölta með Drífu að sækja Daniel og Isabellu í skólann og leikskólann og þar var fullt af oggulitlu fólki í skólabúningum og einn strákur í svörtum leðurskóm sem voru örugglega þyngri en hann sjálfur. Daniel og Izzy að sturlast úr tilhlökkun því nú voru þau að fara í frí - Izzy holiday! Burr, burr, holiday, Izzy burr! Hún með dauðahald á sínum allra fyrsta sleikjó og Daniel glókollur. Við að borða M&S örbylgjulasagne því eldhúsið á Woodend er í rúst. Drífa að leiðbeina okkur um undirheima almenningssamgangna stórborgarinnar og að kaupa handa okkur kort. Drífa, Drífa, Drífa mín. Elsku Drífs.

Við á útsölu í Virgin Megastore og Joni Mitchell og Bilie Holiday og Jeff Buckley. Við á Oxford Street og Addi að gera stórkaup meðan ég leyta út um allt að svörtum ballet pumps. Við að borða hádegismatinn í strætó meðan við virðum fyrir okkur útsýnið. Við seint að kvöldi á brautarstöðinni í Sutton Common en pokinn hans Adda ennþá í lestinni. Við í sorg. Við í rusli.

Við ætlum ekki að sóa London en sofum endurtekið yfir okkur. Big Ben, House of Parliament, leitin að beyglustaðnum þar sem amma var vön að kaupa mat fyrir Drífs meðan hún lá inni á St. Thomas', Westminster Abbey sem við tímdum ekki að borga okkur inn í. Við aldrei með þolinmæði í biðraðir. Við og styttan af Winston Churchill á umferðareyjunni sem þarf að stelast yfir á. Við með myndavélarnar, kúlið alveg búið. Við á Portobello Road og ný (gömul) hálsfesti og eyrnalokkar, nema hvað. Notting Hill og pílagrímsferðin að Arsenal leikvanginum, bæði nýja og þeim gamla á Highbury - héðan af neyðist ég til að vera dyggur stuðningsmaður the Gunners því þetta voru hreinlega mín fyrstu kynni af enska boltanum. Við aftur á Oxford Street svo Addi geti endurkeypt það mikilvægasta af glataða varningnum. Leðurtaskan, mín dýrustu kaup hér í Englandi so far.

Soho. Soho er dásemd og draumur og fullt af unaðslegu fólki sem er að meika statement bara með því að vera þar sem það er á því augnabliki - á laugardagskvöldi í Soho, Soho.

Snatch og það er ekki HÆGT að skilja hreiminn sem Brad Pitt talar með.

London, London, London. Og Paul Auster. Og ég veit ekki hver ég er, bara að það er ekki hægt að komast að því svo ég verð að láta mér duga að sjá brotin af mér í þér og kannast við mig.

Comments:
æ Helga! ég sakna þín svo ofurmikið og hlakka svo til að þú komir heim! en það sem fær mig til að sætta mig við að þú ert þar og ég er hér er að sjá hvað þú ert að skemmta þér konunglega! ég væri sjálfselsk ef ég myndi bara hugsa um það að hvað ég saknaði þín! hafðu það sem allra best elskan mín :)
 
Ég er glöð að hafa glatt þig í dag :o) Í upphafi var köttur...
 
Má ég giska? Þér finnst gaman í London? Bara gisk alveg út í bláinn. ;-)
Lídskveðja
 
London gleypir mann, það er satt, en hún er heillandi og stórkostleg í margbreytileika sínum. Ekki gæti ég búið í London (held ég), en þangað er gaman að koma. Í sumar fórum við hjónin þangað og borðuðum afar góðan hádegismat á indverskum veitingastað einhversstaðar í Soho og rétt hjá Oxford Street. Svo borðuðum við ógnarlega áhugaverðan, sérstakan en jafnframt góðan eþíópskan mat í einhverju allt öðru hverfi. Þetta er London, og aðeins brot af öllu því sem þar er hægt að finna.

Jamm, post-structuralism deconstructs, it seems, endlessly, until you are only a fragment of yourself and the only thing that can be made sense of is that there is a relationship between the signifier and the signified....

Kveðja,

Ingibjörg
 
Gaman gaman.. London er æði, vona að ég komist þangað í bráð en það lítur ekki út fyrir það...:/ er einhver séns að þú nennir að kaupa nokkra klassíska geisladiska sem mig vantar og senda mér? ég mundi síðan bara leggja inn á þig. cheers andarungi
 
Tu lysir tessari gleypingu svo vel.. og eg er ad lesa anatomyu, tetter allt tad sama! Eg elska M&S, eg elska portobello og allar perlurnar sem bua tar tangad til einhver kaupir taer, eg elska underground og husin og jafnvel rigninguna og chai te a starbucks ja njottu!
 
ég elska london...
hef sagt upp störfum í pennanum kveðjur
Valdís;)
 
Hey! mig dreymdi þig í nótt!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?