mánudagur, nóvember 27, 2006

 

Now that my ladder is gone

I must lie down where all ladders start
In the foul rag-and-bone shop of the heart

Eftirlætis ljóðið mitt. Ever.
W.B. Yeats - þegar allt kemur til alls þurfum við bara að geta horfst í augu við okkur sjálf.
Er það ekki ég sem þarf að lifa með mínum ákvörðunum?

Og núna er mér illt í maganum því ég er þralli.
Aðeins of mikið stress og ég dett í Cadbury's Dairy Milk Fruit and Nut. Og mjólk að drekka.
Takiði eftir þessu? Dairy MILK, og MJÓLK með.
Og þetta frá konunni sem hefur lært af biturri reynslu að of mikið af mjólkurvörum, það er laktósamenguðum, óbeinum dýraafurðum, lætur aumingja mallann minn kreistast og kremjast og engjast um af óverðskulduðum kvölum.
Að ekki sé minnst á hvernig ég finn allar mettuðu fitusýrurnar teppaleggja æðarveggina mína, og helvítis hydrogenated olíurnar úr súkkulaðiklumpunum fremja valdarán í frumubyggðarlögunum inn í mér og þjóðarmorð í fitukirtlum andlits míns.
Stundum held ég að ég sé ofnæm - mér finnst ég skynja hvert einasta blóðkorn og þekkja alla mína vöðvaþræði, og ef einhver er illa smurður, eða nærður, eða mengaður, eða dauður og rotnandi þá byrjar mig að klæja í tærnar, og kláðinn skríður upp í hnésbætur og handarkrika og hálsakot og svo springur á mér hársvörðurinn og ég finn, finn, finn fyrir öllu en engan frið.

Þannig líður mér núna, í ofanálag við magakveisuna.
Það hefur sumsé verið mikið að gera. Og ég brotnaði. Óó.

Góðu fréttirnar eru hins vegar að fórnir hafa ekki verið færðar til einskis heldur skila sér í ánægjulegum afköstum. Hvað á ég eftir að læra á þessari önn?
- endur- /umrita ritgerðaruppkast fyrir Con Am (ljúka á föstudag)
- 1 skáldsaga fyrir Pop Fic (lesa á þriðjudaginn eftir 1 viku)
- 1 skáldsaga fyrir Con Am (lesa á sunnudaginn eftir 2 vikur)
- ritgerð fyrir Pop Fic (næsta vika í heimildasöfnun og drög, jólafríið í uppkast og hreinritun)

Ég er búin að lesa alla teoríuna, ALLA og skáldsögur 2 vikur fram í tímann. In your face, Keele.

Undanfarnar klukkustundir hafa verið skrýtnar. Eftir unaðslega afslappandi laugardag með tónlist og tímaritum og göngutúrum og góðu spjalli vaknaði ég á hádegi í gær.
Las vikuskammt í teoríu fyrir Con Am.
Las annan vikuskammt í teoríu fyrir Con Am.
Las vikuskammt í teoríu fyrir Pop Fic.
Las annan vikuskammt í teoríu fyrir Pop Fic.
Las skáldsögu fyrir Con Am - og nú var komð miðnætti en ég var ekki syfjuð og óstöðvandi.
Las aðra skáldsögu fyrir Con Am - nú var klukkan 4 am og bara 3 1/2 tími í fótaferð fyrir málstofu... hvað gerði maður þá?
Las skáldsögu fyrir Pop Fic.
Og svo dekursturta.
Heitt, kalt, heitt, kalt, andlitssápa, andlitsskrúbbur, skrúbba skinnið fast, raka allt óvelkomið af kroppnum, pússa fæturnar og tásurnar, heitt, kalt.
Andlitsvatn, andlitskrem, fótakrem, body lotion, roll-on, signature scent. Hár. Make-up. Föt.

Oooooog klukkan er 8:40 og yðar einlæg strunsar að kaupa sér sojalatte (tvöfaldan, ekki veitir af) og svo beint í Con Am málstofu. Það koma dropar úr himninum sem breytir engu, það er ekki hægt að vera hreinni og kátari. Það eru haustlauf að sjálfsögðu og hún minnir sig á að kíkja í mailroom eftir skóla. Kannski eru bókatíðindin frá Unu komin...

Sem var reyndar ekki raunin en dagurinn var samt fallegur og góður. Alveg þangað til ég var komin heim eftir hádegi og búin að skríða í heimaföt og sofna í skrifborðsstólnum með andlitið klesst við The Times. Það kom þetta hefðbundna hógværa svefnslef sem bleytti upp í prentsvertunni og stimplaði á hægri kinnina mína: H me Secreta claims must ta otherw Tory jec

Nú er ég bara úldinn viðbjóður með magapínu en Cadbury endaði í ruslinu innan um blauta tepoka, svarta bómull og eyrnapinna með merg.

Ég ætla að sofa til hádegis á morgun, sturta mig og fara í hrein náttföt og drekka take-away kaffi frá Lindsey Bar og gera ritgerð með hausbuff. Og ef ég þarf að fara á bókasafnið þá verður umheimurinn bara að þola það. Ég á brauð og hnetursmjör og piccalilly sem er krydduð sulta og ávaxtate og rúsínur og Marks&Spencer's Ready Made Jacket Potato fyrir örbylgjuofninn og nóg af avakadó.

Eins og Scarlett O'Hara sagði: "After all, to-morrow is another day."

Comments:
Thu varst orlitid afkastameiri en jeg a laugardaginn, greinilega. Jeg las 8 bladsidur i Sir Gawain and the Green Knight, a 6 klukkustundum.
Jeg vildi ad jeg hefdi sma brot af einbeitingunni thinni. Eftir tveggja minutna lestur, tha er jeg alltaf farin ad stara a toman vegginn fyrir framan mig. Get starad i klukkutima eins og ekkert se.
1/2 manudur thar til jeg a bokad flug beint heim i afmaelid hennar mommu.
 
ó, við erum öll breysk og það er ekki hægt að áfellast neinn fyrir að falla í freistni fyrir dairy milk og köldu mjólkurglasi!
Hlakka til að fá þig heim!
 
Tveir skóladagar eftir hjá mér og síðasta hljóðfræðiverkefninu lokið! (eða það held ég) Svo koma prófin. Svo koma jólin. Svo kem ég.

Nú ert þú busy á msn og ég sakna þín. Er farin að hafa illan bifur á þessari ritgerð ;o)
 
Hafið þið pælt í því hvaðan þessi illi bifur er kominn?
Mér þætti gaman að fá að vita það.
Annars segi ég; hlakka til jólanna og að sjá alla Akureyringana á vappi í snjónum - þ.á.m. þig Helga mín.
Þangað til - berjumst bræður og systur því nú er skálmöld prófanna framundan!
luv A
 
æææ, mikið þekki ég þetta. Var að enda við að éta (já, éta, ekki borða) fullt af pizzu með mozarella og er að sjálfsögðu með magapínu. Þetta gerði ég líka í seinustu viku...lærir maður aldrei? Nei.
mmm...mig langar að smakka svona piccalilly...
 
Mikið hlakka ég til að hitta þig aftur!! og að þú komir út fínu fínu útskriftina mína sem Margrét Brynjars og Gísli ætla að syngja í!! ég á svo mikið af fallegum og hæfileikaríkum vinum!!
Gangi þér vel bestust,heyri í þér fljótt aftur:)

knús
Valdís
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?