miðvikudagur, nóvember 22, 2006

 

Í eldhúsinu

skapaðist neyðarástand um klukkan 19:00 að staðartíma.Ritgerðarlúinn háskólanemi, íklæddur flíspeysu, náttbuxum og ömmuinnskóm, uppgötvaði sér til mikillar hrellingar að hnetusmjörið var búið. Eitt og sér væri slíkt tilfelli kannski ekki óyfirstíganlegt en nú var staðan sú að það var ekkert til á bænum sem smyrja mátti oatkakes með.

The horror, the horror!

Nú, jafnvel það að vera viðbitslaus getur verið viðráðanlegt - maður bara borðar eitthvað annað. En téður stúdent var byrjaður að hita grænmetissúpu og hana dugir ekki að snæða eina saman. Kannski segir þá einhver: Af hverju fórstu þá ekki bara út í búð? Og svarið er einfalt: Það var hellihelvítisnóvemberrigning!

Ég var farin að sjá fram á frekar fátæklegan kvöldverð og snerist um sjálfa mig með fýlusvip þangað til ég mundi eftir parmesanostinum... Rándýra, skelfilega ljúffenga parmesanostinum sem ég ríf, ósköp spart og með ýtrustu varkárni, ofan á tómatsúpur, salöt og ítalskar sósur... Og ég hugsaði: Why the hell not? Svei mér þá, ef þessi máltíð var ekki bara með þeim betri sem ég hef mallað lengi. Oatkakes með pickles og þykkum sneiðum af fínasta hard cheese, þvílíkur lúxus. Hins vegar þá mun ég lykta af parmesan inn í næstu öld.

Það er sem sagt miðvikudagur og ég get ekki beðið eftir helginni. Ástæða þess er að ég þarf að skrifa ritgerð eins og spæta á amfetamíni til að sá hausverkur sé frá þegar Unnur mín kemur í heimsókn eftir 1 1/2 viku. Vinnuálagið hindraði mig hins vegar ekki í að horfa á hádegisfréttir BBC þar sem the "nanny state" var til umræðu.

Nú er það svo að stuðningsmenn the Conservative Party, eða Tories, eins og þeir kallast víst, eru hefðinni samkvæmt andvígir öllu sem gæti hugsanlega styrkt the welfare state (velferðarþjóðfélag) hér í UK. Það má segja að Tories séu hægri-sinnuð kapítalistasvín sem telja alla aldraða / fatlaða / sjúka / einstæða / innflutta / verðskulda óviðunandi aðstæður sínar því þeir séu ekki "nógu sterkir" til að lifa af í frumskógi the post-industrial multicapitalist state.

Ok, smá ýkjur kannski, en það var alla vega undir áralangri forrystu the Iron Lady Margareth Thatscher sem the Conservative Party komst vel á veg við að einkavæða hér allt, og þá meina ég allt. Og ein afleiðing þess er að megnið af öllu stúdentahúsnæði er einkarekið, sem þýðir að rétt eins og á almennum leigumarkaði, þá þurfa háskólanemar að leigja af aðilum sem hafa það að markmiði að græða á viðskiptunum. Sem sagt, há leiga, lélegur aðbúnaður. Sömuleiðis þá eru verslanirnar hér á campus reknar af einkaaðilum og því er ekkert hægt að kaupa hér í svanginn nema á uppsprengdu verði. En þetta var slaufa. Málið er að Tories eru gjarnir á að fussa við öllum tilraunum til samfélagslegra úrbóta og bera það fyrir sig að útkoman hljóti þá að verða fordekrað "nanny state" þar sem ríkisvaldið hugsar fyrir kjósendur sína svo aumingjans litlu ósjálfbjarga greyin þurfi ekki að taka neina ábyrgð og taki því aldrei neinum þroska.

Nú, hér í UK er hitt stærsta stjórnmálaaflið the Labour Party - klárlega meira vinstrisinnaður. Þeir eru núna við völd með Tony Blair í fararbroddi og hafa nýverið kynnt áform sín um hvernig leysa megi brýnasta þjóðfélagsvanda Breta í dag: óþæg börn.

Labour vill senda sérþjálfaða barnasálfræðinga og uppeldisfræðinga inn í "erfiðustu" svæði landsins, inn í hverfisbundin samfélög og bjóða þar upp á námskeið í barnauppeldi fyrir foreldra. Ástæða alls þessa er að hlutfall einstaklinga sem sýna afgerandi einkenni andfélagslegrar hegðunar fer stöðugt hækkandi - kannski óttast pólitíkusarnir að lýðræðið sjálft muni hrynja þegar fólk er orðið of "óhlýðið" til að mæta á kjörstað.

Burt séð frá því hvaða skoðun maður hefur á þessum tilburðum, þá verður nú að segjast að UK er með réttu orðið "nanny state"...

Comments:
Nú hef ég ekki smakkað hnetusmjör síðan hjá bandarískri vinkonu minni í París (extra crunchy). Samt þótti mér það gott. Kannski ég setji það á innkaupalistann?

(Taktu eftir því að ég kaus ekki að tjá mig um pólitík, bara mat)
 
A jeg ad segja thjer nokkud? Jeg hef aldrei svo mikid sem ihugad ad smakka hnetusmjor. Gudlast? Vona ad mjer verdi fyrirgefid. En, thad er ekki of seint ad baeta ur thessum galla minum.

Vaeri ekki gaman ef skolar ljetu sjer naegja ad lata okkur maeta i tima, taka prof, e.t.v. skrifa ritgerdir i timum, og lesa heima fyrir tima. T.e.a.s. ad vid thyrftum ekki ad eyda tima okkar i ad skrifa 120 ritgerdir a misseri. Vid skulum stofna thannig skola thegar vid verdum storar.
 
Já, Linda, mín, klárlega þá yrði það stofnun í lagi... Og á kennarastofunni yrði nýbakað brauð á hverjum degi, og þeir sem ekki vilja hnetusmjör geta fengið ost :)
Og Una, til að hnetusmjör bragðist eins og eitthvað úr hnetum þá þarf það að vera ósykrað, mundu það bara þegar þú ferð næst í Bónus.
 
takk fyrir símhringinguna áðan, við heyrumst aftur við betra tækifæri elskan ;)
 
ohh elskan mín, ég sakna þín alveg helling!! og hlakka svooooooooo mikið til að sjá þig""
 
Vó, þú átt leynilegana aðdáenda ;) farðu að láta heyr í þér skott!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?