fimmtudagur, nóvember 02, 2006

 

Og ég sem hélt

að þegar ég væri búin að jarða romanticism þá væri ég laus við "the sublime". Mér skjátlaðist fruntalega. 200 árum seinna í póstmódernísku póststrúktúralísku póstindrústríalísku samfélagi dagsins í dag, þá finnst mönnum þetta enn góð hugmynd.

Mér finnst appelsínusafi góð hugmynd. Ég ætla í Morrisons á laugardaginn að kaupa mér matvörur svo það er allt í lagi að þamba allann safann sem til er á bænum í dag og á morgunn. 1 lítra í dag og annan á morgun. Svo er ég líka kvefuð svo þar er enn ein ástæðan fyrir að svolgra C-vítamínríkann djús af áfergju.

Í gær hlakkaði ég til jólanna. Það er nefnilega komnar jólaauglýsingar í Waterstone's bókaverslunina hérna á háskólasvæðinu sem auðvitað bara til að æra óstöðugan bókasjúkan námsmann eins og mig. Söfnunarárátta og námslán eru banvæn blanda. Og þá meina ég ekki svona banvæn eins og bananar og hnetusmjör eða súkkulaði og jarðaber heldur banvæn eins og heilahimnubólga og mænusótt og svartidauði og kólera.

töskur
kaffibaukar
könnur
eyrnalokkar
bækur (obviously)
nærföt
háslfestar

Þetta eru hlutir sem ég stenst ekki. Ég missi ráð og rænu og Illa-Helga andsest á mig, hinn ábyrgðarfulla og hagsýna háskólastúdent, tekur völdin og framkvæmir allt sem ekki má.

Þessa stundina get ég ekki beðið eftir laugardeginum. Þá ætla ég að vera búin með ritgerðina mína og mun hlusta á allan Joni Mitchell diskinn minn. Og ég ætla að smyrja hunangi á andlitið á mér og pússa á mér hælana og borða ferskt papaya og vínber í náttsloppnum.

Comments:
Listinn minn er aðallega:
-bækur
-bækur
-bækur
o.sv.frv.
Og ég ætla í bókabúð á föstudaginn í tilefni dagsins (þá er skiladagur ómetnu ritgerðarinnar).
 
Oh laugardagurinn þinn hljómar.. hvað get ég sagt? Bestur. Ég er að fara í próf á morgun og ég get ekki sofnað. Ef ég læri meira, æli ég. Fjarstýrði fjar-an*llinn er kominn ofarlega í huga mér enn á ný og ég sé fyrir mér að kaffi verði kýlt ofan í kropp frameftir degi. Bölvað.
 
Þú ert yndislegt krútt...*knús*... ég held að ég geti eignlega fullyrt að ég fyllist alltaf gleði þegar ég les bloggið þitt..
 
já ofboðslega sem þessi laugardagur á eftir að vera góður
kemuru heim um jólin?
 
Urr, ég var að enda við að eyða SJÖ ÞÚSUND KRÓNUM í prentarablek! Þessi háskóli! Hefði mun frekar verið til í að eyða peningnum í eitthvað af þessum lista þínum :o)

Eigðu góðan laugardag!
 
Ég vona að þú eigir æðislegan laugardag. Mín síðustu bókakaup var rándýr hlunkur, rúmlega 800 bls. efnafræðibók.
Og ég gat ekki einu sinni farið og keypt hana, heldur var það í gegnum netið.

Ég hlakka svo til að koma og hitta þig þarna. Við verðum bara að fara að finna tíma, þegar ég er búin að kaupa flugmiðann verður ekki snúið aftur.

Og ég er ekkert skárri þegar kemur að söfnunaráráttu (þrjár seríur af Gilmore girls og nokkrar bækur sem ég hef enga þörf fyrir á þessari önn, auk nærfata og skartgripa). Og ég gleymdi næstum, yfir 30 pör af skóm...
Þú ert ekki ein.
 
Mig langar svo að koma að heimsækja þig! vonandi get ég það á næstu önn :) eða eiginlega vonandi ekki.. eða þú veist, vonandi kemst ég inn og þá get ég ekki komið, en ef ég kemst ekki inn þá get ég komið.. hmmm, allavegana sjáumst við á elsku Akureyri sem ég er búin að vera að passa fyrir ykkur alein í nokkra mánðui! en við sjáumst eftir 42 daga! sem er alls ekki svo mikið ef við setjum þetta upp svona: það eru minna en 3 vikur í að ég á afmæli, sem er alls ekki langt bara 19 dagar og svo þegar það er búið þá eru bara 10 dagar í aðventu og svo bara 13 dagar í að þú komir ;) alls ekki svo langt er það?
 
Hæ þú,
ætlaði bara að kasta á þig kveðju og *kast* vona að þú sért viðbúin að grípa!
Hafðu það gott og steldu næst pott(i).
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?